Hægri hönd Pútíns skipulagði dauða Prígósjíns Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2023 12:03 Níkólaí Patrúsjev stendur hér við bak Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Þessi mynd var tekin í nóvember en Patrúsjev hefur um árabil verið hægri hönd Pútíns og er sagður næst valdamesti maður landsins. Getty Níkólaí Patrúsjev, hægri hönd Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, er sagður hafa komið að skipulagningu og að endingu samþykkt banatilræði gegn auðjöfrinum Jevgení Prígósjín. Sá dó þegar flugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu í ágúst. Það var eftir að Prígósjín hóf skammlífa uppreisn gegn varnarmálaráðuneyti Rússlands og svo Pútín sjálfum síðasta vor. Þó tóku málaliðar hans í Wagner Group stjórn á borginni Rostov í suðurhluta Rússlands og sóttu í kjölfarið að Moskvu. Skömmu áður en málaliðar hans náðu til Moskvu hætti Prigósjín við uppreisnina við og gerði hann samkomulag við Pútín, með milligöngu Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. Í frétt Wall Street Journal segir að í ágúst, þegar Prigósjín fór til Moskvu til að reyna að halda stjórn á veldi sínu og málaliðahópi, var lítilli sprengju komið fyrir á væng einkaflugvélar hans. Þá var hann og níu aðrir á leið til heimilis hans í Pétursborg. Með honum voru nokkrir af helstu leiðtogum Wagner Group. Eftir um þrjátíu mínútna flug og í um 28 þúsund feta hæð, sprakk sprengjan og flugvélin féll til jarðar. Blaðamenn Wall Street Journal tóku viðtöl við starfsmenn leyniþjónusta á Vesturlöndum, fyrrverandi starfsmenn leyniþjónusta í Rússlandi og í Bandaríkjunum og menn sem störfuðu áður innan veggja Kreml. Þannig tókst þeim að púsla saman nákvæmustu myndinni af dauða Prigósjíns hingað til. Ráðamenn í Kreml þvertaka fyrir að hafa komið að dauða Prígósjíns og Pútín sagði í haust að handsprengja hefði líklega sprungið um borð í flugvélinni. WSJ hefur þó eftir heimildarmönnum sínum að skömmu eftir að auðjöfurinn dó hafi evrópskur maður sem vinnur við upplýsingaöflun haft samband við mann í Kreml og spurt hvað hefði gerst. Svarið barst mjög fljótt: „Það þurfti að fjarlægja hann“. Varaði Pútín við völdum Prígósjíns Patrúsjev er sagður hafa varað Pútín ítrekað við því að stórt hlutverk Wagner í innrásinni í Úkraínu leiddi til þess að völd Prígósjíns væru að aukast og að hann væri ógn. Prígósjín státaði þá af tugum þúsunda hermanna og malaði gull, bókstaflega, af samningum sínum og störfum Wagner Group í Afríku. Eftir dauða Prígósjíns lítur út fyrir að varnarmálaráðuneyti Rússlands hafi tekið yfir stjórn Wagner Group og einnig samninga auðjöfursins. Sjá einnig: Kreml tekur yfir stjórn Wagner í Mið-Afríkulýðveldinu Prígósjín var þar að auki mjög gagnrýninn á forsvarsmenn rússneska hersins, þá Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Valerí Gerasimov, forseta herforingjaráðs Rússlands. Meðal annars sakaði Prigósjín þá um landráð og birti hann iðulega myndbönd þar sem hann skammaðist yfir vangetu þeirra og spillingu. Hér má sjá þá Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Níkólaí Patrúsjev. Getty Áðurnefndir heimildarmenn WSJ segja Patrúsjev, sem er 72 ára gamall, spila stærri rullu við stjórn Rússlands en flestir viti. Hann sé nánasti bandamaður forsetans og hafi hjálpað honum í gegnum árin við að tryggja stjórn hans á Rússlandi. Þá hefur Patrúsjev stækkað öryggisstofnanir Rússlands og komið að banatilræðum þeirra á erlendri grundu og í Rússlandi. Sonur Patrúsjev, Dmitrí, var nýverið gerður að landbúnaðarráðherra og er hann sagður vera mögulegur arftaki Pútíns, þegar þar að kemur. Patrúsjev starfaði á árum áður í KGB og svo einna meir í FSB, arftaka KGB eftir fall Sovétríkjanna. Þegar Boris Jeltsín skipaði Pútín í embætti forsætisráðherra árið 1999, lagði Pútín til að Patrúsjev tæki við stjórn FSB af sér, sem var samþykkt. Sem leiðtogi FSB gerði Patrúsjev umfangsmiklar breytingar á stofnuninni og tók virkan þátt í banatilræðum gegn mönnum sem taldir eru svikarar. Þar á meðal er Patrúsjev sagður hafa gefið grænt ljós fyrir morðinu á Alexander Litvinenko, sem eitrað var fyrir á sushi-stað í Lundúnum árið 2006. Árið 2008 gerði Pútín Patrúsjev að ritara þjóðaröryggisráðs Rússlands. Þeirri stöðu fylgja lítil formleg völd en þau völd sem Patrúsjev hafði aflað sér og náin tengsl hans við Pútín gerðu hann að næst valdamesta manni Rússlands. Í þessari stöðu var Patrúsjev blanda af erindreka og njósnara og ferðaðist hann um allan heiminn og hitti heimsins valdamestu menn. Hann hefur ferðast sem sérstakur erindreki Pútíns og tekið þátt í því að hreinsa upp eftir misheppnaðar aðgerðir leyniþjónusta Rússlands. Þá hefur hann verið sérstakur tengiliður milli Pútíns og Xi Jinping, forseta Kína. Patrúsjev hefur farið víða um heim í gegnum árin og starfað sem óformlegur persónulegur erindreki Pútíns. Hér er hann með Xi Jinping, forseta Kína.Getty/Noel Celis John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sagði blaðamönnum WSJ að hann hefði nokkrum sinnum fundað með Patrúsjev. Sá rússneski hefði alltaf verið rólegur og faglegur. Bolton sagði að Patrúsjev hefði einu sinni misst stjórn á skapi sínu og það á fundið 2019 þegar hann og Bolton ræddu um Úkraínu. Þá hafi Patrúsjev gargað á Bolton og aðra erindreka um Úkraínu og sögu ríkisins í tuttugu mínútur. „Þetta var mjög tilfinningaþrungið og úr karakter fyrir hann“, sagði Bolton. Patrúsjev er ötull stuðningsmaður innrásarinnar í Úkraínu. Þessi mynd var tekin árið 2019. Frá vinstri: Meir Ben-Shabbat, þjóðaröryggisráðgjafi í Ísrael, John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og Níkólaí Patrúsjev.Getty/Kobi Gideon Þegar Prígósjín hóf aðkomu sína að innrásinni, réði tugi þúsunda fanga í Wagner Group og tók meðal annars rústir borgarinnar Bakmút í austurhluta Úkraínu, hækkaði frægðarstjarna hans í Rússlandi. Patrúsjev varð mikill andstæðingur auðjöfursins og var meðal þeirra sem vöruðu Pútín við auknum áhrifum Prígósjíns. Prígósjín var dónalegur við Pútín Rússneskur maður sem starfaði með bæði Pútín og Patrúsjev sagði blaðamönnum WSJ að margir hefðu lýst yfir áhyggjum af stöðu Prigósjíns en Pútín hafi ekki hlustað meðan auðjöfrinum og málaliðum Wagner gekk illa á víglínunum. Það breyttist þó þegar Prígósjín hringdi í Pútín og er sagður hafa kvartað dónalega yfir skort á hergögnum. Auðjöfurinn sagðist þurfa byssur og skotfæri og sagði að fjölmargir menn hans hefðu fallið í átökum. Samkvæmt heimildum WSJ var þetta í október 2022 og var Patrúsjev meðal þeirra sem hlustuðu á símtalið þegar veitingamaðurinn fyrrverandi gagnrýndi Pútín í síma. Patrúsjev er sagður hafa notað þetta símtal til að benda Pútín á að hann þyrfti að grafa undan Prígósjín. Auðjöfurinn væri orðinn of valdamikill og bæri enga virðingu fyrir yfirvaldi Pútíns. Strax í desember er Patrúsjev sagður hafa unnið. Pútín hunsaði alfarið áköll Prígósjíns eftir frekari hergögnum og svaraði ekki símtölum hans. Í júní tilkynnti Pútín svo að allir málaliðar sem börðust fyrir Rússlandi yrðu látnir skrifa undir samning við varnarmálaráðuneytið og myndu heyra undir rússneska herinn. Með því var Pútín að kippa fótunum alfarið undan Prígósjín. Patrúsjev fékk Lúkasjenka að borðinu Þann 23. júní hóf Prígósjín svo uppreisn sína og reyndi að handsama þá Shoigu og Gerasimov í Rostov. Þeir voru á fundi í borginni en tókst að sleppa þaðan áður en málaliðarnir tóku borgina. Þá sendi Prígósjín einnig þúsundir málaliða í átt að Moskvu. Pútín var ekki í höfuðborginni en Patrúsjev var þar og samkvæmt vestrænum leyniþjónustumönnum var það hann sem tók upp símann og reyndi að sannfæra Prígósjín um að leggja niður vopn. Hann hafði samband við menn í hernum sem hann vissi að bæru virðingu fyrir Prígósjín og bað þá um að koma sér í samband við hann. Það bar þó ekki árangur. Patrúsjev hringdi einnig í forseta Kasakstan og er sagður hafa beðið um aðstoð við að stöðva málaliða Wagner. Kassym Jomart Tokayev, forseti Kasakstan, neitaði því þó. Hann hafði slitið mörg tengsl við Rússland eftir innrásina í Úkraínu. Þá hringdi Patrúsjev til Belarús og ræddi við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra. Sá samþykkti að hjálpa og hafði milligöngu milli Pútíns og Patrúsjevs annars vegar og Prígósjíns hins vegar. Það var svo Patrúsjev sem lagði til að málaliðar Wagner legðu niður vopn og fengju í staðinn að fara til Belarús, sem varð raunin. Prigósjín var einnig heitið því að hann fengi að halda stjórn sinni á arðbærum störfum Wagner í Afríku og víðar. Málaliðarnir lögðu niður vopn, létu þugnavopn sín af hendi og héldu til Belarús. Prígósjín fór með þeim en hann hélt síðan fljótt til Afríku. Fáir bjuggust þó við því að Prígósjín myndi ekki þurfa að gjalda frekar fyrir uppreisnina. Vissi að hann væri í hættu Maður sem starfaði fyrir Prígósjín sagði í samtali við blaðamenn WSJ að ráðamenn í Rússlandi hefðu lítið gert til að hamla auðjöfrinum. Hann hafi fengið að ferðast milli Pétursborgar og Afríku. Auðjöfurinn vissi þó að hann ætti óvini og að hann væri í hættu. Hann er þó sagður hafa viljað fylgja samkomulaginu sem hann gerði við Pútín og Patrúsjev. Rolf Mowatt-Larssen, fyrrverandi yfirmaður CIA í Rússlandi, segir nokkuð ljóst að Prígósjín hafi verið undir stífu eftirliti. Uppreisn hans hafi varpað ljósi á stóra galla í stjórnkerfi Pútíns og mikla óánægju í hernum, þar sem hermenn reyndu ekki að stöðva málaliða Wagner. Forsetinn hafi leyft Prígósjín að lifa meðan fyllt var í þær holur. Á sama tíma var verið að leita aðila sem höfðu aðstoðað Prígósjín. Í upphafi ágúst er Patrúsjev sagður hafa gefið skipun um að aðstoðarmenn sínir ættu að skipuleggja banatilræði gegn Prígósjín. Pútín fékk síðar að sjá þær áætlanir og gaf þeim blessun sína. Þegar áðurnefnd sprengja sprakk undir væng einkaflugvélar Prígósjíns lést hann. Með honum dóu margir af æðstu leiðtogum Wagner, eins og Dmitry Utkin, tveir flugmenn og einn flugþjónn. Eins og áður segir hefur Pútín þvertekið fyrir að hafa komið að dauða auðjöfursins og hefur heitið því að málið verði rannsakað ítarlega. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Handsprengjubrot hafi fundist í líkum í flakinu Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að brot úr handsprengju hafi fundist í líkum fólks sem fórst með flugvél Jevgení Prígósjíns í ágúst. 5. október 2023 18:36 Barist um Wagner-veldið Eftir að rússneski auðjöfurinn og stríðsherrann Jevgení Prígósjín dó í Rússlandi í síðasta mánuði hafa mismunandi fylkingar í Rússlandi barist um yfirráð yfir viðskiptaveldi hans. Barátta þessi fer fram í þremur heimsálfum en verðmætasti hluti veldis Prígósjíns var í Afríku. 8. september 2023 12:45 „Það er allt í lagi“ Myndband, sem talið er eitt það síðasta sem tekið var af rússneska auðjöfrinum Jevgení Prígóshín var birt í gær. Það mun hafa verið tekið upp í Afríku nokkrum dögum áður en hann dó og ræddi hann meðal annars það að fólk hefði áhyggjur af honum og öryggi hans. 31. ágúst 2023 11:05 Ætla ekki að rannsaka flugvélarhrap Prigozhin eftir alþjóðareglum Rússnesk yfirvöld synjuðu ósk brasilískra flugmálayfirvalda um sameiginlega rannsókn eftir alþjóðlegum reglum á því hvað grandaði flugvél Jevgeníj Prigozhin, rússneska málaliðaforingjans, að svo stöddu. Rússar eru ekki skyldugir til þess þó að alþjóðleg flugmálayfirvöld mæli með því. 30. ágúst 2023 08:57 Skipar málaliðum Wagners að sverja hollustueið Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur undirritað tilskipun sem kveður á um að allir starfsmenn Wagner-málaliðahópsins, auk annarra rússneskra málaliðahópa, skuli sverja Rússlandi hollustueið. 26. ágúst 2023 19:16 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Það var eftir að Prígósjín hóf skammlífa uppreisn gegn varnarmálaráðuneyti Rússlands og svo Pútín sjálfum síðasta vor. Þó tóku málaliðar hans í Wagner Group stjórn á borginni Rostov í suðurhluta Rússlands og sóttu í kjölfarið að Moskvu. Skömmu áður en málaliðar hans náðu til Moskvu hætti Prigósjín við uppreisnina við og gerði hann samkomulag við Pútín, með milligöngu Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. Í frétt Wall Street Journal segir að í ágúst, þegar Prigósjín fór til Moskvu til að reyna að halda stjórn á veldi sínu og málaliðahópi, var lítilli sprengju komið fyrir á væng einkaflugvélar hans. Þá var hann og níu aðrir á leið til heimilis hans í Pétursborg. Með honum voru nokkrir af helstu leiðtogum Wagner Group. Eftir um þrjátíu mínútna flug og í um 28 þúsund feta hæð, sprakk sprengjan og flugvélin féll til jarðar. Blaðamenn Wall Street Journal tóku viðtöl við starfsmenn leyniþjónusta á Vesturlöndum, fyrrverandi starfsmenn leyniþjónusta í Rússlandi og í Bandaríkjunum og menn sem störfuðu áður innan veggja Kreml. Þannig tókst þeim að púsla saman nákvæmustu myndinni af dauða Prigósjíns hingað til. Ráðamenn í Kreml þvertaka fyrir að hafa komið að dauða Prígósjíns og Pútín sagði í haust að handsprengja hefði líklega sprungið um borð í flugvélinni. WSJ hefur þó eftir heimildarmönnum sínum að skömmu eftir að auðjöfurinn dó hafi evrópskur maður sem vinnur við upplýsingaöflun haft samband við mann í Kreml og spurt hvað hefði gerst. Svarið barst mjög fljótt: „Það þurfti að fjarlægja hann“. Varaði Pútín við völdum Prígósjíns Patrúsjev er sagður hafa varað Pútín ítrekað við því að stórt hlutverk Wagner í innrásinni í Úkraínu leiddi til þess að völd Prígósjíns væru að aukast og að hann væri ógn. Prígósjín státaði þá af tugum þúsunda hermanna og malaði gull, bókstaflega, af samningum sínum og störfum Wagner Group í Afríku. Eftir dauða Prígósjíns lítur út fyrir að varnarmálaráðuneyti Rússlands hafi tekið yfir stjórn Wagner Group og einnig samninga auðjöfursins. Sjá einnig: Kreml tekur yfir stjórn Wagner í Mið-Afríkulýðveldinu Prígósjín var þar að auki mjög gagnrýninn á forsvarsmenn rússneska hersins, þá Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Valerí Gerasimov, forseta herforingjaráðs Rússlands. Meðal annars sakaði Prigósjín þá um landráð og birti hann iðulega myndbönd þar sem hann skammaðist yfir vangetu þeirra og spillingu. Hér má sjá þá Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Níkólaí Patrúsjev. Getty Áðurnefndir heimildarmenn WSJ segja Patrúsjev, sem er 72 ára gamall, spila stærri rullu við stjórn Rússlands en flestir viti. Hann sé nánasti bandamaður forsetans og hafi hjálpað honum í gegnum árin við að tryggja stjórn hans á Rússlandi. Þá hefur Patrúsjev stækkað öryggisstofnanir Rússlands og komið að banatilræðum þeirra á erlendri grundu og í Rússlandi. Sonur Patrúsjev, Dmitrí, var nýverið gerður að landbúnaðarráðherra og er hann sagður vera mögulegur arftaki Pútíns, þegar þar að kemur. Patrúsjev starfaði á árum áður í KGB og svo einna meir í FSB, arftaka KGB eftir fall Sovétríkjanna. Þegar Boris Jeltsín skipaði Pútín í embætti forsætisráðherra árið 1999, lagði Pútín til að Patrúsjev tæki við stjórn FSB af sér, sem var samþykkt. Sem leiðtogi FSB gerði Patrúsjev umfangsmiklar breytingar á stofnuninni og tók virkan þátt í banatilræðum gegn mönnum sem taldir eru svikarar. Þar á meðal er Patrúsjev sagður hafa gefið grænt ljós fyrir morðinu á Alexander Litvinenko, sem eitrað var fyrir á sushi-stað í Lundúnum árið 2006. Árið 2008 gerði Pútín Patrúsjev að ritara þjóðaröryggisráðs Rússlands. Þeirri stöðu fylgja lítil formleg völd en þau völd sem Patrúsjev hafði aflað sér og náin tengsl hans við Pútín gerðu hann að næst valdamesta manni Rússlands. Í þessari stöðu var Patrúsjev blanda af erindreka og njósnara og ferðaðist hann um allan heiminn og hitti heimsins valdamestu menn. Hann hefur ferðast sem sérstakur erindreki Pútíns og tekið þátt í því að hreinsa upp eftir misheppnaðar aðgerðir leyniþjónusta Rússlands. Þá hefur hann verið sérstakur tengiliður milli Pútíns og Xi Jinping, forseta Kína. Patrúsjev hefur farið víða um heim í gegnum árin og starfað sem óformlegur persónulegur erindreki Pútíns. Hér er hann með Xi Jinping, forseta Kína.Getty/Noel Celis John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sagði blaðamönnum WSJ að hann hefði nokkrum sinnum fundað með Patrúsjev. Sá rússneski hefði alltaf verið rólegur og faglegur. Bolton sagði að Patrúsjev hefði einu sinni misst stjórn á skapi sínu og það á fundið 2019 þegar hann og Bolton ræddu um Úkraínu. Þá hafi Patrúsjev gargað á Bolton og aðra erindreka um Úkraínu og sögu ríkisins í tuttugu mínútur. „Þetta var mjög tilfinningaþrungið og úr karakter fyrir hann“, sagði Bolton. Patrúsjev er ötull stuðningsmaður innrásarinnar í Úkraínu. Þessi mynd var tekin árið 2019. Frá vinstri: Meir Ben-Shabbat, þjóðaröryggisráðgjafi í Ísrael, John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og Níkólaí Patrúsjev.Getty/Kobi Gideon Þegar Prígósjín hóf aðkomu sína að innrásinni, réði tugi þúsunda fanga í Wagner Group og tók meðal annars rústir borgarinnar Bakmút í austurhluta Úkraínu, hækkaði frægðarstjarna hans í Rússlandi. Patrúsjev varð mikill andstæðingur auðjöfursins og var meðal þeirra sem vöruðu Pútín við auknum áhrifum Prígósjíns. Prígósjín var dónalegur við Pútín Rússneskur maður sem starfaði með bæði Pútín og Patrúsjev sagði blaðamönnum WSJ að margir hefðu lýst yfir áhyggjum af stöðu Prigósjíns en Pútín hafi ekki hlustað meðan auðjöfrinum og málaliðum Wagner gekk illa á víglínunum. Það breyttist þó þegar Prígósjín hringdi í Pútín og er sagður hafa kvartað dónalega yfir skort á hergögnum. Auðjöfurinn sagðist þurfa byssur og skotfæri og sagði að fjölmargir menn hans hefðu fallið í átökum. Samkvæmt heimildum WSJ var þetta í október 2022 og var Patrúsjev meðal þeirra sem hlustuðu á símtalið þegar veitingamaðurinn fyrrverandi gagnrýndi Pútín í síma. Patrúsjev er sagður hafa notað þetta símtal til að benda Pútín á að hann þyrfti að grafa undan Prígósjín. Auðjöfurinn væri orðinn of valdamikill og bæri enga virðingu fyrir yfirvaldi Pútíns. Strax í desember er Patrúsjev sagður hafa unnið. Pútín hunsaði alfarið áköll Prígósjíns eftir frekari hergögnum og svaraði ekki símtölum hans. Í júní tilkynnti Pútín svo að allir málaliðar sem börðust fyrir Rússlandi yrðu látnir skrifa undir samning við varnarmálaráðuneytið og myndu heyra undir rússneska herinn. Með því var Pútín að kippa fótunum alfarið undan Prígósjín. Patrúsjev fékk Lúkasjenka að borðinu Þann 23. júní hóf Prígósjín svo uppreisn sína og reyndi að handsama þá Shoigu og Gerasimov í Rostov. Þeir voru á fundi í borginni en tókst að sleppa þaðan áður en málaliðarnir tóku borgina. Þá sendi Prígósjín einnig þúsundir málaliða í átt að Moskvu. Pútín var ekki í höfuðborginni en Patrúsjev var þar og samkvæmt vestrænum leyniþjónustumönnum var það hann sem tók upp símann og reyndi að sannfæra Prígósjín um að leggja niður vopn. Hann hafði samband við menn í hernum sem hann vissi að bæru virðingu fyrir Prígósjín og bað þá um að koma sér í samband við hann. Það bar þó ekki árangur. Patrúsjev hringdi einnig í forseta Kasakstan og er sagður hafa beðið um aðstoð við að stöðva málaliða Wagner. Kassym Jomart Tokayev, forseti Kasakstan, neitaði því þó. Hann hafði slitið mörg tengsl við Rússland eftir innrásina í Úkraínu. Þá hringdi Patrúsjev til Belarús og ræddi við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra. Sá samþykkti að hjálpa og hafði milligöngu milli Pútíns og Patrúsjevs annars vegar og Prígósjíns hins vegar. Það var svo Patrúsjev sem lagði til að málaliðar Wagner legðu niður vopn og fengju í staðinn að fara til Belarús, sem varð raunin. Prigósjín var einnig heitið því að hann fengi að halda stjórn sinni á arðbærum störfum Wagner í Afríku og víðar. Málaliðarnir lögðu niður vopn, létu þugnavopn sín af hendi og héldu til Belarús. Prígósjín fór með þeim en hann hélt síðan fljótt til Afríku. Fáir bjuggust þó við því að Prígósjín myndi ekki þurfa að gjalda frekar fyrir uppreisnina. Vissi að hann væri í hættu Maður sem starfaði fyrir Prígósjín sagði í samtali við blaðamenn WSJ að ráðamenn í Rússlandi hefðu lítið gert til að hamla auðjöfrinum. Hann hafi fengið að ferðast milli Pétursborgar og Afríku. Auðjöfurinn vissi þó að hann ætti óvini og að hann væri í hættu. Hann er þó sagður hafa viljað fylgja samkomulaginu sem hann gerði við Pútín og Patrúsjev. Rolf Mowatt-Larssen, fyrrverandi yfirmaður CIA í Rússlandi, segir nokkuð ljóst að Prígósjín hafi verið undir stífu eftirliti. Uppreisn hans hafi varpað ljósi á stóra galla í stjórnkerfi Pútíns og mikla óánægju í hernum, þar sem hermenn reyndu ekki að stöðva málaliða Wagner. Forsetinn hafi leyft Prígósjín að lifa meðan fyllt var í þær holur. Á sama tíma var verið að leita aðila sem höfðu aðstoðað Prígósjín. Í upphafi ágúst er Patrúsjev sagður hafa gefið skipun um að aðstoðarmenn sínir ættu að skipuleggja banatilræði gegn Prígósjín. Pútín fékk síðar að sjá þær áætlanir og gaf þeim blessun sína. Þegar áðurnefnd sprengja sprakk undir væng einkaflugvélar Prígósjíns lést hann. Með honum dóu margir af æðstu leiðtogum Wagner, eins og Dmitry Utkin, tveir flugmenn og einn flugþjónn. Eins og áður segir hefur Pútín þvertekið fyrir að hafa komið að dauða auðjöfursins og hefur heitið því að málið verði rannsakað ítarlega.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Handsprengjubrot hafi fundist í líkum í flakinu Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að brot úr handsprengju hafi fundist í líkum fólks sem fórst með flugvél Jevgení Prígósjíns í ágúst. 5. október 2023 18:36 Barist um Wagner-veldið Eftir að rússneski auðjöfurinn og stríðsherrann Jevgení Prígósjín dó í Rússlandi í síðasta mánuði hafa mismunandi fylkingar í Rússlandi barist um yfirráð yfir viðskiptaveldi hans. Barátta þessi fer fram í þremur heimsálfum en verðmætasti hluti veldis Prígósjíns var í Afríku. 8. september 2023 12:45 „Það er allt í lagi“ Myndband, sem talið er eitt það síðasta sem tekið var af rússneska auðjöfrinum Jevgení Prígóshín var birt í gær. Það mun hafa verið tekið upp í Afríku nokkrum dögum áður en hann dó og ræddi hann meðal annars það að fólk hefði áhyggjur af honum og öryggi hans. 31. ágúst 2023 11:05 Ætla ekki að rannsaka flugvélarhrap Prigozhin eftir alþjóðareglum Rússnesk yfirvöld synjuðu ósk brasilískra flugmálayfirvalda um sameiginlega rannsókn eftir alþjóðlegum reglum á því hvað grandaði flugvél Jevgeníj Prigozhin, rússneska málaliðaforingjans, að svo stöddu. Rússar eru ekki skyldugir til þess þó að alþjóðleg flugmálayfirvöld mæli með því. 30. ágúst 2023 08:57 Skipar málaliðum Wagners að sverja hollustueið Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur undirritað tilskipun sem kveður á um að allir starfsmenn Wagner-málaliðahópsins, auk annarra rússneskra málaliðahópa, skuli sverja Rússlandi hollustueið. 26. ágúst 2023 19:16 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Handsprengjubrot hafi fundist í líkum í flakinu Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að brot úr handsprengju hafi fundist í líkum fólks sem fórst með flugvél Jevgení Prígósjíns í ágúst. 5. október 2023 18:36
Barist um Wagner-veldið Eftir að rússneski auðjöfurinn og stríðsherrann Jevgení Prígósjín dó í Rússlandi í síðasta mánuði hafa mismunandi fylkingar í Rússlandi barist um yfirráð yfir viðskiptaveldi hans. Barátta þessi fer fram í þremur heimsálfum en verðmætasti hluti veldis Prígósjíns var í Afríku. 8. september 2023 12:45
„Það er allt í lagi“ Myndband, sem talið er eitt það síðasta sem tekið var af rússneska auðjöfrinum Jevgení Prígóshín var birt í gær. Það mun hafa verið tekið upp í Afríku nokkrum dögum áður en hann dó og ræddi hann meðal annars það að fólk hefði áhyggjur af honum og öryggi hans. 31. ágúst 2023 11:05
Ætla ekki að rannsaka flugvélarhrap Prigozhin eftir alþjóðareglum Rússnesk yfirvöld synjuðu ósk brasilískra flugmálayfirvalda um sameiginlega rannsókn eftir alþjóðlegum reglum á því hvað grandaði flugvél Jevgeníj Prigozhin, rússneska málaliðaforingjans, að svo stöddu. Rússar eru ekki skyldugir til þess þó að alþjóðleg flugmálayfirvöld mæli með því. 30. ágúst 2023 08:57
Skipar málaliðum Wagners að sverja hollustueið Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur undirritað tilskipun sem kveður á um að allir starfsmenn Wagner-málaliðahópsins, auk annarra rússneskra málaliðahópa, skuli sverja Rússlandi hollustueið. 26. ágúst 2023 19:16
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent