Höjlund nálgast þúsund mínútur án marks Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2023 15:45 Rasmus Höjlund bíður enn eftir fyrsta marki sínu í ensku úrvalsdeildinni. Getty Pressan eykst sífellt á Dananum unga Rasmus Höjlund sem enn á eftir að skora sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni, fyrir Manchester United. Höjlund var keyptur fyrir 72 milljónir punda frá Atalanta á Ítalíu í ágúst. Hann hefur reyndar skorað fimm mörk fyrir United en þau komu öll í Meistaradeild Evrópu, og reyndust „tilgangslaus“ því liðið féll þar út í riðlakeppninni. Höjlund hefur einnig raðað inn mörkum fyrir danska landsliðið og var á meðal markahæstu manna í undankeppni EM í ár, með sjö mörk. Í ensku úrvalsdeildinni er sagan hins vegar allt önnur og eftir að hafa klúðrað góðu færi gegn Liverpool um síðustu helgi er Höjlund búinn aðs pila 888 mínútur í deildinni án þess að skora mark. Skori hann ekki gegn West Ham í hádeginu á morgun gæti 1.000 mínútna múrinn fallið gegn Aston Villa á öðrum degi jóla. Enginn skorað í síðustu þremur leikjum Reyndar hefur engum leikmanna United tekist að skora í síðustu þremur leikjum liðsins; jafnteflinu við Liverpool og töpunum gegn Bayern München og Bournemouth. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, var spurður út í vandann á blaðamannafundi í dag. „Þetta snýst ekki bara um Rasmus Höjlund. Þetta snýst líka um Marcus Rashford, Alejandro Garnacho, Bruno Fernandes, Scott McTominay og Antony - ekki gleyma bakvörðunum okkar. Við vinnum í þessu sem hópur. Sóknarleikmenn verða að leggja sitt að mörkum. Þegar það næst betra jafnvægi í hópnum við það að leikmenn snúa aftur þá ættum við að geta búið til fleiri færi,“ sagði Ten Hag. „Við vitum að við verðum að bæta okkur og við getum það svo sannarlega. Við spiluðum mjög vel gegn Bayern og Liverpool. Þetta snýst ekki um einhvern einn leikmann, heldur um allan hópinn. Mín hugmyndafræði gengur út á það að við sækjum á ellefu mönnum,“ sagði stjórinn og bætti við: „Við verðum að hreyfa okkur betur, ákvarðanirnar þegar við erum með boltann þurfa að vera betri, og stundum þurfum við að nýta færin betur. Besta færið á móti Liverpool var okkar.“ Lindelöf í aðgerð Ten Hag greindi jafnframt frá því að sænski miðvörðurinn Victor Lindelöf hefði gengist undir aðgerð og yrði frá keppni næstu tvær vikurnar. Harry Maguire er einnig meiddur en mun brátt snúa aftur. Casemiro, Mason Mount og Lisandro Martinez snúa hins vegar ekki aftur fyrr en um miðjan janúar. Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Höjlund var keyptur fyrir 72 milljónir punda frá Atalanta á Ítalíu í ágúst. Hann hefur reyndar skorað fimm mörk fyrir United en þau komu öll í Meistaradeild Evrópu, og reyndust „tilgangslaus“ því liðið féll þar út í riðlakeppninni. Höjlund hefur einnig raðað inn mörkum fyrir danska landsliðið og var á meðal markahæstu manna í undankeppni EM í ár, með sjö mörk. Í ensku úrvalsdeildinni er sagan hins vegar allt önnur og eftir að hafa klúðrað góðu færi gegn Liverpool um síðustu helgi er Höjlund búinn aðs pila 888 mínútur í deildinni án þess að skora mark. Skori hann ekki gegn West Ham í hádeginu á morgun gæti 1.000 mínútna múrinn fallið gegn Aston Villa á öðrum degi jóla. Enginn skorað í síðustu þremur leikjum Reyndar hefur engum leikmanna United tekist að skora í síðustu þremur leikjum liðsins; jafnteflinu við Liverpool og töpunum gegn Bayern München og Bournemouth. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, var spurður út í vandann á blaðamannafundi í dag. „Þetta snýst ekki bara um Rasmus Höjlund. Þetta snýst líka um Marcus Rashford, Alejandro Garnacho, Bruno Fernandes, Scott McTominay og Antony - ekki gleyma bakvörðunum okkar. Við vinnum í þessu sem hópur. Sóknarleikmenn verða að leggja sitt að mörkum. Þegar það næst betra jafnvægi í hópnum við það að leikmenn snúa aftur þá ættum við að geta búið til fleiri færi,“ sagði Ten Hag. „Við vitum að við verðum að bæta okkur og við getum það svo sannarlega. Við spiluðum mjög vel gegn Bayern og Liverpool. Þetta snýst ekki um einhvern einn leikmann, heldur um allan hópinn. Mín hugmyndafræði gengur út á það að við sækjum á ellefu mönnum,“ sagði stjórinn og bætti við: „Við verðum að hreyfa okkur betur, ákvarðanirnar þegar við erum með boltann þurfa að vera betri, og stundum þurfum við að nýta færin betur. Besta færið á móti Liverpool var okkar.“ Lindelöf í aðgerð Ten Hag greindi jafnframt frá því að sænski miðvörðurinn Victor Lindelöf hefði gengist undir aðgerð og yrði frá keppni næstu tvær vikurnar. Harry Maguire er einnig meiddur en mun brátt snúa aftur. Casemiro, Mason Mount og Lisandro Martinez snúa hins vegar ekki aftur fyrr en um miðjan janúar.
Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira