„Troðið í ykkur klökum og haldið helvítis kjafti“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2023 10:57 Izhar Cohen, söngvari, vandaði Íslendingum ekki kveðjurnar í nýlegu viðtali. Izhar Cohen, sem vann Eurovision fyrir hönd Ísrael árið 1978, segir Ísraela vita að Íslendingum sé illa við þá. Íslendingar hafi sýnt það þegar söngvakeppnin fór fram í Tel Aviv og íslenski hópurinn hafi umgengst öfgafulla Palestínumenn og stutt hryðjuverkastarfsemi gegn Ísraelum. Þetta er meðal þess sem Cohen sagði í nýlegu viðtali á Channel 13 í Ísrael. Var þar verið að ræða um ákall margra hér á Íslandi eftir því að Ísraelum verði meinað að taka þátt í Eurovision á næsta ári, annars taki Ísland ekki þátt. Er það vegna átakanna á Gasaströndinni, sem kostað hafa yfir tuttugu þúsund Palestínumenn lífið. „Þið berjist fyrir mannréttindum allra í heiminum, nema fyrir mannréttindum Ísraela, fyrir mannréttindum gyðinga,“ sagði Cohen. „Þess vegna eru þið gyðingahatarar.“ Ríkisútvarpið sagði áður frá ummælum Cohen. Cohen sagði Íslendinga vita ekkert um Ísrael og Ísraela. Við hefðum innbyrt mikið af lygum og áróðri Palestínumanna. Sagði hann Íslendinga ekki gera neitt annað en að öskra og öskra. Þá lagði hann til að í stað þess að bera pólitískar skoðanir okkar inn á svið söngvakeppninnar ættu Íslendingar að mæta með gott lag og vinna keppnina. „Þannig munum við eftir ykkur. Hvar eru þið? Einhversstaðar við norðurpólinn, er það ekki? Eitthvað með ís og eld. Annars getið þið bara haldið áfram að gelta.“ Cohen sagði að Ísraelar yrðu áfram í Ísrael í fimmtíu þúsund ár. sama hvað Íslendingum finnist um það. „Það er mikið af klaka á Íslandi, er það ekki? Troðið í ykkur klökum og haldið helvítis kjafti! Ísrael tólf stig og Ísland núll,“ sagði Cohen við góðar undirtektir þáttastjórnendans. Hér að neðan má sjá lag Cohen frá 1978. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Tengdar fréttir Þurfa að stíga yfir lík barna til að aðstoða börn sem deyja hvort eð er Natalie Thurtle, ástralskur læknir sem hefur haft umsjón með störfum Lækna án landamæra á Gasa, segir gríðarlegan fjölda barna hafa látist síðustu vikur eða hlotið skaða fyrir lífstíð. 21. desember 2023 07:06 Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13 Gíslarnir héldu á hvítum fánum þegar þeir voru drepnir Gíslarnir þrír ísraelsku sem voru drepnir af ísraelskum hermönnum í Gasa í gær héldu á heimatilbúnum hvítum fánum þegar hermennirnir skutu á þá, samkvæmt ísraelska hernum. 16. desember 2023 12:56 Varar við hruni hjálparstarfs á Gasaströndinni Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar. 14. desember 2023 10:46 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Cohen sagði í nýlegu viðtali á Channel 13 í Ísrael. Var þar verið að ræða um ákall margra hér á Íslandi eftir því að Ísraelum verði meinað að taka þátt í Eurovision á næsta ári, annars taki Ísland ekki þátt. Er það vegna átakanna á Gasaströndinni, sem kostað hafa yfir tuttugu þúsund Palestínumenn lífið. „Þið berjist fyrir mannréttindum allra í heiminum, nema fyrir mannréttindum Ísraela, fyrir mannréttindum gyðinga,“ sagði Cohen. „Þess vegna eru þið gyðingahatarar.“ Ríkisútvarpið sagði áður frá ummælum Cohen. Cohen sagði Íslendinga vita ekkert um Ísrael og Ísraela. Við hefðum innbyrt mikið af lygum og áróðri Palestínumanna. Sagði hann Íslendinga ekki gera neitt annað en að öskra og öskra. Þá lagði hann til að í stað þess að bera pólitískar skoðanir okkar inn á svið söngvakeppninnar ættu Íslendingar að mæta með gott lag og vinna keppnina. „Þannig munum við eftir ykkur. Hvar eru þið? Einhversstaðar við norðurpólinn, er það ekki? Eitthvað með ís og eld. Annars getið þið bara haldið áfram að gelta.“ Cohen sagði að Ísraelar yrðu áfram í Ísrael í fimmtíu þúsund ár. sama hvað Íslendingum finnist um það. „Það er mikið af klaka á Íslandi, er það ekki? Troðið í ykkur klökum og haldið helvítis kjafti! Ísrael tólf stig og Ísland núll,“ sagði Cohen við góðar undirtektir þáttastjórnendans. Hér að neðan má sjá lag Cohen frá 1978.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Tengdar fréttir Þurfa að stíga yfir lík barna til að aðstoða börn sem deyja hvort eð er Natalie Thurtle, ástralskur læknir sem hefur haft umsjón með störfum Lækna án landamæra á Gasa, segir gríðarlegan fjölda barna hafa látist síðustu vikur eða hlotið skaða fyrir lífstíð. 21. desember 2023 07:06 Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13 Gíslarnir héldu á hvítum fánum þegar þeir voru drepnir Gíslarnir þrír ísraelsku sem voru drepnir af ísraelskum hermönnum í Gasa í gær héldu á heimatilbúnum hvítum fánum þegar hermennirnir skutu á þá, samkvæmt ísraelska hernum. 16. desember 2023 12:56 Varar við hruni hjálparstarfs á Gasaströndinni Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar. 14. desember 2023 10:46 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Þurfa að stíga yfir lík barna til að aðstoða börn sem deyja hvort eð er Natalie Thurtle, ástralskur læknir sem hefur haft umsjón með störfum Lækna án landamæra á Gasa, segir gríðarlegan fjölda barna hafa látist síðustu vikur eða hlotið skaða fyrir lífstíð. 21. desember 2023 07:06
Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13
Gíslarnir héldu á hvítum fánum þegar þeir voru drepnir Gíslarnir þrír ísraelsku sem voru drepnir af ísraelskum hermönnum í Gasa í gær héldu á heimatilbúnum hvítum fánum þegar hermennirnir skutu á þá, samkvæmt ísraelska hernum. 16. desember 2023 12:56
Varar við hruni hjálparstarfs á Gasaströndinni Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar. 14. desember 2023 10:46
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent