Enski boltinn

„Honum verður pakkað inn í bóm­ull“

Dagur Lárusson skrifar
Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool.
Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool. vísir/getty

Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, segir að Joe Gomez sé nú eini leikmaður liðsins sem getur leyst vinstri bakvarðar stöðuna.

Vinstri bakverðir liðsins, þeir Andy Robertsson og Kostas Tsimikas, eru báðir fjarri góðu gamni en sá síðarnefndi meiddist gegn Arsenal í síðasta leik liðsins. Joe Gomez kom inn á fyrir Kostas í leiknum en Klopp segir nú að Gomez sé eini leikmaður liðsins sem geti leyst stöðuna eins og staðan er nú.

„Joe mun þurfa að spila alla leikina fyrir liðið um ókomna tíð. Robertson mun koma til baka eftir nokkrar vikur og Kostas mun vera frá í þó nokkurn tíma og þess vegna verðum við að bíða og sjá,“ byrjaði Klopp að segja.

„Ef ég á að vera hreinskilinn við ykkur þá er ég ekkki búinn að hugsa þetta í gegn og þið verðið að afsaka það. Ég er auðvitað pirraður á þessu en þetta er hluti af leiknum en meiðslin hjá Kostas eru mjög pirrandi þar sem þannig meiðsli taka langan tíma,“ hélt Klopp áfram að segja.

„Meiðslin hjá Robertson taka einnig langan tíma þannig auðvitað er ég smá pirraður. En þangað til eitthvað breytist þá mun Joe spila þarna og ég mun sjá til þess að honum verði pakkað inn í bómull eftir hvern einasta leik,“ endaði Klopp að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×