Tvö sjálfsmörk skoruð í nýliðaslagnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. desember 2023 16:59 Jack Robinson reyndi að hreinsa burt eftir horn en skallaði í öfuga átt. George Wood/Getty Images) Einn dramatískasti leikur tímabilsins fór fram milli nýliða ensku úrvalsdeildarinnar, Sheffield United og Luton Town. Allt stefndi í endurkomusigur Sheffield manna en þeir settu boltann óvart í eigið net, tvisvar á skömmum tíma, og gáfu Luton 2-3 sigur. Luton byrjaði leikinn vel og tóku snemma forystuna með góðu marki frá Alfie Doughty. Sheffield United svaraði mótlætinu vel, leikmenn stigu vel upp undir lok hálfleiksins og tóku völdin í leiknum. Þeir voru óheppnir að jafna ekki áður en gengið var til búningsherbergja, en gerðu það svo á 61. mínútu. James McAtee gaf fastan bolta fyrir sem skoppaði af varnarmanni fyrir fætur Oliver McBurnie sem kom honum yfir línuna. Örskömmu síðar gaf McBurnie boltann svo sjálfur fyrir markið á varamanninn Max Lowe sem skaut í varnarmann. James McAtee og Nathan Archer skutu sínum skotum svo báðir í varnarmann líka áður en Anel Ahmedhodzic kom honum loks í netið. Sheffield United have turned it around! 😲They LEAD against Luton Town 💥 pic.twitter.com/tV10K8fr8v— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 26, 2023 Afar óheppilegt mark fyrir Luton eftir að hafa varist svo vel. Heppnin átti þó eftir að vera með þeim í liði þegar Sheffield United setti boltann tvisvar í eigið net með stuttu millibili. Jack Robinson varð fyrri til þegar hann reyndi að hreinsa hornspyrnu Luton burt en skallaði boltann aftur fyrir sig í eigið mark. Anis Ben Slimane gerði svo slíkt hið sama þegar hann reyndi að sparka fyrirgjöf Luton burt. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 2-3 sigur Luton Town. Another own-goal and Luton lead 3-2! 🤯 pic.twitter.com/j7ezqZ5fHV— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 26, 2023 Bournemouth vann samtímis öruggan 3-0 sigur gegn Fulham. Alex Scott stórkostlegan sprett upp völlinn rétt fyrir hálfleik, sólaði sig framhjá þremur varnarmönnum, lagði boltann svo til hliðar á Justin Kluivert sem kom heimamönnum marki yfir. Dominic Solanke hélt svo áfram að bæta við markareikning sinn þegar hann skoraði örugglega úr vítaspyrnu á 60. mínútu. Hann er nú kominn með átta mörk í síðustu sjö deildarleikjum, alls tólf á tímabilinu. Luis Sinisterra skoraði svo þriðja mark Bournemouth og innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. 12 Premier League goals for Dominic Solanke this season ♨️ pic.twitter.com/fVAPVDLRPT— B/R Football (@brfootball) December 26, 2023 Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Luton byrjaði leikinn vel og tóku snemma forystuna með góðu marki frá Alfie Doughty. Sheffield United svaraði mótlætinu vel, leikmenn stigu vel upp undir lok hálfleiksins og tóku völdin í leiknum. Þeir voru óheppnir að jafna ekki áður en gengið var til búningsherbergja, en gerðu það svo á 61. mínútu. James McAtee gaf fastan bolta fyrir sem skoppaði af varnarmanni fyrir fætur Oliver McBurnie sem kom honum yfir línuna. Örskömmu síðar gaf McBurnie boltann svo sjálfur fyrir markið á varamanninn Max Lowe sem skaut í varnarmann. James McAtee og Nathan Archer skutu sínum skotum svo báðir í varnarmann líka áður en Anel Ahmedhodzic kom honum loks í netið. Sheffield United have turned it around! 😲They LEAD against Luton Town 💥 pic.twitter.com/tV10K8fr8v— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 26, 2023 Afar óheppilegt mark fyrir Luton eftir að hafa varist svo vel. Heppnin átti þó eftir að vera með þeim í liði þegar Sheffield United setti boltann tvisvar í eigið net með stuttu millibili. Jack Robinson varð fyrri til þegar hann reyndi að hreinsa hornspyrnu Luton burt en skallaði boltann aftur fyrir sig í eigið mark. Anis Ben Slimane gerði svo slíkt hið sama þegar hann reyndi að sparka fyrirgjöf Luton burt. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 2-3 sigur Luton Town. Another own-goal and Luton lead 3-2! 🤯 pic.twitter.com/j7ezqZ5fHV— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 26, 2023 Bournemouth vann samtímis öruggan 3-0 sigur gegn Fulham. Alex Scott stórkostlegan sprett upp völlinn rétt fyrir hálfleik, sólaði sig framhjá þremur varnarmönnum, lagði boltann svo til hliðar á Justin Kluivert sem kom heimamönnum marki yfir. Dominic Solanke hélt svo áfram að bæta við markareikning sinn þegar hann skoraði örugglega úr vítaspyrnu á 60. mínútu. Hann er nú kominn með átta mörk í síðustu sjö deildarleikjum, alls tólf á tímabilinu. Luis Sinisterra skoraði svo þriðja mark Bournemouth og innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. 12 Premier League goals for Dominic Solanke this season ♨️ pic.twitter.com/fVAPVDLRPT— B/R Football (@brfootball) December 26, 2023
Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira