Ratcliffe svarar ósáttum stuðningsmönnum: „Breytingar munu taka tíma“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. desember 2023 20:31 Sir Jim Ratcliffe, nýjasti eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United. Bryn Lennon/Getty Images Sir Jim Ratcliffe sendi frá sér opið bréf til stuðningsmanna þar sem hann svaraði yfirlýsingu MUST (Manchester United Supporters Trust). Ratcliffe gekk í fyrradag frá kaupum á 25% hlut í Manchester United, samkvæmt skilmálum samningsins tekur hann yfir daglegan rekstur félagsins og stýrir framtíðaráformum þess. Stuðningsmannaklúbbur félagsins sendi frá sér yfirlýsingu síðar um kvöldið þar sem látið var í ljós blendnar tilfinningar um kaupin, þá sérstaklega í ljósi þess að Glazer fjölskyldan er ekki alveg horfin á brott og heldur ennþá stórum hlut í félaginu. Þeir sögðu mörgum spurningum enn ósvarað um framtíð félagsins. Ratcliffe svaraði bréfi þeirra í dag, þar óskaði hann eftir biðlund og þolinmæði, hann axlaði fulla ábyrgð sem forustymaður félagsins og sagði mikinn metnað búa í brjósti sér að koma Manchester United aftur í fremstu röð. „Kæru stuðningsmenn, ég skrifa til ykkar allra í ljósi þeirra gríðarstóru áhrifa sem aðdáendur hafa á framtíð félagsins á sama tíma og við öxlum ábyrgð sem forráðamenn félagsins fyrir ykkar hönd. Ég trúi því að við getum náðum árangri inni á vellinum til bætingar við þann fjárhagslega árangur sem náðst hefur. Það mun taka tíma... Þið eruð metnaðarfull og það erum við líka. Ekkert er öruggt í íþróttum og breytingar munu taka tíma en við erum hér til framtíðar og viljum í sameiningu lyfta Manchester United aftur upp í hæstu hæðir þar sem félagið á heima.“ Ratcliffe bætti því svo við að líkt og með alla samninga þyrfti samþykki frá stjórn úrvalsdeildarinnar, sem tekur að jafnaði 6-8 vikur, og sagði stuðningsmönnum að engum áætlunum yrði hrint í framkvæmd fyrr en það væri frágengið. Enski boltinn Tengdar fréttir Ratcliffe klárar kaupin og tekur yfir rekstur félagsins Manchester United hefur staðfest sölu á 25% hlut í félaginu. Jim Ratcliffe mun taka yfir rekstur félagsins og hefur skuldbundið sig í 300$ milljóna fjárfestingu. 24. desember 2023 16:53 Ratcliffe búinn að finna manninn sem á að laga félagaskiptin hjá United Sir Jim Ratcliffe ku vera búinn að finna manninn sem á að stjórna leikmannakaupum og -sölum hjá Manchester United næstu árin. 19. desember 2023 08:31 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Sjá meira
Ratcliffe gekk í fyrradag frá kaupum á 25% hlut í Manchester United, samkvæmt skilmálum samningsins tekur hann yfir daglegan rekstur félagsins og stýrir framtíðaráformum þess. Stuðningsmannaklúbbur félagsins sendi frá sér yfirlýsingu síðar um kvöldið þar sem látið var í ljós blendnar tilfinningar um kaupin, þá sérstaklega í ljósi þess að Glazer fjölskyldan er ekki alveg horfin á brott og heldur ennþá stórum hlut í félaginu. Þeir sögðu mörgum spurningum enn ósvarað um framtíð félagsins. Ratcliffe svaraði bréfi þeirra í dag, þar óskaði hann eftir biðlund og þolinmæði, hann axlaði fulla ábyrgð sem forustymaður félagsins og sagði mikinn metnað búa í brjósti sér að koma Manchester United aftur í fremstu röð. „Kæru stuðningsmenn, ég skrifa til ykkar allra í ljósi þeirra gríðarstóru áhrifa sem aðdáendur hafa á framtíð félagsins á sama tíma og við öxlum ábyrgð sem forráðamenn félagsins fyrir ykkar hönd. Ég trúi því að við getum náðum árangri inni á vellinum til bætingar við þann fjárhagslega árangur sem náðst hefur. Það mun taka tíma... Þið eruð metnaðarfull og það erum við líka. Ekkert er öruggt í íþróttum og breytingar munu taka tíma en við erum hér til framtíðar og viljum í sameiningu lyfta Manchester United aftur upp í hæstu hæðir þar sem félagið á heima.“ Ratcliffe bætti því svo við að líkt og með alla samninga þyrfti samþykki frá stjórn úrvalsdeildarinnar, sem tekur að jafnaði 6-8 vikur, og sagði stuðningsmönnum að engum áætlunum yrði hrint í framkvæmd fyrr en það væri frágengið.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ratcliffe klárar kaupin og tekur yfir rekstur félagsins Manchester United hefur staðfest sölu á 25% hlut í félaginu. Jim Ratcliffe mun taka yfir rekstur félagsins og hefur skuldbundið sig í 300$ milljóna fjárfestingu. 24. desember 2023 16:53 Ratcliffe búinn að finna manninn sem á að laga félagaskiptin hjá United Sir Jim Ratcliffe ku vera búinn að finna manninn sem á að stjórna leikmannakaupum og -sölum hjá Manchester United næstu árin. 19. desember 2023 08:31 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Sjá meira
Ratcliffe klárar kaupin og tekur yfir rekstur félagsins Manchester United hefur staðfest sölu á 25% hlut í félaginu. Jim Ratcliffe mun taka yfir rekstur félagsins og hefur skuldbundið sig í 300$ milljóna fjárfestingu. 24. desember 2023 16:53
Ratcliffe búinn að finna manninn sem á að laga félagaskiptin hjá United Sir Jim Ratcliffe ku vera búinn að finna manninn sem á að stjórna leikmannakaupum og -sölum hjá Manchester United næstu árin. 19. desember 2023 08:31