Keypti Porsche handa konu liðsfélaga síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2023 09:30 Ashley Kelly með Joe Kelly og börnunum. Til hliðar er Shohei Ohtani með treyju númer sautján. Samsett/@ashleynicokelly og AP Hann var eftirsóttur og fékk stærsta samning sögunnar. Hann var líka mjög þakklátur einni konu. Shohei Ohtani skrifaði undir tíu ára samning við Los Angeles Dodgers hafnaboltaliðið í byrjun desember og fær hann samtals sjö hundruð milljónir Bandaríkjadala fyrir. Þetta er stærsti samningur sögunnar og þarna er eitt Los Angeles félag, Dodgers, að stela leikmanni frá öðru Los Angeles liði, Angels, þar sem Ohtani hefur spilað fyrstu fimm árin sín í Bandaríkjunum. Shohei Ohtani gifts Porsche to wife of Dodgers teammate Joe Kelly for viral jersey number campaign https://t.co/pLB8EsHDhK pic.twitter.com/FHhH59DCFT— New York Post (@nypost) December 24, 2023 Ohtani er frábær leikmaður. Hann var samningslaus og bandarísku félögin kepptust við að bjóða honum lúxussamninga. Hann valdi að lokum Dodgers liðið enda erfitt að hafna 96 milljörðum króna. Ein af þeim sem barðist hvað mest fyrir því að fá Ohtani til Dodgers var Ashley Kelly. Hún er gift Joe Kelly leikmanni Dodgers liðsins. Ashley kom myllumerkinu #Ohtake17 á flug á samfélagsmiðlum. Hún vildi að Ohtani tæki treyjunúmerið af eiginmanninum sínum. Hún gekk meira að segja svo langt að segja að þau myndi skíra son sinn Kai Shokai ef hann myndi semja við Dodgers. Svo fór á endanum að Ohtani valdi Los Angeles Dodgers fram yfir öll hin áhugasömu liðin og fékk að auki treyju númer sautján frá Kelly sem færði sig yfir í 99 í staðinn. Ohtani var mjög þakklátur fyrir framtak Ashley og ákvað að færa henni gjöf. Það var engin smágjöf. Dodgers sýndi frá því á samfélagsmiðlum sínum þegar Ashley opnar dyrnar og sér nýjan silfraðan Porsche fyrir utan húsið. „Þetta er þinn bíll... kveðja Shohei,“ var skrifað undir. Ohtani keypti því Porsche bíl handa konu liðsfélaga síns. It s yours from Shohei. Shohei gifted Joe Kelly s wife Ashley with a new car for her Ohtake17 campaign. pic.twitter.com/Vsb3PqMthF— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) December 24, 2023 Hafnabolti Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Shohei Ohtani skrifaði undir tíu ára samning við Los Angeles Dodgers hafnaboltaliðið í byrjun desember og fær hann samtals sjö hundruð milljónir Bandaríkjadala fyrir. Þetta er stærsti samningur sögunnar og þarna er eitt Los Angeles félag, Dodgers, að stela leikmanni frá öðru Los Angeles liði, Angels, þar sem Ohtani hefur spilað fyrstu fimm árin sín í Bandaríkjunum. Shohei Ohtani gifts Porsche to wife of Dodgers teammate Joe Kelly for viral jersey number campaign https://t.co/pLB8EsHDhK pic.twitter.com/FHhH59DCFT— New York Post (@nypost) December 24, 2023 Ohtani er frábær leikmaður. Hann var samningslaus og bandarísku félögin kepptust við að bjóða honum lúxussamninga. Hann valdi að lokum Dodgers liðið enda erfitt að hafna 96 milljörðum króna. Ein af þeim sem barðist hvað mest fyrir því að fá Ohtani til Dodgers var Ashley Kelly. Hún er gift Joe Kelly leikmanni Dodgers liðsins. Ashley kom myllumerkinu #Ohtake17 á flug á samfélagsmiðlum. Hún vildi að Ohtani tæki treyjunúmerið af eiginmanninum sínum. Hún gekk meira að segja svo langt að segja að þau myndi skíra son sinn Kai Shokai ef hann myndi semja við Dodgers. Svo fór á endanum að Ohtani valdi Los Angeles Dodgers fram yfir öll hin áhugasömu liðin og fékk að auki treyju númer sautján frá Kelly sem færði sig yfir í 99 í staðinn. Ohtani var mjög þakklátur fyrir framtak Ashley og ákvað að færa henni gjöf. Það var engin smágjöf. Dodgers sýndi frá því á samfélagsmiðlum sínum þegar Ashley opnar dyrnar og sér nýjan silfraðan Porsche fyrir utan húsið. „Þetta er þinn bíll... kveðja Shohei,“ var skrifað undir. Ohtani keypti því Porsche bíl handa konu liðsfélaga síns. It s yours from Shohei. Shohei gifted Joe Kelly s wife Ashley with a new car for her Ohtake17 campaign. pic.twitter.com/Vsb3PqMthF— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) December 24, 2023
Hafnabolti Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira