Keypti Porsche handa konu liðsfélaga síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2023 09:30 Ashley Kelly með Joe Kelly og börnunum. Til hliðar er Shohei Ohtani með treyju númer sautján. Samsett/@ashleynicokelly og AP Hann var eftirsóttur og fékk stærsta samning sögunnar. Hann var líka mjög þakklátur einni konu. Shohei Ohtani skrifaði undir tíu ára samning við Los Angeles Dodgers hafnaboltaliðið í byrjun desember og fær hann samtals sjö hundruð milljónir Bandaríkjadala fyrir. Þetta er stærsti samningur sögunnar og þarna er eitt Los Angeles félag, Dodgers, að stela leikmanni frá öðru Los Angeles liði, Angels, þar sem Ohtani hefur spilað fyrstu fimm árin sín í Bandaríkjunum. Shohei Ohtani gifts Porsche to wife of Dodgers teammate Joe Kelly for viral jersey number campaign https://t.co/pLB8EsHDhK pic.twitter.com/FHhH59DCFT— New York Post (@nypost) December 24, 2023 Ohtani er frábær leikmaður. Hann var samningslaus og bandarísku félögin kepptust við að bjóða honum lúxussamninga. Hann valdi að lokum Dodgers liðið enda erfitt að hafna 96 milljörðum króna. Ein af þeim sem barðist hvað mest fyrir því að fá Ohtani til Dodgers var Ashley Kelly. Hún er gift Joe Kelly leikmanni Dodgers liðsins. Ashley kom myllumerkinu #Ohtake17 á flug á samfélagsmiðlum. Hún vildi að Ohtani tæki treyjunúmerið af eiginmanninum sínum. Hún gekk meira að segja svo langt að segja að þau myndi skíra son sinn Kai Shokai ef hann myndi semja við Dodgers. Svo fór á endanum að Ohtani valdi Los Angeles Dodgers fram yfir öll hin áhugasömu liðin og fékk að auki treyju númer sautján frá Kelly sem færði sig yfir í 99 í staðinn. Ohtani var mjög þakklátur fyrir framtak Ashley og ákvað að færa henni gjöf. Það var engin smágjöf. Dodgers sýndi frá því á samfélagsmiðlum sínum þegar Ashley opnar dyrnar og sér nýjan silfraðan Porsche fyrir utan húsið. „Þetta er þinn bíll... kveðja Shohei,“ var skrifað undir. Ohtani keypti því Porsche bíl handa konu liðsfélaga síns. It s yours from Shohei. Shohei gifted Joe Kelly s wife Ashley with a new car for her Ohtake17 campaign. pic.twitter.com/Vsb3PqMthF— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) December 24, 2023 Hafnabolti Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Tryggvi með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Sjá meira
Shohei Ohtani skrifaði undir tíu ára samning við Los Angeles Dodgers hafnaboltaliðið í byrjun desember og fær hann samtals sjö hundruð milljónir Bandaríkjadala fyrir. Þetta er stærsti samningur sögunnar og þarna er eitt Los Angeles félag, Dodgers, að stela leikmanni frá öðru Los Angeles liði, Angels, þar sem Ohtani hefur spilað fyrstu fimm árin sín í Bandaríkjunum. Shohei Ohtani gifts Porsche to wife of Dodgers teammate Joe Kelly for viral jersey number campaign https://t.co/pLB8EsHDhK pic.twitter.com/FHhH59DCFT— New York Post (@nypost) December 24, 2023 Ohtani er frábær leikmaður. Hann var samningslaus og bandarísku félögin kepptust við að bjóða honum lúxussamninga. Hann valdi að lokum Dodgers liðið enda erfitt að hafna 96 milljörðum króna. Ein af þeim sem barðist hvað mest fyrir því að fá Ohtani til Dodgers var Ashley Kelly. Hún er gift Joe Kelly leikmanni Dodgers liðsins. Ashley kom myllumerkinu #Ohtake17 á flug á samfélagsmiðlum. Hún vildi að Ohtani tæki treyjunúmerið af eiginmanninum sínum. Hún gekk meira að segja svo langt að segja að þau myndi skíra son sinn Kai Shokai ef hann myndi semja við Dodgers. Svo fór á endanum að Ohtani valdi Los Angeles Dodgers fram yfir öll hin áhugasömu liðin og fékk að auki treyju númer sautján frá Kelly sem færði sig yfir í 99 í staðinn. Ohtani var mjög þakklátur fyrir framtak Ashley og ákvað að færa henni gjöf. Það var engin smágjöf. Dodgers sýndi frá því á samfélagsmiðlum sínum þegar Ashley opnar dyrnar og sér nýjan silfraðan Porsche fyrir utan húsið. „Þetta er þinn bíll... kveðja Shohei,“ var skrifað undir. Ohtani keypti því Porsche bíl handa konu liðsfélaga síns. It s yours from Shohei. Shohei gifted Joe Kelly s wife Ashley with a new car for her Ohtake17 campaign. pic.twitter.com/Vsb3PqMthF— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) December 24, 2023
Hafnabolti Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Tryggvi með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Sjá meira