Allt muni snúast um persónurnar þrjár Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2023 11:49 Solveig Lára Guðmundsdóttir fyrrverandi vígslubiskup á Hólum á leið til Hóladómkirkju þegar eftirmaður hennar, Gísli Gunnarsson, var vígður. Fyrir aftan hana er Agnes M. Sigurðardóttir, fráfarandi biskup Íslands. Árni Gunnarsson, Sauðárkróki Fyrrverandi vígslubiskup á Hólum reiknar með að fleiri prestar verði tilnefndir í biskupskjöri en þeir tveir sem gefið hafa kost á sér til embættisins hingað til. Hún telur presta sammála um að rödd kirkjunnar þurfi að heyrast hærra og það verði þeim efst í huga þegar gengið verður til kosninga. Agnes M. Sigurðardóttir, fráfarandi biskup Íslands, lætur af embætti í vor. Biskupskjör verður haldið í mars og nú yfir jólin tilkynntu tveir prestar að þeir gæfu kost á sér í embættið, þær Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi, og Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. Í biskupskjörinu í mars verður í fyrsta sinn kosið samkvæmt nýjum reglum. Fyrst getur sérhver prestur tilnefnt allt að þrjá kandídata og þeir þrír sem hljóta flestar tilnefningar fara áfram í kjörið sjálft. Solveig Lára Guðmundsdóttir fyrrverandi vígslubiskup á Hólum telur líklegt að fleiri en áðurnefndir tveir prestar verði um hituna. „Ég geri ráð fyrir því að prestar munu tilnefna miklu fleiri heldur en þessar tvær mjög svo ágætu konur, sem eru búnar að gefa það út að þær munu taka tilnefningu, ef þær verði tilnefndar.“ Það er nefnilega ekki sjálfgefið að þeir sem tilnefndir verða taki endilega tilnefningu. Og ekki þarf heldur að gefa sérstaklega kost á sér til að vera tilnefndur. Solveig segist þó ekki hafa heyrt aðra verið orðaða við áhuga á embættinu en þær Helgu og Guðrúnu. Og sjálf hyggst Solveig ekki gefa kost á sér, hún fór á eftirlaun í fyrra. Telur ekki ákall um breytingar Solveig segir skiptar skoðanir á kirkjuþingi um eðli biskupsembættisins, hvort biskup eigi að vera andlegur leiðtogi eða hafa einnig vald yfir mannauðsmálum. „En hins vegar tel ég að biskupskosningarnar komi alls ekki til með að snúast um þetta. Ég er alveg sannfærð um að biskupskosningin muni snúast um þær persónur sem verða þar tilnefndar, hvað þær hafa að segja og hvernig þær koma fram fyrir hönd kirkjunnar.“ Heldurðu að það sé ákall um breytingar fra því sem hefur verið? „Nei, það held ég ekki. Ég held að allir séu sammála um að rödd kirkjunnar þarf að heyrast betur heldur en hún hefur verið undanfarin ár og ég held að það sé það sem við munum koma til með að sameinast um á næstu misserum.“ Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Biskup taki ekki fjármálaákvarðanir Biskup mun ekki taka fjármálaákvarðanir verði tillögur starfshóps á vegum þjóðkirkjunnar samþykktar. Meðlimur hópsins segir að það sé ekki sniðugt að biskup beri ábyrgð á ýmsum fjármálagjörningum innan þjóðkirkjunnar. 19. október 2023 16:40 „Breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök“ Biskup Íslands segist una úrskurði nefndar Þjóðkirkjunnar um að hún hafi ekki umboð til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þrátt fyrir að hafa kært hann til dómstóla. Hún segir alla innan þjóðkirkjunnar verða að stefna í sömu átt til að sigla úr þeim ólgusjó sem hún er stödd í. 17. október 2023 23:00 Biskup mun ekki stíga til hliðar Biskup Íslands mun ekki stíga til hliðar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi metið ákvarðanir hennar eftir síðasta sumar sem „marklausar“. Niðurstaðan verður kærð til héraðsdóms á næstunni. 17. október 2023 11:57 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir, fráfarandi biskup Íslands, lætur af embætti í vor. Biskupskjör verður haldið í mars og nú yfir jólin tilkynntu tveir prestar að þeir gæfu kost á sér í embættið, þær Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi, og Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. Í biskupskjörinu í mars verður í fyrsta sinn kosið samkvæmt nýjum reglum. Fyrst getur sérhver prestur tilnefnt allt að þrjá kandídata og þeir þrír sem hljóta flestar tilnefningar fara áfram í kjörið sjálft. Solveig Lára Guðmundsdóttir fyrrverandi vígslubiskup á Hólum telur líklegt að fleiri en áðurnefndir tveir prestar verði um hituna. „Ég geri ráð fyrir því að prestar munu tilnefna miklu fleiri heldur en þessar tvær mjög svo ágætu konur, sem eru búnar að gefa það út að þær munu taka tilnefningu, ef þær verði tilnefndar.“ Það er nefnilega ekki sjálfgefið að þeir sem tilnefndir verða taki endilega tilnefningu. Og ekki þarf heldur að gefa sérstaklega kost á sér til að vera tilnefndur. Solveig segist þó ekki hafa heyrt aðra verið orðaða við áhuga á embættinu en þær Helgu og Guðrúnu. Og sjálf hyggst Solveig ekki gefa kost á sér, hún fór á eftirlaun í fyrra. Telur ekki ákall um breytingar Solveig segir skiptar skoðanir á kirkjuþingi um eðli biskupsembættisins, hvort biskup eigi að vera andlegur leiðtogi eða hafa einnig vald yfir mannauðsmálum. „En hins vegar tel ég að biskupskosningarnar komi alls ekki til með að snúast um þetta. Ég er alveg sannfærð um að biskupskosningin muni snúast um þær persónur sem verða þar tilnefndar, hvað þær hafa að segja og hvernig þær koma fram fyrir hönd kirkjunnar.“ Heldurðu að það sé ákall um breytingar fra því sem hefur verið? „Nei, það held ég ekki. Ég held að allir séu sammála um að rödd kirkjunnar þarf að heyrast betur heldur en hún hefur verið undanfarin ár og ég held að það sé það sem við munum koma til með að sameinast um á næstu misserum.“
Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Biskup taki ekki fjármálaákvarðanir Biskup mun ekki taka fjármálaákvarðanir verði tillögur starfshóps á vegum þjóðkirkjunnar samþykktar. Meðlimur hópsins segir að það sé ekki sniðugt að biskup beri ábyrgð á ýmsum fjármálagjörningum innan þjóðkirkjunnar. 19. október 2023 16:40 „Breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök“ Biskup Íslands segist una úrskurði nefndar Þjóðkirkjunnar um að hún hafi ekki umboð til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þrátt fyrir að hafa kært hann til dómstóla. Hún segir alla innan þjóðkirkjunnar verða að stefna í sömu átt til að sigla úr þeim ólgusjó sem hún er stödd í. 17. október 2023 23:00 Biskup mun ekki stíga til hliðar Biskup Íslands mun ekki stíga til hliðar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi metið ákvarðanir hennar eftir síðasta sumar sem „marklausar“. Niðurstaðan verður kærð til héraðsdóms á næstunni. 17. október 2023 11:57 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Biskup taki ekki fjármálaákvarðanir Biskup mun ekki taka fjármálaákvarðanir verði tillögur starfshóps á vegum þjóðkirkjunnar samþykktar. Meðlimur hópsins segir að það sé ekki sniðugt að biskup beri ábyrgð á ýmsum fjármálagjörningum innan þjóðkirkjunnar. 19. október 2023 16:40
„Breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök“ Biskup Íslands segist una úrskurði nefndar Þjóðkirkjunnar um að hún hafi ekki umboð til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þrátt fyrir að hafa kært hann til dómstóla. Hún segir alla innan þjóðkirkjunnar verða að stefna í sömu átt til að sigla úr þeim ólgusjó sem hún er stödd í. 17. október 2023 23:00
Biskup mun ekki stíga til hliðar Biskup Íslands mun ekki stíga til hliðar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi metið ákvarðanir hennar eftir síðasta sumar sem „marklausar“. Niðurstaðan verður kærð til héraðsdóms á næstunni. 17. október 2023 11:57