„Munum sitja hér þangað til við sjáum fjölskyldur okkar yfirgefa Gasa“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. desember 2023 13:35 Hópurinn hefur komið sér fyrir fyrir utan Alþingishúsið. Vísir/Lovísa Hópur Palestínumanna á Íslandi sem vill sameinast fjölskyldum sínum sem enn eru á Gasa hefur reist tjöld á Austurvelli fyrir utan Alþingi. Í tilkynningu segjast þau ætla að vera þar þar til þau hafa sameinast ástvinum sínum. Tilkynningin var birt á síðu No Borders Iceland. Þar segist hópurinn hafa fengið umsókn sína samþykkta um vernd frá íslenska ríkinu. Síðan hafi þau sótt um sameiningu við fjölskyldu sína en síðan beðið í eitt og hálft ár án þess að fá svör. „Palestínufólk er ekki einungis að finna langt í burtu, við erum mörg sem búum og vinnum hér á Íslandi. Í morgun reistu nokkur okkar, sem enn hafa líkamlegan og andlegan styrk til, tjöld fyrir utan Alþingi í von um að krafa okkar um fjölskyldusameiningu hljómi hærra og skýrar.“ Án matar, vatns og lífsnauðsynja Hópurinn segir að síðustu áttatíu daga hafi hann haft samband við allar mannréttinda-og ríkisstofnanir hérlendis til að krefjast brottflutnings fjölskyldna þeirra sem fastar séu á Gasa. „Þar sem sprengjum rignir yfir þau, ein og yfirgefin. Þau eru án matar, án vatns og annarra lífsnauðsynja. Við getum ekki sofið inni á hlýju heimili á meðan fjölskyldur okkar eru heimilislausar, við getum ekki borðað og drukkið á meðan þau svelta.“ Hópurinn minnir á að það sé ekki vegna skorts á peningum sem fjölskyldur þeirra hafi ekki aðgang að þessum nauðsynjum. Það sé vegna þess að ekkert vatn og engan mat sé að finna lengur á Gasa. Þau bjóða öllum þeim sem áhuga hafa á því að standa með sér á Austurvelli. „Við munum sitja hér þangað til að við sjáum fjölskyldur okkar yfirgefa Gaza. Öðrum löndum hefur tekist að ná fólki útaf Gaza, jafnvel löndum sem að eru með lítil diplómatísk tengsl við Ísrael og Palestínu hefur tekist það. Við viljum fá fjölskyldur okkar í öruggt skjól.“ Átök í Ísrael og Palestínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Tilkynningin var birt á síðu No Borders Iceland. Þar segist hópurinn hafa fengið umsókn sína samþykkta um vernd frá íslenska ríkinu. Síðan hafi þau sótt um sameiningu við fjölskyldu sína en síðan beðið í eitt og hálft ár án þess að fá svör. „Palestínufólk er ekki einungis að finna langt í burtu, við erum mörg sem búum og vinnum hér á Íslandi. Í morgun reistu nokkur okkar, sem enn hafa líkamlegan og andlegan styrk til, tjöld fyrir utan Alþingi í von um að krafa okkar um fjölskyldusameiningu hljómi hærra og skýrar.“ Án matar, vatns og lífsnauðsynja Hópurinn segir að síðustu áttatíu daga hafi hann haft samband við allar mannréttinda-og ríkisstofnanir hérlendis til að krefjast brottflutnings fjölskyldna þeirra sem fastar séu á Gasa. „Þar sem sprengjum rignir yfir þau, ein og yfirgefin. Þau eru án matar, án vatns og annarra lífsnauðsynja. Við getum ekki sofið inni á hlýju heimili á meðan fjölskyldur okkar eru heimilislausar, við getum ekki borðað og drukkið á meðan þau svelta.“ Hópurinn minnir á að það sé ekki vegna skorts á peningum sem fjölskyldur þeirra hafi ekki aðgang að þessum nauðsynjum. Það sé vegna þess að ekkert vatn og engan mat sé að finna lengur á Gasa. Þau bjóða öllum þeim sem áhuga hafa á því að standa með sér á Austurvelli. „Við munum sitja hér þangað til að við sjáum fjölskyldur okkar yfirgefa Gaza. Öðrum löndum hefur tekist að ná fólki útaf Gaza, jafnvel löndum sem að eru með lítil diplómatísk tengsl við Ísrael og Palestínu hefur tekist það. Við viljum fá fjölskyldur okkar í öruggt skjól.“
Átök í Ísrael og Palestínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira