Ratcliffe má aldrei gagnrýna Glazer-fjölskylduna Sindri Sverrisson skrifar 28. desember 2023 11:00 Laxveiðimaðurinn Jim Ratcliffe er að eignast fjórðungshlut í Manchester United og mun sjá um fótboltalegan rekstur félagsins. Getty/Peter Byrne Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe verður að gæta þess að gagnrýna aldrei opinberlega þá Avram og Joe Glazer, eftir að hafa eignast 25% hlut í enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Tilkynnt var um kaup Ratcliffe á aðfangadag. Glazer-fjölskyldan á áfram meirihluta í félaginu en Ratcliffe mun sjá um fótboltarekstur félagsins, og þar með til dæmis hafa umsjón með kaupum og sölum á leikmönnum. Óhætt er að segja að hin bandaríska Glazer-fjölskylda hafi verið óvinsæl hjá stuðningsmönnum United í gegnum tíðina, eða frá því að hún eignaðist félagið árið 2005. Glazer-fjölskyldan verður hins vegar ekki gagnrýnd af Ratcliffe því samkvæmt frétt The Times er ein af klásúlum kaupsamningsins sú að hann megi það ekki. Að sama skapi má Glazer-fjölskyldan ekki gagnrýna Ratcliffe opinberlega. Þetta kemur fram í skjali sem skilað var inn til kauphallarinnar í New York vegna sölunnar. Sir Jim Ratcliffe and the Glazers agree not to criticise each other under a mutual non-disparagement clause as part of #MUFC deal https://t.co/ShH1JuFUZa— James Ducker (@TelegraphDucker) December 28, 2023 Í skjalinu er einnig staðfest að tveir fulltrúar úr fyrirtæki Ratcliffe, INEOS, taki sæti í stjórn United en það eru þeir Sir Dave Brailsford og Jean-Claude Blanc. Verðið á 25% hlutnum sem Ratcliffe eignaðist er 1.250 milljónir punda, eða jafnvirði um 217 milljarða íslenskra króna. Búist er við að kaupin verði samþykkt af ensku úrvalsdeildinni áður en langt um líður en þó að það sé ekki frágengið munu allar aðgerðir United á félagaskiptamarkaðnum núna í janúar þurfa að njóta samþykkis INEOS. Enski boltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Tilkynnt var um kaup Ratcliffe á aðfangadag. Glazer-fjölskyldan á áfram meirihluta í félaginu en Ratcliffe mun sjá um fótboltarekstur félagsins, og þar með til dæmis hafa umsjón með kaupum og sölum á leikmönnum. Óhætt er að segja að hin bandaríska Glazer-fjölskylda hafi verið óvinsæl hjá stuðningsmönnum United í gegnum tíðina, eða frá því að hún eignaðist félagið árið 2005. Glazer-fjölskyldan verður hins vegar ekki gagnrýnd af Ratcliffe því samkvæmt frétt The Times er ein af klásúlum kaupsamningsins sú að hann megi það ekki. Að sama skapi má Glazer-fjölskyldan ekki gagnrýna Ratcliffe opinberlega. Þetta kemur fram í skjali sem skilað var inn til kauphallarinnar í New York vegna sölunnar. Sir Jim Ratcliffe and the Glazers agree not to criticise each other under a mutual non-disparagement clause as part of #MUFC deal https://t.co/ShH1JuFUZa— James Ducker (@TelegraphDucker) December 28, 2023 Í skjalinu er einnig staðfest að tveir fulltrúar úr fyrirtæki Ratcliffe, INEOS, taki sæti í stjórn United en það eru þeir Sir Dave Brailsford og Jean-Claude Blanc. Verðið á 25% hlutnum sem Ratcliffe eignaðist er 1.250 milljónir punda, eða jafnvirði um 217 milljarða íslenskra króna. Búist er við að kaupin verði samþykkt af ensku úrvalsdeildinni áður en langt um líður en þó að það sé ekki frágengið munu allar aðgerðir United á félagaskiptamarkaðnum núna í janúar þurfa að njóta samþykkis INEOS.
Enski boltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira