Brighton skellti sjóðheitu liði Tottenham 28. desember 2023 21:38 Heung-Min vonsvikinn í leiknum í kvöld. Vísir/Getty Brighton vann góðan 4-2 heimasigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Tilraun Tottenham til endurkomu undir lokin dugði ekki til. Fyrir leikinn í kvöld hafði Tottenham möguleika á því að lyfta sér upp í 3. sætið með sigri en Brighton hefur átt misjöfnu gengi að fagna að undanförnu og voru í 9. sæti fyrir leikinn. Heimamenn byrjuðu hins vegar af miklum krafti. Hinn ungi Jack Hinshelwood kom Brighton yfir á 11. mínútu og Joao Pedro tvöfaldaði forystuna á 23. mínútu úr vítaspyrnu. Staðan í hálfleik 2-0. Á 63. mínútu virtist Pervis Estupinan síðan vera að gera endanlega út um leikinn þegar hann kom Brighton í 3-0 og þegar Pedro kom liðinu í 4-0 úr annarri vítaspyrnu á 76. mínútu stefndi í algjöra niðurlægingu fyrir Tottenham. Þeir gerðu þó tilraun til endurkomu. Alejo Veliz minnkaði muninn í 81. mínútu og Ben Davies bætti öðru marki við fimm mínútum síðar. Þetta dugði þó ekki til. Brighton hélt út og vann að lokum 4-2 sigur. Tottenham er því áfram í 5. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Manchester City en Brighton lyftir sér upp í 8. sætið. Enski boltinn
Brighton vann góðan 4-2 heimasigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Tilraun Tottenham til endurkomu undir lokin dugði ekki til. Fyrir leikinn í kvöld hafði Tottenham möguleika á því að lyfta sér upp í 3. sætið með sigri en Brighton hefur átt misjöfnu gengi að fagna að undanförnu og voru í 9. sæti fyrir leikinn. Heimamenn byrjuðu hins vegar af miklum krafti. Hinn ungi Jack Hinshelwood kom Brighton yfir á 11. mínútu og Joao Pedro tvöfaldaði forystuna á 23. mínútu úr vítaspyrnu. Staðan í hálfleik 2-0. Á 63. mínútu virtist Pervis Estupinan síðan vera að gera endanlega út um leikinn þegar hann kom Brighton í 3-0 og þegar Pedro kom liðinu í 4-0 úr annarri vítaspyrnu á 76. mínútu stefndi í algjöra niðurlægingu fyrir Tottenham. Þeir gerðu þó tilraun til endurkomu. Alejo Veliz minnkaði muninn í 81. mínútu og Ben Davies bætti öðru marki við fimm mínútum síðar. Þetta dugði þó ekki til. Brighton hélt út og vann að lokum 4-2 sigur. Tottenham er því áfram í 5. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Manchester City en Brighton lyftir sér upp í 8. sætið.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti