„Þetta er nútímavítaspyrna“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. desember 2023 18:02 Atvikið þegar Onana fær boltann í höndina í leik Everton og Manchester City í gær. Vísir/Getty Töluverð umræða hefur skapast eftir vítspyrnudóma í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sean Dyche knattspyrnustjóri Everton sagði vítadóminn í leik liðsins gegn Manchester City hafa verið furðulegan. Manchester City vann í gær 3-1 sigur á Everton þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Everton komst í forystu í leiknum en mörk frá Phil Foden, Julian Alvarez og Bernando Silva í síðari hálfleik tryggðu Englands- og Evrópumeisturunum sigurinn. Mark Alvarez kom liði City í 2-1 en markið kom úr umdeildri vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Nathan Ake skaut boltanum í höndina á Amadou Onana. Leikmenn Everton voru ósáttir við vítadóminn og ekki var knattspyrnustjórinn Sean Dyche sáttari. „Þeir voru aldrei að fara að snúa dómnum við“ Fyrrum dómarinn Dermot Gallagher fer yfir atvikið í grein Skysports. Hann segir að Onana hafi ekki tekið boltann viljandi með hendi en vissi að myndbandsdómari myndi aldrei snúa dómnum við eftir að víti var dæmt á vellinum. „Þetta er nútímavíti. Þegar svona atvik gerist er spurningin hvort höndin sé staðsett ofar en öxl eða höfuðið. Þetta er það hátt. Á móti er hægt að spyrja hvort þetta sé of nálægt. Hefur hann einhvern tíma til að bregðast við? Um leið og ég sá endursýninguna sagði ég að það yrði dæmt víti, það var enginn vafi,“ segir Gallagher um atvikið í gær. „Dómarinn dæmdi víti á vellinum vegna fyrirmæla aðstoðardómarans. VAR kannar atvikið en þeir voru aldrei að fara að snúa dómnum við.“ Dermot Gallagher var dómari í ensku úrvalsdeildinni í fjölda ára.Vísir/Getty Gallcher segir að Sean Dyche hafi haft mikið til síns máls eftir leik þegar hann segir að Onana hafi ekki leikið boltanum viljandi með hendi. „Þetta er vandamál sem er búið að búa til fyrir dómarana. Fyrir tímabilið var mest rætt um rangstöðu en núna er það hendi í teignum því það er verið að gera þetta svo nákvæmt. Er hendin í þessari stöðu? Er höndin fyrir ofan höfuð eða fyrir ofan öxl? Af hverju er þetta komið svona langt?“ spyr Gallagher. „Það er búið að gera þetta óþarflega flókið fyrir dómarana og þeir eru orðnir fórnarlömb þessara fyrirmæla. Þess vegna held ég, að á meðan þetta er svona, þá verði svona vítaspyrnur dæmdar. Þetta er næstum orðið eins og í Meistaradeildinni, þeir dæma alltaf víti. Ef þetta hefði verið Meistaradeildarleikur hefði Onana líka fengið gult spjald.“ Segir óhjákvæmilegt að málið verði rætt Þá segir Gallagher að það sé ekki séns að Onana hafi leikið boltanum viljandi með hendi. „Sean segir að þetta hafi ekki verið viljandi. Ég skil það, þetta var það ekki. Það er ekki séns að þetta hafi verið viljandi. En það stendur ekkert um viljandi hendi í reglunum og 90% af vítaspyrnum sem eru dæmdar eru ekki viljandi hvort sem er.“ Hann telur að vítadómar verði til umræðu þegar IFAB (Alþjóða knattspyrnuráðið) hittist í mars. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt. Í hverri viku erum við að ræða svona atvik. Við skoðum svipuð atvik og oftast eru dæmdar vítaspyrnur. Það hafa verið dæmdar miklu fleiri vítaspyrnur núna en áður.“ Enski boltinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Sjá meira
Manchester City vann í gær 3-1 sigur á Everton þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Everton komst í forystu í leiknum en mörk frá Phil Foden, Julian Alvarez og Bernando Silva í síðari hálfleik tryggðu Englands- og Evrópumeisturunum sigurinn. Mark Alvarez kom liði City í 2-1 en markið kom úr umdeildri vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Nathan Ake skaut boltanum í höndina á Amadou Onana. Leikmenn Everton voru ósáttir við vítadóminn og ekki var knattspyrnustjórinn Sean Dyche sáttari. „Þeir voru aldrei að fara að snúa dómnum við“ Fyrrum dómarinn Dermot Gallagher fer yfir atvikið í grein Skysports. Hann segir að Onana hafi ekki tekið boltann viljandi með hendi en vissi að myndbandsdómari myndi aldrei snúa dómnum við eftir að víti var dæmt á vellinum. „Þetta er nútímavíti. Þegar svona atvik gerist er spurningin hvort höndin sé staðsett ofar en öxl eða höfuðið. Þetta er það hátt. Á móti er hægt að spyrja hvort þetta sé of nálægt. Hefur hann einhvern tíma til að bregðast við? Um leið og ég sá endursýninguna sagði ég að það yrði dæmt víti, það var enginn vafi,“ segir Gallagher um atvikið í gær. „Dómarinn dæmdi víti á vellinum vegna fyrirmæla aðstoðardómarans. VAR kannar atvikið en þeir voru aldrei að fara að snúa dómnum við.“ Dermot Gallagher var dómari í ensku úrvalsdeildinni í fjölda ára.Vísir/Getty Gallcher segir að Sean Dyche hafi haft mikið til síns máls eftir leik þegar hann segir að Onana hafi ekki leikið boltanum viljandi með hendi. „Þetta er vandamál sem er búið að búa til fyrir dómarana. Fyrir tímabilið var mest rætt um rangstöðu en núna er það hendi í teignum því það er verið að gera þetta svo nákvæmt. Er hendin í þessari stöðu? Er höndin fyrir ofan höfuð eða fyrir ofan öxl? Af hverju er þetta komið svona langt?“ spyr Gallagher. „Það er búið að gera þetta óþarflega flókið fyrir dómarana og þeir eru orðnir fórnarlömb þessara fyrirmæla. Þess vegna held ég, að á meðan þetta er svona, þá verði svona vítaspyrnur dæmdar. Þetta er næstum orðið eins og í Meistaradeildinni, þeir dæma alltaf víti. Ef þetta hefði verið Meistaradeildarleikur hefði Onana líka fengið gult spjald.“ Segir óhjákvæmilegt að málið verði rætt Þá segir Gallagher að það sé ekki séns að Onana hafi leikið boltanum viljandi með hendi. „Sean segir að þetta hafi ekki verið viljandi. Ég skil það, þetta var það ekki. Það er ekki séns að þetta hafi verið viljandi. En það stendur ekkert um viljandi hendi í reglunum og 90% af vítaspyrnum sem eru dæmdar eru ekki viljandi hvort sem er.“ Hann telur að vítadómar verði til umræðu þegar IFAB (Alþjóða knattspyrnuráðið) hittist í mars. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt. Í hverri viku erum við að ræða svona atvik. Við skoðum svipuð atvik og oftast eru dæmdar vítaspyrnur. Það hafa verið dæmdar miklu fleiri vítaspyrnur núna en áður.“
Enski boltinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Sjá meira