Arsenal setti ótrúlegt en neikvætt met Sindri Sverrisson skrifar 29. desember 2023 07:31 Leikmenn Arsenal fengu ítrekað að komast nálægt marki West Ham en náðu aldrei að koma boltanum í markið. EPA-EFE/TOLGA AKMEN Arsenal-menn misstu af tækifæri til að endurheimta toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöld þegar þeir töpuðu 2-0 á heimavelli gegn West Ham. Þeir sóttu þó vægast sagt mikið í leiknum. Tölfræðiveitan Opta bendir á þá staðreynd að leikmenn Arsenal hafi náð að snerta boltann 77 sinnum í vítateig andstæðinganna, án þess að skora, og að það hafi aldrei áður gerst í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hún var stofnuð árið 1992. 77 - Arsenal had 77 touches in the opposition box against West Ham; the most on record (since 2008-09) in a single Premier League match for a team who failed to score. Blockage. pic.twitter.com/5bw9P8zGHo— OptaJoe (@OptaJoe) December 28, 2023 „Við höfðum yfirburði í 100 mínútur. Við áttum stór augnablik, við vorum með galopna leikmenn í teignum. Ég held að leikmennirnir hafi lagt mikið á sig. Það er erfitt í búningsklefanum núna en við eigum annan leik eftir 72 klukkutíma. Þetta er fótbolti og við þurfum að bæta okkur á ákveðnum sviðum,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal eftir leik, svekktur yfir tapinu sem veldur því að Arsenal er tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool. „Við erum þar sem við erum, mér finnst við vera í mjög góðri stöðu. Mér fannst við ekki fá það sem við áttum skilið í kvöld,“ sagði Arteta en Arsenal átti 30 skot að marki West Ham á móti 6 hjá gestunum. Þá fór Arsenal illa með nokkur góð færi í leiknum. Arteta og hans menn voru einnig svekktir með að fyrra mark West Ham skyldi fá að standa, en erfitt var að greina af sjónvarpsmyndum hvort að boltinn hefði farið út af vellinum í aðdraganda þess að Tomas Soucek skoraði. „Þetta er eins og það er. Tæknin er ekki nægilega góð til að sjá nógu vel hvort boltinn er farinn út af,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Sjá meira
Tölfræðiveitan Opta bendir á þá staðreynd að leikmenn Arsenal hafi náð að snerta boltann 77 sinnum í vítateig andstæðinganna, án þess að skora, og að það hafi aldrei áður gerst í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hún var stofnuð árið 1992. 77 - Arsenal had 77 touches in the opposition box against West Ham; the most on record (since 2008-09) in a single Premier League match for a team who failed to score. Blockage. pic.twitter.com/5bw9P8zGHo— OptaJoe (@OptaJoe) December 28, 2023 „Við höfðum yfirburði í 100 mínútur. Við áttum stór augnablik, við vorum með galopna leikmenn í teignum. Ég held að leikmennirnir hafi lagt mikið á sig. Það er erfitt í búningsklefanum núna en við eigum annan leik eftir 72 klukkutíma. Þetta er fótbolti og við þurfum að bæta okkur á ákveðnum sviðum,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal eftir leik, svekktur yfir tapinu sem veldur því að Arsenal er tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool. „Við erum þar sem við erum, mér finnst við vera í mjög góðri stöðu. Mér fannst við ekki fá það sem við áttum skilið í kvöld,“ sagði Arteta en Arsenal átti 30 skot að marki West Ham á móti 6 hjá gestunum. Þá fór Arsenal illa með nokkur góð færi í leiknum. Arteta og hans menn voru einnig svekktir með að fyrra mark West Ham skyldi fá að standa, en erfitt var að greina af sjónvarpsmyndum hvort að boltinn hefði farið út af vellinum í aðdraganda þess að Tomas Soucek skoraði. „Þetta er eins og það er. Tæknin er ekki nægilega góð til að sjá nógu vel hvort boltinn er farinn út af,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Sjá meira