Öruggt hjá meisturunum gegn botnliðinu 30. desember 2023 16:56 Rodri fagnar marki sínu í leiknum í dag. Vísir/Getty Manchester City vann þægilegan sigur á botnliði Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í dag. City er nú komið uppfyrir Arsenal á markatölu. Fyrir leikinn var ekki búist við miklu af liði Sheffield United sem á dögunum réði Chris Wilder í stöðu knattspyrnustjóra. Enda fór þannig að City réði lögum og lofum á vellinum í dag og átti fremur náðugan dag. Spænski miðjumaðurinn Rodri kom heimaliðinu yfir með góðu skoti strax á 14. mínútu og varnarleikur Sheffield United ekki til útflutnings. City var með fulla stjórn á leiknum og með boltann meira en 80% af leiknum. Staðan í hálfleik 1-0 en þegar Julian Alvarez kom City í 2-0 á 61. mínútu var ljóst var sigurinn myndi lenda. City sigldi stigunum þremur örugglega í höfn og unnu 2-0 sigur. Manchester City er nú komið upp fyrir Arsenal og er í þriðja sæti deildarinnar á markatölu, tveimur stigum á eftir Aston Villa og Liverpool. Sheffield United er enn í neðsta sæti deildarinnar. Enski boltinn
Manchester City vann þægilegan sigur á botnliði Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í dag. City er nú komið uppfyrir Arsenal á markatölu. Fyrir leikinn var ekki búist við miklu af liði Sheffield United sem á dögunum réði Chris Wilder í stöðu knattspyrnustjóra. Enda fór þannig að City réði lögum og lofum á vellinum í dag og átti fremur náðugan dag. Spænski miðjumaðurinn Rodri kom heimaliðinu yfir með góðu skoti strax á 14. mínútu og varnarleikur Sheffield United ekki til útflutnings. City var með fulla stjórn á leiknum og með boltann meira en 80% af leiknum. Staðan í hálfleik 1-0 en þegar Julian Alvarez kom City í 2-0 á 61. mínútu var ljóst var sigurinn myndi lenda. City sigldi stigunum þremur örugglega í höfn og unnu 2-0 sigur. Manchester City er nú komið upp fyrir Arsenal og er í þriðja sæti deildarinnar á markatölu, tveimur stigum á eftir Aston Villa og Liverpool. Sheffield United er enn í neðsta sæti deildarinnar.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti