Ljóst er að um mikla glæsibyggingu er að ræða á einum besta stað landsins sem er nýtt einbýlishúsahverfi sem liggur á mótum Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Þannig er stutt í allar áttir fyrir Guðna að fara, hvort heldur er á Bessastaði eða á forsetaskrifstofuna við Sóleyjargötu.

Húsið stendur við götu sem fengið hefur nafnið Steinprýði, hús Guðna er númer 17 og stendur við enda götunar.
Guðni fékk eina stærstu lóðina við götuna og er hún ekkert smáræði. Lóðin við hliðina er til sölu og er sett á hana eina og sér 60 milljónir. Sú lóð er 1,275 m2, lóð Guðna er talsvert stærri eða 1.619 m2 þannig að hún er verðmætari sem þá því nemur.

Að því gefnu að Guðni hafi greitt sambærilegt verð fyrir sína lóð og sett er á númer 15 hefur hann greitt um það bil 76 milljónir króna fyrir lóðina. En þetta er áætlun.
Þó hús Guðna sé nánast í bakgarði norðurbæjar Hafnarfjarðar, í hrauninu þar, tilheyrir Steinprýði Garðabæ og það var einmitt á fundi bæjarráðs Garðabæjar í maí á þessu ári sem samþykkt var að veita Guðna leyfi til að byggja einbýlishús á reitnum.

Það hvort Guðni gefur kost á sér til endurkjörs til forseta Íslands mun svo liggja fyrir í nýársávarpi hans eftir þrjá daga – fyrr ekki eins og fram kom í svari hans við fyrirspurn Vísis.

