„Sagði Pavel að ég yrði örugglega síðastur til að snúast gegn honum í klefanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2023 08:00 Pavel Ermolinskij ræðir við Pétur Rúnar Birgisson og Sigtrygg Arnar Björnsson. vísir/bára Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Tindastóls, var ekki tilbúinn að fá Pavel Ermolinskij sem þjálfara liðsins sumarið 2022. Hann hafði hins vegar skipt um skoðun um mitt tímabilið. Þetta er meðal þess sem fram kemur í þætti sem verður frumsýndur í kvöld, um Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta karla 2023. Þátturinn er sá fjórði og síðasti sem sýndur er á Stöð 2 Sport yfir jólin og fjalla um Íslandsmeistaralið karla og kvenna í fótbolta og körfubolta 2023. Brot úr þætti kvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en þar er rætt um ráðninguna á Pavel til Tindastóls. Það reyndist góð ákvörðun því Pavel varð fyrstur til að gera Stólana að Íslandsmeisturum. „Pavel kom fyrst upp í umræðuna um sumarið. Þá man ég að Helgi Freyr [Margeirsson, aðstoðarþjálfari Tindastóls] kom og ræddi við mig. Ég man að ég sagði við hann að ég væri eiginlega ekki tilbúinn í það. Pavel væri ekki búinn að þjálfa og ég væri ekki tilbúinn að vera tilraunadýrið hans,“ sagði Pétur í þættinum um Tindastól. „Pavel hringdi svo í janúar og sagði að þetta væri komið langt á leið en hann vili ekki gera þetta nema hann hafi stuðning frá öllum. Hann vilji ekki - ég vona að það sé í lagi að ég segi þetta - taka við nema allir séu tilbúnir að fá hann. Ég sagði honum að ég hefði ekki verið tilbúinn að fá hann í sumar en aðstæðurnar væru allt aðrar núna og ég væri heldur betur tilbúinn að taka slaginn. Ég sagði honum að ég væri örugglega síðasti maðurinn til að snúast gegn honum í klefanum. Hann þurfti ekki að hafa áhyggjur af mér.“ Klippa: Íslandsmeistarar 2023: Tindastóll í Subway deild karla Sigtryggur Arnar Björnsson segir að Pavel hafi einfaldað hlutina hjá Tindastóli. „Við vorum kannski með þrjátíu kerfi áður en hann kom og vorum með 3-4 fjóra myndbandsfundi í viku og þeir voru í tvo tíma. Þetta var galið. Hann sagði bara: Finnum veikleika þeirra og nýtum okkur þá. Hann er ekkert að flækja þetta og vill hafa þetta frekar einfalt,“ sagði Sigtryggur. Tindastóll varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Val í oddaleik á Hlíðarenda, 81-82, 18. maí 2023. Þátturinn um Íslandsmeistara Tindastóls verður frumsýndur klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport í kvöld. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í þætti sem verður frumsýndur í kvöld, um Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta karla 2023. Þátturinn er sá fjórði og síðasti sem sýndur er á Stöð 2 Sport yfir jólin og fjalla um Íslandsmeistaralið karla og kvenna í fótbolta og körfubolta 2023. Brot úr þætti kvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en þar er rætt um ráðninguna á Pavel til Tindastóls. Það reyndist góð ákvörðun því Pavel varð fyrstur til að gera Stólana að Íslandsmeisturum. „Pavel kom fyrst upp í umræðuna um sumarið. Þá man ég að Helgi Freyr [Margeirsson, aðstoðarþjálfari Tindastóls] kom og ræddi við mig. Ég man að ég sagði við hann að ég væri eiginlega ekki tilbúinn í það. Pavel væri ekki búinn að þjálfa og ég væri ekki tilbúinn að vera tilraunadýrið hans,“ sagði Pétur í þættinum um Tindastól. „Pavel hringdi svo í janúar og sagði að þetta væri komið langt á leið en hann vili ekki gera þetta nema hann hafi stuðning frá öllum. Hann vilji ekki - ég vona að það sé í lagi að ég segi þetta - taka við nema allir séu tilbúnir að fá hann. Ég sagði honum að ég hefði ekki verið tilbúinn að fá hann í sumar en aðstæðurnar væru allt aðrar núna og ég væri heldur betur tilbúinn að taka slaginn. Ég sagði honum að ég væri örugglega síðasti maðurinn til að snúast gegn honum í klefanum. Hann þurfti ekki að hafa áhyggjur af mér.“ Klippa: Íslandsmeistarar 2023: Tindastóll í Subway deild karla Sigtryggur Arnar Björnsson segir að Pavel hafi einfaldað hlutina hjá Tindastóli. „Við vorum kannski með þrjátíu kerfi áður en hann kom og vorum með 3-4 fjóra myndbandsfundi í viku og þeir voru í tvo tíma. Þetta var galið. Hann sagði bara: Finnum veikleika þeirra og nýtum okkur þá. Hann er ekkert að flækja þetta og vill hafa þetta frekar einfalt,“ sagði Sigtryggur. Tindastóll varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Val í oddaleik á Hlíðarenda, 81-82, 18. maí 2023. Þátturinn um Íslandsmeistara Tindastóls verður frumsýndur klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport í kvöld.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Sjá meira