Segja Ingu og Flokk fólksins bara víst eiga heiðurinn Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2023 14:03 Inga og Flokkur fólksins segja það bara víst hafa verið svo að Inga hafi rekið málið, þó þakka megi hinum flokkunum í stjórnarandstöðunni hjálpina. vísir/vilhelm Upp er risin sérkennileg deila sem varðar tiltölulega flókna lagasetningu sem miðar að því að ellilífeyrisþegar sem búsettir eru erlendis njóti eftir sem áður persónuafsláttar. Málið snýst um hverjum ber að þakka, hver eigi heiðurinn. Tilkynning hefur borist frá Flokki fólksins þar sem ítrekað er að ef ekki væri fyrir Ingu Sæland og Flokk fólksins væri það nú orðið að lögum að ellilífeyrisþegar nytu ekki lengur persónuafsláttar sem frádrátts af staðgreiðslu. Vísir greindi frá málinu í morgun. Í fréttinni kemur fram að Inga Sæland sé að beita sér og ætli að vaða í það strax í dag; að þetta væri á misskilningi byggt milli skattayfirvalda og TR. „Þetta er alrangt, ég fékk gildistöku laganna frestað á síðasta degi þingsins fyrir jólin, til 1.jan. 2025.“ Inga að eigna sér heiður sem er ekki bara hennar Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, taldi Ingu þarna vera að slá ódýrar pólitískar keilur. „Það er því dapurt að sjá Ingu eigna sér eina þessa breytingu. Einnig, um leið og þessi skilaboð um persónuafsláttinn birtust opinberlega bað fulltrúi Pírata í þingnefndinni nefndina um að láta skattinn vita af breytingunum sem höfðu verið gerðar,“ sagði Björn Leví á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir að Samfylking og Píratar hafi beitt sér í málinu með fullum stuðningi Viðreisnar og Miðflokks. Flokkur fólksins er hins vegar ekki til í að sleppa takinu af þessu máli og þessum heiðri svo auðveldlega. „Það var Flokkur fólksins sem tók utan um umsögn ÖBÍ og fylgdi henni eftir. Það var Inga Sæland sem vakti athygli þingheims á málinu og kallaði eftir því að efnahags- og viðskiptanefnd myndi funda sérstaklega um þessa breytingu. Það var Flokkur fólksins sem lagði fram breytingartillögu um að fella þetta ákvæði úr frumvarpinu,“ segir í tilkynningu flokksins af þessu tilefni. Inga þakkaði stjórnarandstöðunni hjálpina Þar segir jafnframt að breytingartillagan hafi verið kölluð aftur eftir að samkomulag náðist um að fresta gildistöku ákvæðisins um eitt ár. „Það voru greidd atkvæði um greinina sjálfa við 2. umræðu þar sem Píratar voru á gulu.“ Í tilkynningunni segir að vissulega hafi stjórnarandstaðan verið samtaka í að pressa á meirihlutann um að fresta gildistökunni „og eiga Píratar, Samfylking og Viðreisn þar miklar þakkir skildar“. Enda þakki Inga stjórnarandstöðunni fyrir hjálpina þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu við Bandorminn svokallaða laugardaginn 16. desember. En … „án Ingu og Flokks fólksins væri þetta nú þegar orðið að lögum, það er staðreyndin í málinu, burtséð frá öllum meintum pólítískum keilum sem virðist helsta áhyggjuefni háttvirts þingmanns Björns Levís Gunnarssonar.“ Flokkur fólksins Píratar Lífeyrissjóðir Félagsmál Eldri borgarar Íslendingar erlendis Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Tilkynning hefur borist frá Flokki fólksins þar sem ítrekað er að ef ekki væri fyrir Ingu Sæland og Flokk fólksins væri það nú orðið að lögum að ellilífeyrisþegar nytu ekki lengur persónuafsláttar sem frádrátts af staðgreiðslu. Vísir greindi frá málinu í morgun. Í fréttinni kemur fram að Inga Sæland sé að beita sér og ætli að vaða í það strax í dag; að þetta væri á misskilningi byggt milli skattayfirvalda og TR. „Þetta er alrangt, ég fékk gildistöku laganna frestað á síðasta degi þingsins fyrir jólin, til 1.jan. 2025.“ Inga að eigna sér heiður sem er ekki bara hennar Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, taldi Ingu þarna vera að slá ódýrar pólitískar keilur. „Það er því dapurt að sjá Ingu eigna sér eina þessa breytingu. Einnig, um leið og þessi skilaboð um persónuafsláttinn birtust opinberlega bað fulltrúi Pírata í þingnefndinni nefndina um að láta skattinn vita af breytingunum sem höfðu verið gerðar,“ sagði Björn Leví á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir að Samfylking og Píratar hafi beitt sér í málinu með fullum stuðningi Viðreisnar og Miðflokks. Flokkur fólksins er hins vegar ekki til í að sleppa takinu af þessu máli og þessum heiðri svo auðveldlega. „Það var Flokkur fólksins sem tók utan um umsögn ÖBÍ og fylgdi henni eftir. Það var Inga Sæland sem vakti athygli þingheims á málinu og kallaði eftir því að efnahags- og viðskiptanefnd myndi funda sérstaklega um þessa breytingu. Það var Flokkur fólksins sem lagði fram breytingartillögu um að fella þetta ákvæði úr frumvarpinu,“ segir í tilkynningu flokksins af þessu tilefni. Inga þakkaði stjórnarandstöðunni hjálpina Þar segir jafnframt að breytingartillagan hafi verið kölluð aftur eftir að samkomulag náðist um að fresta gildistöku ákvæðisins um eitt ár. „Það voru greidd atkvæði um greinina sjálfa við 2. umræðu þar sem Píratar voru á gulu.“ Í tilkynningunni segir að vissulega hafi stjórnarandstaðan verið samtaka í að pressa á meirihlutann um að fresta gildistökunni „og eiga Píratar, Samfylking og Viðreisn þar miklar þakkir skildar“. Enda þakki Inga stjórnarandstöðunni fyrir hjálpina þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu við Bandorminn svokallaða laugardaginn 16. desember. En … „án Ingu og Flokks fólksins væri þetta nú þegar orðið að lögum, það er staðreyndin í málinu, burtséð frá öllum meintum pólítískum keilum sem virðist helsta áhyggjuefni háttvirts þingmanns Björns Levís Gunnarssonar.“
Flokkur fólksins Píratar Lífeyrissjóðir Félagsmál Eldri borgarar Íslendingar erlendis Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira