Huga að útigangskindum í Borgarfirði - ein vafin í gaddavír Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. desember 2023 13:03 Steinunn segist ekki vera viss um af hvaða bæ kindurnar séu þó hún hafi grun um það. Aðsend Hópur fólks lagði af stað í hádeginu í Þverárhlíð í Borgarfirði til að kynna sér ástand tuttugu kinda, sem eru þar á útigangi og engin virðist hugsa um. Kindurnar eru mjög styggar og ein þeirra öll vafinn í gaddavír. Fólkið fór með hey á staðinn. Boðað var til viðburðarins í gær á Facebook, sem heitir einfaldlega „Björgum kindum í Þverárhlíð í Borgarfirði“ en hópurinn lagði af stað í leiðangurinn klukkan 12:30 frá N1 í Borgarnesi. Steinunn Árnadóttir organgist í Borgarnesi er ein af skipuleggjendum ferðarinnar og þekkir vel til kindanna enda margoft búin að benda á ástand þeirra á samfélagsmiðlum og víðar. „Það er orðið mikið fannfergi þarna og við köllum þetta að það sé jarðbann, þær hafa ekkert fóður og ekkert til að næra sig á og þar eru náttúrulega öll lög um velferð dýra brotin. Þetta eru kindur, sem eiga að vera á húsi, þær eiga að hafa fóður og þær eiga að hafa skjól og það er ekki í boði fyrir þær þó maður sé búin að biðja um það,“ segir Steinunn. Hópurinn ætlar með hey til kindanna og kanna ástand þeirra en þær eru um tuttugu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Steinunn segist ekki vita nákvæmlega hvaðan kindurnar séu en hefur þú grun um af hvaða bæ þær eru, sem er undir eftirliti hjá Matvælastofnun. Hún segir að Borgarbyggð eigi að koma kindunum á hús. „Já, sveitarfélagið á að sjá um að útigangsfé sé smalað en það hefur ekki gert það þó maður hafi beðið um það. Matvælastofnun á að fylgja því eftir að það sé gert. Ég hafði samband við héraðsdýralækni núna í fyrradag og í gær og í gær staðfesti hún það eftir sveitarstjórnaraðila að það væri búið að bregðast við. Það væri búið að smala þessum kindum og koma þeim í skjól og gefa þeim. Ég fór og athugaði hvort það væri rétt og það var ekki rétt og það er mjög slæmt þegar sveitarstjórnaraðilar ljúga til um svona hluti,“ segir Steinunn og bætti við að ein kindin sé öll vafin í gaddavír og að hún sé búin að láta vita af því í mánuð án nokkurra viðbragða. Steinunn Árnadóttir í Borgarnesi með hestinn Sörla en hún er ein af þeim, sem er í forsvari fyrir ferðina í dag til að athuga með kindurnar og líðan þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Viðburðurinn eins og hann var auglýstur Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Boðað var til viðburðarins í gær á Facebook, sem heitir einfaldlega „Björgum kindum í Þverárhlíð í Borgarfirði“ en hópurinn lagði af stað í leiðangurinn klukkan 12:30 frá N1 í Borgarnesi. Steinunn Árnadóttir organgist í Borgarnesi er ein af skipuleggjendum ferðarinnar og þekkir vel til kindanna enda margoft búin að benda á ástand þeirra á samfélagsmiðlum og víðar. „Það er orðið mikið fannfergi þarna og við köllum þetta að það sé jarðbann, þær hafa ekkert fóður og ekkert til að næra sig á og þar eru náttúrulega öll lög um velferð dýra brotin. Þetta eru kindur, sem eiga að vera á húsi, þær eiga að hafa fóður og þær eiga að hafa skjól og það er ekki í boði fyrir þær þó maður sé búin að biðja um það,“ segir Steinunn. Hópurinn ætlar með hey til kindanna og kanna ástand þeirra en þær eru um tuttugu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Steinunn segist ekki vita nákvæmlega hvaðan kindurnar séu en hefur þú grun um af hvaða bæ þær eru, sem er undir eftirliti hjá Matvælastofnun. Hún segir að Borgarbyggð eigi að koma kindunum á hús. „Já, sveitarfélagið á að sjá um að útigangsfé sé smalað en það hefur ekki gert það þó maður hafi beðið um það. Matvælastofnun á að fylgja því eftir að það sé gert. Ég hafði samband við héraðsdýralækni núna í fyrradag og í gær og í gær staðfesti hún það eftir sveitarstjórnaraðila að það væri búið að bregðast við. Það væri búið að smala þessum kindum og koma þeim í skjól og gefa þeim. Ég fór og athugaði hvort það væri rétt og það var ekki rétt og það er mjög slæmt þegar sveitarstjórnaraðilar ljúga til um svona hluti,“ segir Steinunn og bætti við að ein kindin sé öll vafin í gaddavír og að hún sé búin að láta vita af því í mánuð án nokkurra viðbragða. Steinunn Árnadóttir í Borgarnesi með hestinn Sörla en hún er ein af þeim, sem er í forsvari fyrir ferðina í dag til að athuga með kindurnar og líðan þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Viðburðurinn eins og hann var auglýstur
Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira