Innlent

Hádegisfréttir á Bylgjunni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12. Vísir

Svifryksmengun fór langt yfir heilsuverndarmörk í höfuðborginni í nótt. Enginn leitaði þó á bráðamóttöku vegna áhrifa hennar. Við förum yfir málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Þá reið gríðarstór jarðskjálfti yfir Japan í nótt og gefin hefur verið út flóðbylgjuviðvörun, bæði í Japan og Suður-Kóreu. Stjórnvöld segja fregnir hafa borist af því að fólk liggi fasti í húsarústum og 33 þúsund heimili eru rafmagnslaus. 

Margrét Þórhildur Danadrottning tilkynnti í áramótaávarpi sínu í gær að hún muni stíga til hliðar um miðjan mánuð. Sendiherra Íslands í Danmörku segir tilkynninguna hafa varpað sprengju í danskt samfélag. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×