Skoðun

Um­ræða um raf­magns­mál og fleira

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skrifar

Í upphafi þessa greinarkorns verð ég að játa á mig að ég er hvorki lærður né neinn sérfræðngur um rafmagnsmál hér í þessu landi svo sem fallvatnsvirkjanir, vindvirkjanir eða annað slíkt. En mikið hefur verið karpað um rafmagnsskort og þar af leiðandi vanti sárlega að virkja meira ef ekki eigi til að koma jafnvel stórfelldrar rafmagsskömtunar. Eins og þeir vita sem vit hafa á þessum málum telja að ekki taki minna en fjögur til fimm ár að fullgera eina vatnsaflsvirkjun. Og þá kemur hér ein stór spurning sem ég er einfaldlega ekki maður til að svara eins og hér að framan greinir en það er eins og vitað er að hér eru alltof margar mjög gamlar og jafnvel úrsérgengnar fluttningslínur rafmagns og er þá ekki að einhverju leiti fljótlegra að fara í það af krafti að endurýja flutningslínurnar. Og nú er ég eigingjarn Akureyringur því til stendur að stækka verulega gagnaver sem hér er að rísa og talað er um að hafi þörf fyrir töluvert mikið rafmagn. 

ANNAÐ MÁL

Áramótaskaupið í gærkvöld, gamlaárskvöld 31. Des. var það arfalélegasta sem ég man eftir og hef ég þó séð þau æði mörg. Manni stökk hreinlega ekki bros á vör.

Höfundur er ellilífeyrisþegi.




Skoðun

Sjá meira


×