Bóf-ar(ion)? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 20. september 2024 11:02 Stundum virðist vera sem svo að ákveðnir aðilar séu bara alls ekki í neinu sambandi við það sem er að gerast út í samfélaginu. Þá er ég auðvitað að tala um bankana. Fyrir skömmu ákvað Arionbanki að hækka vexti á verðtryggðum lánum og gaf út tilkynningu sem skrifuð var á „bankísku“ - tungumáli sem venjulegt fólk skilur ekki (sennilega gert viljandi): „Breytingar á vöxtum verðtryggðra útlána eru meðal annars til komnar vegna hækkunar á ávöxtunarkröfu verðtryggðrar fjármögnunar.“ Þetta gæti allt eins verið á latínu! Síðan á eftir þessu kemur frekari romsa til að réttlæta hækkun upp á hálft prósentustig eða meira, sem er ekkert smá. Þessi hækkun þýðir auðvitað verulega hækkun afborgana fyrir lántakendur og því minni ráðstöfunartekjur þeirra og minni kaupmátt. Þetta er gert á sama tíma og samfélagið er rembast við að ná tökum á einu mesta verðbólguskeiði sem dunið hefur yfir landið (og er þó af nægu að taka). Í hvaða samfélagi búa þessir bankamenn? Tilgangurinn með öllu þessu er auðvitað að auka enn á hagnað bankanna, sem var þó gríðarlegur fyrir, árið 2023 var hann 83 milljarðar króna, sem var aukning um næstum 25% milli ára; takið eftir:áttatíu og þrjú þúsund milljónir (83.000.000.000). Já, bankarnir eru bókstaflega að springa úr peningum, enda bankastjórar þeirra með milljónir króna í laun á mánuði, Benedikt Gíslason, hjá Arion þar hæstur með tæpar 6 milljónir króna í mánaðarlaun. Það gerir rúmlega 70 milljónir í árslaun. Enginn einstaklingur sem getur titlað sig ,,bankastjóri“ er með tekjur á mánuði undir þremur milljónum, flestir þeirra eru nær fjórum milljónum, samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Einn þeirra hafði fengið 90% launahækkun á milli áranna 2022-23 samkvæmt Viðskiptablaðinu. Hjá almennu launafólki nema hækkanir í samningum yfirleitt nokkrum prósentum. Þetta er í raun eins og samsæri gegn almennu launafólki og almennum skuldurum og sýnir auðvitað þörfina á samfélagsbanka, þar sem unnið út frá hagsmunum almennings, en ekki hagsmunum gráðugra eigenda. Það þarf banka þar sem ,,rányrkja“ virðist ekki vera meginstefið í starfseminni. Íslandsbanki hermdi síðan eftir Arion og hækkaði einnig sína vexti. Taka skal fram að ríkið á stærsta hlutann í Íslandsbanka eða 42,5%, sem gerir þetta enn sérkennilegra. Þessi vaxtahækkun er blaut tuska framan í almenning og þær tilraunir samfélagsins að ná hér niður vöxtum og verðbólgu og sagt er að nú verði ,,allir verði að leggjast á eitt.“ En bara sumir. Og þeir sem verða mest fyrir þessu eru auðvitað viðkvæmustu hópar samfélgsins, láglaunafólk, barnafjölskyldur og slíkir hópar. Jónas Kristjánsson (1940-2018) fyrrum ritstjóri DV, skrifaði oft um það að bófar stjórnuðu hér á landi. Í pistli á frábæru bloggi sem hann hélt úti, jonas.is, skrifaði hann árið 2013: ,,Nýju bankarnir eru enn reknir af sams konar bófum og ráku gömlu bankana“ og heldur svo áfram þar sem hann segir að bankastjórar níðist á almenningi eins og þeir mögulega geti. Það er nákvæmlega þetta sem manni dettur í hug þegar jafn sérkennilegar ákvarðanir eru teknar og þessi vaxtahækkun er. Hvar eru tengsl þessa fólks við þann raunveruleika sem þjóðin býr við? Í hvaða fílabeinsturni starfa menn sem taka jafn fáránlegar ákvarðanir, á jafn fáránlegum tímapunkti og raun ber vitni? Hvar er eiginlega samstaðan með vaxta og verðbólgupíndri þjóð? Höfundur er stjórnmálafræðingur og skuldsettur Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Arion banki Fjármálafyrirtæki Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum virðist vera sem svo að ákveðnir aðilar séu bara alls ekki í neinu sambandi við það sem er að gerast út í samfélaginu. Þá er ég auðvitað að tala um bankana. Fyrir skömmu ákvað Arionbanki að hækka vexti á verðtryggðum lánum og gaf út tilkynningu sem skrifuð var á „bankísku“ - tungumáli sem venjulegt fólk skilur ekki (sennilega gert viljandi): „Breytingar á vöxtum verðtryggðra útlána eru meðal annars til komnar vegna hækkunar á ávöxtunarkröfu verðtryggðrar fjármögnunar.“ Þetta gæti allt eins verið á latínu! Síðan á eftir þessu kemur frekari romsa til að réttlæta hækkun upp á hálft prósentustig eða meira, sem er ekkert smá. Þessi hækkun þýðir auðvitað verulega hækkun afborgana fyrir lántakendur og því minni ráðstöfunartekjur þeirra og minni kaupmátt. Þetta er gert á sama tíma og samfélagið er rembast við að ná tökum á einu mesta verðbólguskeiði sem dunið hefur yfir landið (og er þó af nægu að taka). Í hvaða samfélagi búa þessir bankamenn? Tilgangurinn með öllu þessu er auðvitað að auka enn á hagnað bankanna, sem var þó gríðarlegur fyrir, árið 2023 var hann 83 milljarðar króna, sem var aukning um næstum 25% milli ára; takið eftir:áttatíu og þrjú þúsund milljónir (83.000.000.000). Já, bankarnir eru bókstaflega að springa úr peningum, enda bankastjórar þeirra með milljónir króna í laun á mánuði, Benedikt Gíslason, hjá Arion þar hæstur með tæpar 6 milljónir króna í mánaðarlaun. Það gerir rúmlega 70 milljónir í árslaun. Enginn einstaklingur sem getur titlað sig ,,bankastjóri“ er með tekjur á mánuði undir þremur milljónum, flestir þeirra eru nær fjórum milljónum, samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Einn þeirra hafði fengið 90% launahækkun á milli áranna 2022-23 samkvæmt Viðskiptablaðinu. Hjá almennu launafólki nema hækkanir í samningum yfirleitt nokkrum prósentum. Þetta er í raun eins og samsæri gegn almennu launafólki og almennum skuldurum og sýnir auðvitað þörfina á samfélagsbanka, þar sem unnið út frá hagsmunum almennings, en ekki hagsmunum gráðugra eigenda. Það þarf banka þar sem ,,rányrkja“ virðist ekki vera meginstefið í starfseminni. Íslandsbanki hermdi síðan eftir Arion og hækkaði einnig sína vexti. Taka skal fram að ríkið á stærsta hlutann í Íslandsbanka eða 42,5%, sem gerir þetta enn sérkennilegra. Þessi vaxtahækkun er blaut tuska framan í almenning og þær tilraunir samfélagsins að ná hér niður vöxtum og verðbólgu og sagt er að nú verði ,,allir verði að leggjast á eitt.“ En bara sumir. Og þeir sem verða mest fyrir þessu eru auðvitað viðkvæmustu hópar samfélgsins, láglaunafólk, barnafjölskyldur og slíkir hópar. Jónas Kristjánsson (1940-2018) fyrrum ritstjóri DV, skrifaði oft um það að bófar stjórnuðu hér á landi. Í pistli á frábæru bloggi sem hann hélt úti, jonas.is, skrifaði hann árið 2013: ,,Nýju bankarnir eru enn reknir af sams konar bófum og ráku gömlu bankana“ og heldur svo áfram þar sem hann segir að bankastjórar níðist á almenningi eins og þeir mögulega geti. Það er nákvæmlega þetta sem manni dettur í hug þegar jafn sérkennilegar ákvarðanir eru teknar og þessi vaxtahækkun er. Hvar eru tengsl þessa fólks við þann raunveruleika sem þjóðin býr við? Í hvaða fílabeinsturni starfa menn sem taka jafn fáránlegar ákvarðanir, á jafn fáránlegum tímapunkti og raun ber vitni? Hvar er eiginlega samstaðan með vaxta og verðbólgupíndri þjóð? Höfundur er stjórnmálafræðingur og skuldsettur Íslendingur.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun