Þegar sorgin bankar upp á Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 21. september 2024 12:02 Sá sorglegi atburður sem átti sér stað þann 24 ágúst í miðborg Reykjavíkur er ungur maður ræðst á ungmenni með hníf sem leiddi til dauða ungrar stúlku fáum dögum síðar hefur valdið sorg um allt samfélagið og komið af stað miklum umræðum um unga fólkið okkar. Sorg foreldra og aðstandanda Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem einungis var 17 ára gömul hlýtur að vera óyfirstíganleg, samfélagið allt hefur umvafið þau síðustu daga en það færir þeim ekki barnið þeirra aftur, hugur okkar allra er hjá þeim. En það er líka sorg hjá foreldrum unga mannsins, það er erfitt að skilja hvernig barnið manns getur gert svona, að barnið manns sé morðingi. Hugur minn er líka hjá þeim. Þau geta ekki borið sorg sína á torg, en þetta er erfitt fyrir þau að takast á við, þau geta ekki tekið utan um barnið sitt og huggað það eða verið hjá honum, hann er í fangelsi einn og hræddur, bara kaldir veggirnir og læst hurð, engin sími né tölva, bara sjónvarp. Hann er líka barn, bara 16 ára. Hann á yfir höfði sér langan dóm, vonandi verður hann ekki gerður að fordæmi heldur fái sanngjarnan dóm sökum ungs aldurs og fái hjálp til að vinna í sínum málum. 16 ár fyrir morð er algengt, þurfa að sitja inni allavega 8 ár er langur tími á viðkvæmum mótunarárum ungs mans. Fyrst um sinn verður hann sennilega á Stuðlum en svo sendur á Litla-Hraun þegar hann hefur aldur til, það er ekki góður staður fyrir óharðnaðan ungling. Góða nótt minn litli ljúfur, mitt ljósið bjarta. Lífið hefur öðlast tilgang með þér. B.G. & Ingibjörg - Þín innsta þrá Að fá þessa hringingu, barnið þitt er alvarlega slasað þekki ég af eigin raun, eftir slys í félagsmiðstöð vegna vítaverðs gáleysis starfsmanns, var syni mínum vart hugað líf en sem betur fer lifði hann af, en hann náði sér aldrei alveg eftir slysið og leiddist út í neyslu ávana og fíkniefna sem hann fjármagnað aðallega með að stela úr búðum. Að fá hringingu frá barninu sínu úr fangelsi er rosalega erfitt, að fara í fyrstu heimsóknina, tekur mikið á sálrænt, það er ekki hægt að lýsa því hvernig það er að þurfa að fara og verða að skilja barnið sitt eftir, eitt og hrætt, maður venst því aldrei, því veit ég það af eigin raun að Litla-Hraun er ekki staður fyrir unga óharðnaðan menn. En hann er að standa sig vel í dag, en þetta voru erfið ár, hann er sonur minn og mér þykir innilega vænt um hann og ekkert sem hann hefur gert breytir því, en ég óska engum að kynnast því af eigin raun að eiga barn í fangelsi. Vona ég að við sem samfélag dæmum ekki unga manninn of hart hann er bara 16 ára, vissulega var árásin hrottaleg en það færir okkur ekki Bryndísi Klöru til baka. Þó ég sé hér að setjast beggja megin við borðið þá þekki ég ekki neitt af þessu fólki og veit ekki þeirra sögu né aðdragandann að þessari árás. Umfjöllun Kveiks um Litla-Hraun: „Það er svolítið litið á okkur eins og dýr,“ segir annar. „Við erum fólk. Við erum manneskjur, þótt við séum í fangelsi.“ Refsingin sem á að endurhæfa menn um leið Höfundur vottar ykkur innilega samúð sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Sá sorglegi atburður sem átti sér stað þann 24 ágúst í miðborg Reykjavíkur er ungur maður ræðst á ungmenni með hníf sem leiddi til dauða ungrar stúlku fáum dögum síðar hefur valdið sorg um allt samfélagið og komið af stað miklum umræðum um unga fólkið okkar. Sorg foreldra og aðstandanda Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem einungis var 17 ára gömul hlýtur að vera óyfirstíganleg, samfélagið allt hefur umvafið þau síðustu daga en það færir þeim ekki barnið þeirra aftur, hugur okkar allra er hjá þeim. En það er líka sorg hjá foreldrum unga mannsins, það er erfitt að skilja hvernig barnið manns getur gert svona, að barnið manns sé morðingi. Hugur minn er líka hjá þeim. Þau geta ekki borið sorg sína á torg, en þetta er erfitt fyrir þau að takast á við, þau geta ekki tekið utan um barnið sitt og huggað það eða verið hjá honum, hann er í fangelsi einn og hræddur, bara kaldir veggirnir og læst hurð, engin sími né tölva, bara sjónvarp. Hann er líka barn, bara 16 ára. Hann á yfir höfði sér langan dóm, vonandi verður hann ekki gerður að fordæmi heldur fái sanngjarnan dóm sökum ungs aldurs og fái hjálp til að vinna í sínum málum. 16 ár fyrir morð er algengt, þurfa að sitja inni allavega 8 ár er langur tími á viðkvæmum mótunarárum ungs mans. Fyrst um sinn verður hann sennilega á Stuðlum en svo sendur á Litla-Hraun þegar hann hefur aldur til, það er ekki góður staður fyrir óharðnaðan ungling. Góða nótt minn litli ljúfur, mitt ljósið bjarta. Lífið hefur öðlast tilgang með þér. B.G. & Ingibjörg - Þín innsta þrá Að fá þessa hringingu, barnið þitt er alvarlega slasað þekki ég af eigin raun, eftir slys í félagsmiðstöð vegna vítaverðs gáleysis starfsmanns, var syni mínum vart hugað líf en sem betur fer lifði hann af, en hann náði sér aldrei alveg eftir slysið og leiddist út í neyslu ávana og fíkniefna sem hann fjármagnað aðallega með að stela úr búðum. Að fá hringingu frá barninu sínu úr fangelsi er rosalega erfitt, að fara í fyrstu heimsóknina, tekur mikið á sálrænt, það er ekki hægt að lýsa því hvernig það er að þurfa að fara og verða að skilja barnið sitt eftir, eitt og hrætt, maður venst því aldrei, því veit ég það af eigin raun að Litla-Hraun er ekki staður fyrir unga óharðnaðan menn. En hann er að standa sig vel í dag, en þetta voru erfið ár, hann er sonur minn og mér þykir innilega vænt um hann og ekkert sem hann hefur gert breytir því, en ég óska engum að kynnast því af eigin raun að eiga barn í fangelsi. Vona ég að við sem samfélag dæmum ekki unga manninn of hart hann er bara 16 ára, vissulega var árásin hrottaleg en það færir okkur ekki Bryndísi Klöru til baka. Þó ég sé hér að setjast beggja megin við borðið þá þekki ég ekki neitt af þessu fólki og veit ekki þeirra sögu né aðdragandann að þessari árás. Umfjöllun Kveiks um Litla-Hraun: „Það er svolítið litið á okkur eins og dýr,“ segir annar. „Við erum fólk. Við erum manneskjur, þótt við séum í fangelsi.“ Refsingin sem á að endurhæfa menn um leið Höfundur vottar ykkur innilega samúð sína.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun