Wayne Rooney rekinn Sindri Sverrisson skrifar 2. janúar 2024 10:33 Wayne Rooney er orðinn atvinnulaus. Getty Wayne Rooney entist aðeins í tvo og hálfan mánuð sem knattspyrnustjóri enska félagsins Birmingham en hann hefur nú verið rekinn úr starfi. Rooney tók við Birmingham, sem leikur í næstefstu deild Englands, í október eftir að hafa stýrt DC United í bandarísku MLS-deildinni. Undir stjórn Manchester United-goðsagnarinnar náði Birmingham aðeins að vinna tvo af fimmtán leikjum og féll úr 6. sæti alveg niður í 20. sæti ensku B-deildarinnar. Birmingham City have sacked Wayne Rooney.Rooney won just two of his 15 Championship matches in charge of the club as they slipped from sixth to 20th in the table.More from @RobTannerLCFC— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 2, 2024 Síðasti leikurinn undir stjórn Rooney reyndist 3-0 tap gegn Leeds í gærkvöld. Rooney, sem er 38 ára gamall, lagði takkaskóna á hilluna í byrjun árs 2021 þegar hann var orðinn stjóri Derby í næstefstu deild Englands. Hann tók svo við DC United sumarið 2022 en ákvað að láta gott heita eftir deildakeppnina í ár, í október, eftir að liðinu mistókst að komast í úrslitakeppnina annað árið í röð. Í kjölfarið var hann ráðinn til Birmingham. Bandaríska félagið Shelby Companies Limited eignaðist Birmingham í sumar og NFL-goðsögnin Tom Brady keypti lítinn hluta í knattspyrnufélaginu í ágúst. Nýir eigendur ákváðu að láta John Eustace fara í október þrátt fyrir fína byrjun Birmingham á leiktíðinni, og sögðu þörf fyrir „sigurhugarfar“ og „menningu sem einkenndist af metnaði“. Segist hafa þurft meiri tíma Uppfært 11.25: Rooney hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir brottreksturinn. Þar þakkar hann eigendum Birmingham fyrir tækifærið og stuðninginn þann stutta tíma sem hann var hjá félaginu. Rooney viðurkennir að úrslitin hafi ekki verið nógu góð en segir þrettán vikur ekki nægan tíma til að ná í gegn þeim breytingum sem hann hafi viljað sjá. Þá segir Rooney að það muni taka tíma að jafna sig á þessu áfalli, tíma sem hann vilji verja með fjölskyldu sinni, áður en hann taki við næsta starfi sem knattspyrnustjóri. Enski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Rooney bað Coleen á bensínstöð Enski boltinn Fleiri fréttir Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Sjá meira
Rooney tók við Birmingham, sem leikur í næstefstu deild Englands, í október eftir að hafa stýrt DC United í bandarísku MLS-deildinni. Undir stjórn Manchester United-goðsagnarinnar náði Birmingham aðeins að vinna tvo af fimmtán leikjum og féll úr 6. sæti alveg niður í 20. sæti ensku B-deildarinnar. Birmingham City have sacked Wayne Rooney.Rooney won just two of his 15 Championship matches in charge of the club as they slipped from sixth to 20th in the table.More from @RobTannerLCFC— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 2, 2024 Síðasti leikurinn undir stjórn Rooney reyndist 3-0 tap gegn Leeds í gærkvöld. Rooney, sem er 38 ára gamall, lagði takkaskóna á hilluna í byrjun árs 2021 þegar hann var orðinn stjóri Derby í næstefstu deild Englands. Hann tók svo við DC United sumarið 2022 en ákvað að láta gott heita eftir deildakeppnina í ár, í október, eftir að liðinu mistókst að komast í úrslitakeppnina annað árið í röð. Í kjölfarið var hann ráðinn til Birmingham. Bandaríska félagið Shelby Companies Limited eignaðist Birmingham í sumar og NFL-goðsögnin Tom Brady keypti lítinn hluta í knattspyrnufélaginu í ágúst. Nýir eigendur ákváðu að láta John Eustace fara í október þrátt fyrir fína byrjun Birmingham á leiktíðinni, og sögðu þörf fyrir „sigurhugarfar“ og „menningu sem einkenndist af metnaði“. Segist hafa þurft meiri tíma Uppfært 11.25: Rooney hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir brottreksturinn. Þar þakkar hann eigendum Birmingham fyrir tækifærið og stuðninginn þann stutta tíma sem hann var hjá félaginu. Rooney viðurkennir að úrslitin hafi ekki verið nógu góð en segir þrettán vikur ekki nægan tíma til að ná í gegn þeim breytingum sem hann hafi viljað sjá. Þá segir Rooney að það muni taka tíma að jafna sig á þessu áfalli, tíma sem hann vilji verja með fjölskyldu sinni, áður en hann taki við næsta starfi sem knattspyrnustjóri.
Enski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Rooney bað Coleen á bensínstöð Enski boltinn Fleiri fréttir Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Sjá meira