Liverpool setti xG-met gegn Newcastle Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. janúar 2024 14:30 Curtis Jones á eitt 35 skota Liverpool í leiknum gegn Newcastle United. getty/Jan Kruger Liverpool setti met yfir flest vænt mörk (xG) þegar liðið sigraði Newcastle United, 4-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær. Mohamed Salah skoraði tvö mörk og Curtis Jones og Cody Gakpo sitt markið hvor þegar Rauði herinn lagði Skjórana að velli. Með sigrinum náði Liverpool þriggja stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool var í miklum sóknarhug í leiknum á Anfield í gær. Strákarnir hans Jürgens Klopp áttu 34 skot í leiknum, þar af fimmtán á markið. Liverpool var með 7,27 vænt mörk (xG) í leiknum sem er það mesta síðan byrjað var að taka þessa tölfræði saman í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2010-11. Vænt mörk segja til um hversu mörg mörk lið „ætti“ að skora miðað við hversu góð færi það skapar. 1 - With an Expected Goals figure of 7.27 this evening, Liverpool recorded the highest xG total on record (since 2010-11) in a single Premier League game. Bombarded. pic.twitter.com/a0Fy24HHGz— OptaJoe (@OptaJoe) January 1, 2024 Þrátt fyrir að hafa fengið á sig fjögur mörk var Martin Dúbravka besti leikmaður Newcastle í leiknum en hann hafði nóg að gera og varði fjölda skota Liverpool-manna. Þeim tókst þó að koma boltanum í fjórgang framhjá Slóvakanum. Liverpool hefur skorað 43 mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Aðeins Manchester City hefur skorað fleiri (45). Salah er markahæstur í deildinni ásamt Erling Haaland hjá City en þeir hafa báðir skorað fjórtán mörk. Auk þess hefur Salah lagt upp átta mörk. Næsti leikur Liverpool er gegn Arsenal í 3. umferð ensku bikarkeppninnar á sunnudaginn. Næsti deildarleikur Rauða hersins er gegn Bournemouth á útivelli 21. janúar. Enski boltinn Tengdar fréttir Sérfræðingarnir saka Liverpool manninn um leikaraskap Diogo Jota fiskaði vítaspyrnu á mikilvægum tímapunkti undir lok leiks Liverpool og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og margir sérfræðingar sökuðu hann í kjölfarið um leikaraskap. 2. janúar 2024 09:31 Myndatökumaðurinn kom Jürgen Klopp til bjargar Fögnuður Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, eftir sigurinn á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi breyttist snögglega í andstöðu sína þegar hann týndi giftingarhringnum sínum. 2. janúar 2024 08:01 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Mohamed Salah skoraði tvö mörk og Curtis Jones og Cody Gakpo sitt markið hvor þegar Rauði herinn lagði Skjórana að velli. Með sigrinum náði Liverpool þriggja stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool var í miklum sóknarhug í leiknum á Anfield í gær. Strákarnir hans Jürgens Klopp áttu 34 skot í leiknum, þar af fimmtán á markið. Liverpool var með 7,27 vænt mörk (xG) í leiknum sem er það mesta síðan byrjað var að taka þessa tölfræði saman í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2010-11. Vænt mörk segja til um hversu mörg mörk lið „ætti“ að skora miðað við hversu góð færi það skapar. 1 - With an Expected Goals figure of 7.27 this evening, Liverpool recorded the highest xG total on record (since 2010-11) in a single Premier League game. Bombarded. pic.twitter.com/a0Fy24HHGz— OptaJoe (@OptaJoe) January 1, 2024 Þrátt fyrir að hafa fengið á sig fjögur mörk var Martin Dúbravka besti leikmaður Newcastle í leiknum en hann hafði nóg að gera og varði fjölda skota Liverpool-manna. Þeim tókst þó að koma boltanum í fjórgang framhjá Slóvakanum. Liverpool hefur skorað 43 mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Aðeins Manchester City hefur skorað fleiri (45). Salah er markahæstur í deildinni ásamt Erling Haaland hjá City en þeir hafa báðir skorað fjórtán mörk. Auk þess hefur Salah lagt upp átta mörk. Næsti leikur Liverpool er gegn Arsenal í 3. umferð ensku bikarkeppninnar á sunnudaginn. Næsti deildarleikur Rauða hersins er gegn Bournemouth á útivelli 21. janúar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sérfræðingarnir saka Liverpool manninn um leikaraskap Diogo Jota fiskaði vítaspyrnu á mikilvægum tímapunkti undir lok leiks Liverpool og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og margir sérfræðingar sökuðu hann í kjölfarið um leikaraskap. 2. janúar 2024 09:31 Myndatökumaðurinn kom Jürgen Klopp til bjargar Fögnuður Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, eftir sigurinn á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi breyttist snögglega í andstöðu sína þegar hann týndi giftingarhringnum sínum. 2. janúar 2024 08:01 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Sérfræðingarnir saka Liverpool manninn um leikaraskap Diogo Jota fiskaði vítaspyrnu á mikilvægum tímapunkti undir lok leiks Liverpool og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og margir sérfræðingar sökuðu hann í kjölfarið um leikaraskap. 2. janúar 2024 09:31
Myndatökumaðurinn kom Jürgen Klopp til bjargar Fögnuður Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, eftir sigurinn á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi breyttist snögglega í andstöðu sína þegar hann týndi giftingarhringnum sínum. 2. janúar 2024 08:01