„Ég hef enga eftirsjá“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 2. janúar 2024 16:04 „Ég er búinn að heyra allt sem ég vil heyra. Ég er búinn að sjá allt sem ég vil sjá,“ segir fráfarandi forsetinn, Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Einar „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. Hann segir fræðaheiminn hafa kallað á sig. „Ætli hann hafi ekki gert það. Mér hefur auðnast að sinna skrifum meðfram mínum embættisskyldum og öðrum önnum,“ segir Guðni í samtali við Fréttastofu. „En það réði ekki úrslitum samt, heldur hitt. Mér fannst rétt að hætta leik er hæst fram fer, eins og séra Hallgrímur kvað á sínum tíma. Sáttur við sjálfan mig, innilega þakklátur fyrir þann stuðning sem ég hef notið.“ Guðni segir að frami fyrir honum hafi beðið ákvörðun um hvort hann skyldi halda áfram. Hann hafi þurft að íhuga margt og ákvörðunin verið flókin, en telur sig hafa komist að réttri niðurstöðu. „Ég hefði alveg verið til í að sækjast eftir fylgi til að sitja hér áfram, en þegar til kastanna kom, þegar allt kom til alls, þá lét ég hjartað ráða.“ Lokaákvörðunin kom á síðustu vikum að sögn Guðna. „Auðvitað er þetta þannig að maður íhugar, hvern einasta dag liggur við.“ Óskar fleiri stunda með fjölskyldunni Aðspurður um hvort fjölskyldan hafi verið farin að heimta að fá Guðna aftur til sín segir hann að á Íslandi sé hann svo heppinn að fá að eiga sitt einkalíf í friði. „Auðvitað er það er samt þannig með mig, eins og með allt annað fólk sinnir annasömum störfum, að maður óski þess að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni. En ég er ekkert einn um það,“ segir Guðni og hvetur fólk til að huga að því sem raunverulega skipti máli. Forsetahjónin ásamt Margréti Danadrottningu.Þjóðhöfðingjarnir tilkynntu um brotthvarf sitt innan við sólarhring frá hvoru öðru.Vísir/Vilhelm Engin efirsjá „Ég vil nú helst ekki leggja mat á það. Því það yrði túlkað sem svo að ég væri að skipta mér af vali á næsta forseta. Fólkið velur forsetann,“ segir Guðni aðspurður um hvaða eiginleika forseti eigi að bera. „Eigum við ekki að segja að okkur hafi tekist þokkalega að velja þjóðhöfðingja hér á Íslandi í tímans rás.“ Guðni segir þó ljóst að fram undan séu spennandi tímar hjá þjóðinni við að velja sér nýjan forseta. Hann telur sig hafa tekist að fylgja sinni eigin hugsjón í forsetastarfinu. „Auðvitað erum ýmsir þættir sem ég hefði kosið að hefðu breyst, eða að sátt hefði nást um. Þar hef ég í huga breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins, ekki síst kaflann um þjóðhöfðingja sem þarfnast endurskoðunar.“ Guðni viðurkennir að honum sé nokkuð létt. „Það er alltaf svoleiðis þegar maður stendur frami fyrir flókinni ákvörðun, þá krefst ferlið ákveðinnar orku, en þegar ákvörðunin er tekin þá er hún hin rétta,“ segir hann. „Ég hef enga eftirsjá þetta hafa verið einstök forréttindi. Ég er búinn að heyra allt sem ég vil heyra. Ég er búinn að sjá allt sem ég vil sjá. Ég er ekki sá sem þarf alltaf meira og meira.“ Hægt er að sjá viðtalið við Guðna í heild sinni hér fyrir neðan. Þar ræðir hann einnig um hvað orsakaði það að hann hafi farið í forsetaframboð árið 2016, hvaða augum hann lýti ákvörðun sína, og framhaldið hjá sér. Guðni Th. Jóhannesson Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tímamót Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Hann segir fræðaheiminn hafa kallað á sig. „Ætli hann hafi ekki gert það. Mér hefur auðnast að sinna skrifum meðfram mínum embættisskyldum og öðrum önnum,“ segir Guðni í samtali við Fréttastofu. „En það réði ekki úrslitum samt, heldur hitt. Mér fannst rétt að hætta leik er hæst fram fer, eins og séra Hallgrímur kvað á sínum tíma. Sáttur við sjálfan mig, innilega þakklátur fyrir þann stuðning sem ég hef notið.“ Guðni segir að frami fyrir honum hafi beðið ákvörðun um hvort hann skyldi halda áfram. Hann hafi þurft að íhuga margt og ákvörðunin verið flókin, en telur sig hafa komist að réttri niðurstöðu. „Ég hefði alveg verið til í að sækjast eftir fylgi til að sitja hér áfram, en þegar til kastanna kom, þegar allt kom til alls, þá lét ég hjartað ráða.“ Lokaákvörðunin kom á síðustu vikum að sögn Guðna. „Auðvitað er þetta þannig að maður íhugar, hvern einasta dag liggur við.“ Óskar fleiri stunda með fjölskyldunni Aðspurður um hvort fjölskyldan hafi verið farin að heimta að fá Guðna aftur til sín segir hann að á Íslandi sé hann svo heppinn að fá að eiga sitt einkalíf í friði. „Auðvitað er það er samt þannig með mig, eins og með allt annað fólk sinnir annasömum störfum, að maður óski þess að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni. En ég er ekkert einn um það,“ segir Guðni og hvetur fólk til að huga að því sem raunverulega skipti máli. Forsetahjónin ásamt Margréti Danadrottningu.Þjóðhöfðingjarnir tilkynntu um brotthvarf sitt innan við sólarhring frá hvoru öðru.Vísir/Vilhelm Engin efirsjá „Ég vil nú helst ekki leggja mat á það. Því það yrði túlkað sem svo að ég væri að skipta mér af vali á næsta forseta. Fólkið velur forsetann,“ segir Guðni aðspurður um hvaða eiginleika forseti eigi að bera. „Eigum við ekki að segja að okkur hafi tekist þokkalega að velja þjóðhöfðingja hér á Íslandi í tímans rás.“ Guðni segir þó ljóst að fram undan séu spennandi tímar hjá þjóðinni við að velja sér nýjan forseta. Hann telur sig hafa tekist að fylgja sinni eigin hugsjón í forsetastarfinu. „Auðvitað erum ýmsir þættir sem ég hefði kosið að hefðu breyst, eða að sátt hefði nást um. Þar hef ég í huga breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins, ekki síst kaflann um þjóðhöfðingja sem þarfnast endurskoðunar.“ Guðni viðurkennir að honum sé nokkuð létt. „Það er alltaf svoleiðis þegar maður stendur frami fyrir flókinni ákvörðun, þá krefst ferlið ákveðinnar orku, en þegar ákvörðunin er tekin þá er hún hin rétta,“ segir hann. „Ég hef enga eftirsjá þetta hafa verið einstök forréttindi. Ég er búinn að heyra allt sem ég vil heyra. Ég er búinn að sjá allt sem ég vil sjá. Ég er ekki sá sem þarf alltaf meira og meira.“ Hægt er að sjá viðtalið við Guðna í heild sinni hér fyrir neðan. Þar ræðir hann einnig um hvað orsakaði það að hann hafi farið í forsetaframboð árið 2016, hvaða augum hann lýti ákvörðun sína, og framhaldið hjá sér.
Guðni Th. Jóhannesson Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tímamót Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira