Björgvin Karl einn af þeim stóru á Madison árunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 08:30 Björgvin Karl Guðmundsson hefur barist meðal þeirra bestu í langan tíma. @bk_gudmundsson Íslenski CrossFit kóngurinn Björgvin Karl Guðmundsson hefur verið táknmynd fyrir stöðugleika undanfarin áratug og staða hans á uppgjörslista fyrir heimsleikaárin í Madison sýnir það svart á hvítu. Brian Friend á CrossFit vefnum B.Friendly Fitness er þessa dagana að gera upp þann tíma sem heimsleikarnir hafa farið fram í Wisconsin fylki. Heimsleikarnir fóru í síðasta skiptið fram í Madison síðasta haust en næstu leikar verða haldnir í Fort Worth í Texas fylki. Aðeins þrír eru fyrir ofan Björgvin Karl á listanum hjá Friend yfir bestu CrossFit karla frá 2017 til 2023 eða á þeim tíma sem leikarnir hafa verið í Alliant Energy Center. Þetta eru Mathew Fraser, Justin Medeiros og Patrick Vellner. Sex af síðustu sjö heimsleikum hafa farið fram í Madison eða allir heimsleikar frá 2017 fyrir utan Covid-heimsleikana haustið 2020 sem voru fámennir og haldnir í Aromas í Kaliforníu. Björgvin Karl er á undan Jeff Adler sem varð heimsmeistari síðasta haust en Adler þarf að sætta sig við sjöunda sætið. Noah Olsen (6. sæti) og Brent Fikowski (5. sæti) eru í næstu sætum á eftir okkar manni. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) Það er enginn spurning hver er efstur en Mathew Fraser varð fimm sinnum heimsmeistari í röð og vann alls 26 einstakar keppnisgreinar á þessum tíma. Medeiros varð heimsmeistari tvö fyrstu árin eftir að Fraser hætti að keppa. Vellner hefur aldrei orðið heimsmeistari en þrisvar lent í öðru sæti og fimm sinnum komust á pall. Bjögvin Karl er efstur af Evrópumönnunum en það eru bara Bandaríkjamenn og Kanadamenn fyrir ofan hann. Björgvin hefur komist tvisvar sinnum á verðlaunapall á heimsleikum eða árin 2015 og 2019. Hann hefur alls verið fimm sinnum meðal þeirra fimm bestu. Björgvin náði því að verða meðal átta efstu í heimi á sjö heimsleikum í röð frá 2015 til 2021. Hann varð síðan í níunda sæti 2022 og í ellefta sætinu í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá hans fyrstu heimsleikum árið 2014 sem hann var ekki í hópi tíu efstu. BKG er flottur fulltrúi Íslands á þessum lista og þetta er mikið hrós fyrir hann sem hefur verið fastagestur í keppni þeirra bestu í heimi undanfarin áratug. Brian Friend fór síðan yfir valið sitt í umræðuþætti með John Young en það má sjá umræðu þeirra í Youtube þættinum hér fyrir neðan. Friend barðist fyrir stöðu BKG á listanum sínum en Young var ekki eins sáttur við að hafa okkar mann svona ofarlega. Þar skipti það miklu máli að Björgvin hefur aldrei unnið titilinn og aldrei komist ofar en í þriðja sætið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=BwSn8o3ieVo">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslasaður eftir grjóthrun Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Brian Friend á CrossFit vefnum B.Friendly Fitness er þessa dagana að gera upp þann tíma sem heimsleikarnir hafa farið fram í Wisconsin fylki. Heimsleikarnir fóru í síðasta skiptið fram í Madison síðasta haust en næstu leikar verða haldnir í Fort Worth í Texas fylki. Aðeins þrír eru fyrir ofan Björgvin Karl á listanum hjá Friend yfir bestu CrossFit karla frá 2017 til 2023 eða á þeim tíma sem leikarnir hafa verið í Alliant Energy Center. Þetta eru Mathew Fraser, Justin Medeiros og Patrick Vellner. Sex af síðustu sjö heimsleikum hafa farið fram í Madison eða allir heimsleikar frá 2017 fyrir utan Covid-heimsleikana haustið 2020 sem voru fámennir og haldnir í Aromas í Kaliforníu. Björgvin Karl er á undan Jeff Adler sem varð heimsmeistari síðasta haust en Adler þarf að sætta sig við sjöunda sætið. Noah Olsen (6. sæti) og Brent Fikowski (5. sæti) eru í næstu sætum á eftir okkar manni. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) Það er enginn spurning hver er efstur en Mathew Fraser varð fimm sinnum heimsmeistari í röð og vann alls 26 einstakar keppnisgreinar á þessum tíma. Medeiros varð heimsmeistari tvö fyrstu árin eftir að Fraser hætti að keppa. Vellner hefur aldrei orðið heimsmeistari en þrisvar lent í öðru sæti og fimm sinnum komust á pall. Bjögvin Karl er efstur af Evrópumönnunum en það eru bara Bandaríkjamenn og Kanadamenn fyrir ofan hann. Björgvin hefur komist tvisvar sinnum á verðlaunapall á heimsleikum eða árin 2015 og 2019. Hann hefur alls verið fimm sinnum meðal þeirra fimm bestu. Björgvin náði því að verða meðal átta efstu í heimi á sjö heimsleikum í röð frá 2015 til 2021. Hann varð síðan í níunda sæti 2022 og í ellefta sætinu í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá hans fyrstu heimsleikum árið 2014 sem hann var ekki í hópi tíu efstu. BKG er flottur fulltrúi Íslands á þessum lista og þetta er mikið hrós fyrir hann sem hefur verið fastagestur í keppni þeirra bestu í heimi undanfarin áratug. Brian Friend fór síðan yfir valið sitt í umræðuþætti með John Young en það má sjá umræðu þeirra í Youtube þættinum hér fyrir neðan. Friend barðist fyrir stöðu BKG á listanum sínum en Young var ekki eins sáttur við að hafa okkar mann svona ofarlega. Þar skipti það miklu máli að Björgvin hefur aldrei unnið titilinn og aldrei komist ofar en í þriðja sætið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=BwSn8o3ieVo">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslasaður eftir grjóthrun Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira