Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Bjarki Sigurðsson skrifar 3. janúar 2024 18:21 Ástþór Magnússon bauð sig einnig fram til forseta árin 1996, 2000, 2012 og 2016. Athafnamaðurinn Ástþór Magnússon hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. Ástþór er enginn nýgræðingur þegar kemur að forsetaframboði en þetta er í fimmta sinn sem hann gefur kost á sér. Ástþór greinir frá framboðinu á vefsíðu sinni, forsetakosningar.is. Þar segir hann að oft hafi verið þörf, en nú sé nauðsyn. Tæp þrjátíu ár séu liðin frá því hann bauð sig fyrst fram til forseta árið 1996 og á þeim tíma hafi margt breyst. „Á þessu tímabili lýsti ég því hvernig styrjaldarástand myndi þróast sem gæti ógnað velsæld of framtíð okkar ef ekki yrði gripið í taumana með nýrri hugmyndafræði í alþjóða stjórnmálum. Því miður reyndist ég sannspár. Við erum nú komin í styrjöld við vinaþjóð okkar í Rússlandi. Í mið austurlöndum er allt á suðupunkti og margir telja að sú styrjöld muni breiða úr sér til nærliggjandi landa. Í raun er hætta á að þetta ástand þróist í heimsstyrjöld,“ segir í framboðstilkynningunni. Boðar heimsfrið Tilkynningin fjallar að miklu leyti um að stuðla að friði í heiminum en Ástþór hefur ítrekað kallað eftir heimsfrið og er stofnandi og stjórnandi samtakanna Friður 2000. „Það væri mjög vanhugsað af Íslenskri þjóð að kjósa inn á Bessastaði annan forseta með það hlutverk að fara í „opinberar heimsóknir“ á milli húsa í heimabyggð sinni. Nú þurfa Íslendingar að Virkja Bessastaði og nýta embætti Forseta Íslands til að stuðla að friði á alþjóðavettvangi,“ segir í tilkynningunni. Hélt það væri einhver betri Ástþór kveðst áður fyrr hafa talið að hægt væri að finna annan mann betri í verkið en sig sjálfan. Nú sé hann hins vegar viss um sjálfan sig. „Ég mun Virkja Bessastaði og gera embættið stærra og meira og um leið öfluga tekjulind fyrir Íslenska þjóð með því að laða til landsins alþjóðastofnanir friðar og mannréttinda,“ segir í tilkynningunni. Ástþór er númer tvö í dag til þess að tilkynna framboð en rétt fyrir hádegi greindi varaþingmaðurinn Arnar Þór Jónsson að hann vildi einnig inn á Bessastaði. Þeir eru þá orðnir fjórir sem hafa greint frá framboði sínu, það eru Arnar, Ástþór, Axel Pétur Axelsson og Dóri DNA. Framboð Dóra er reyndar háð því að það byrji eldgos 6. janúar næstkomandi, ef marka má Twitter-síðu hans. Að gefnu tilefni. Eftir að hafa ráðfært mig við mína nánustu hefur komið í ljós að þessi hugmynd mín, leggst ákaflega illa í fólk. Ég hef því ákveðið eftirfarandi. Muni gjósa aftur á þrettándanum (eins og ég finn á mér) - fer ég í framboð. Annars ekki.— Halldór Halldórsson (@doridna) January 2, 2024 Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10 Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51 Spáð í forsetaspilin Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst. 2. janúar 2024 22:16 Landlæknir, ráðherrar og rithöfundar orðaðir við Bessastaði Forystufólk í heilbrigðiskerfinu, ráðherrar og rithöfundar eru orðaðir við forsetaframboð í sumar. Almannatengill býst við fjörugum kappræðum og mörgum frambjóðendum. Hann telur að sagan muni fara mjúkum höndum um núverandi forseta og ákvörðun hans um að láta gott heita. 2. janúar 2024 21:30 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Ástþór greinir frá framboðinu á vefsíðu sinni, forsetakosningar.is. Þar segir hann að oft hafi verið þörf, en nú sé nauðsyn. Tæp þrjátíu ár séu liðin frá því hann bauð sig fyrst fram til forseta árið 1996 og á þeim tíma hafi margt breyst. „Á þessu tímabili lýsti ég því hvernig styrjaldarástand myndi þróast sem gæti ógnað velsæld of framtíð okkar ef ekki yrði gripið í taumana með nýrri hugmyndafræði í alþjóða stjórnmálum. Því miður reyndist ég sannspár. Við erum nú komin í styrjöld við vinaþjóð okkar í Rússlandi. Í mið austurlöndum er allt á suðupunkti og margir telja að sú styrjöld muni breiða úr sér til nærliggjandi landa. Í raun er hætta á að þetta ástand þróist í heimsstyrjöld,“ segir í framboðstilkynningunni. Boðar heimsfrið Tilkynningin fjallar að miklu leyti um að stuðla að friði í heiminum en Ástþór hefur ítrekað kallað eftir heimsfrið og er stofnandi og stjórnandi samtakanna Friður 2000. „Það væri mjög vanhugsað af Íslenskri þjóð að kjósa inn á Bessastaði annan forseta með það hlutverk að fara í „opinberar heimsóknir“ á milli húsa í heimabyggð sinni. Nú þurfa Íslendingar að Virkja Bessastaði og nýta embætti Forseta Íslands til að stuðla að friði á alþjóðavettvangi,“ segir í tilkynningunni. Hélt það væri einhver betri Ástþór kveðst áður fyrr hafa talið að hægt væri að finna annan mann betri í verkið en sig sjálfan. Nú sé hann hins vegar viss um sjálfan sig. „Ég mun Virkja Bessastaði og gera embættið stærra og meira og um leið öfluga tekjulind fyrir Íslenska þjóð með því að laða til landsins alþjóðastofnanir friðar og mannréttinda,“ segir í tilkynningunni. Ástþór er númer tvö í dag til þess að tilkynna framboð en rétt fyrir hádegi greindi varaþingmaðurinn Arnar Þór Jónsson að hann vildi einnig inn á Bessastaði. Þeir eru þá orðnir fjórir sem hafa greint frá framboði sínu, það eru Arnar, Ástþór, Axel Pétur Axelsson og Dóri DNA. Framboð Dóra er reyndar háð því að það byrji eldgos 6. janúar næstkomandi, ef marka má Twitter-síðu hans. Að gefnu tilefni. Eftir að hafa ráðfært mig við mína nánustu hefur komið í ljós að þessi hugmynd mín, leggst ákaflega illa í fólk. Ég hef því ákveðið eftirfarandi. Muni gjósa aftur á þrettándanum (eins og ég finn á mér) - fer ég í framboð. Annars ekki.— Halldór Halldórsson (@doridna) January 2, 2024
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10 Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51 Spáð í forsetaspilin Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst. 2. janúar 2024 22:16 Landlæknir, ráðherrar og rithöfundar orðaðir við Bessastaði Forystufólk í heilbrigðiskerfinu, ráðherrar og rithöfundar eru orðaðir við forsetaframboð í sumar. Almannatengill býst við fjörugum kappræðum og mörgum frambjóðendum. Hann telur að sagan muni fara mjúkum höndum um núverandi forseta og ákvörðun hans um að láta gott heita. 2. janúar 2024 21:30 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10
Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51
Spáð í forsetaspilin Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst. 2. janúar 2024 22:16
Landlæknir, ráðherrar og rithöfundar orðaðir við Bessastaði Forystufólk í heilbrigðiskerfinu, ráðherrar og rithöfundar eru orðaðir við forsetaframboð í sumar. Almannatengill býst við fjörugum kappræðum og mörgum frambjóðendum. Hann telur að sagan muni fara mjúkum höndum um núverandi forseta og ákvörðun hans um að láta gott heita. 2. janúar 2024 21:30