Snjallsímaleikur Kim Kardashian lagður niður Bjarki Sigurðsson skrifar 3. janúar 2024 19:38 Leikurinn Kim Kardashian: Hollywood kom út í júní árið 2014. Getty/Rodin Eckenroth Snjallsímaleikur raunveruleikaþáttastjörnunnar Kim Kardashian hefur verið fjarlægður úr smáforritaverslunum helstu snjallsíma. Tíu ár eru síðan leikurinn var gefinn út en Kardashian kveðst ætla að snúa sér að öðrum verkefnum í staðinn. Leikurinn, sem ber hið einfalda nafn Kim Kardashian: Hollywood, snerist um það að spilarar léku karakter innan Hollywood-senunnar og áttu að reyna að afla sér sem flestra aðdáenda. Því fleiri aðdáendur sem þú áttir, því betri varstu í leiknum. Leikurinn var gríðarlega vinsæll um tíma.Glu.com Aðdáendur sem höfðu aldrei eytt leiknum úr farsíma sínum eða spjaldtölvu þurfa þó ekki að hafa neinar áhyggjur, þeir geta haldið áfram að spila leikinn alveg þar til 8. apríl næstkomandi. Þá verður slökkt á vefþjóni hans. „Ég er svo þakklát þeim sem spiluðu og elskuðu Kim Kardashian: Hollywood síðustu tíu ár. Þessi vegferð hefur þýtt svo mikið fyrir mig en ég hef áttað mig á því að ég þurfi að eyða orku minni í önnur áhugamál,“ segir Kardashian í samtali við TMZ. Hollywood Leikjavísir Mest lesið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Leikurinn, sem ber hið einfalda nafn Kim Kardashian: Hollywood, snerist um það að spilarar léku karakter innan Hollywood-senunnar og áttu að reyna að afla sér sem flestra aðdáenda. Því fleiri aðdáendur sem þú áttir, því betri varstu í leiknum. Leikurinn var gríðarlega vinsæll um tíma.Glu.com Aðdáendur sem höfðu aldrei eytt leiknum úr farsíma sínum eða spjaldtölvu þurfa þó ekki að hafa neinar áhyggjur, þeir geta haldið áfram að spila leikinn alveg þar til 8. apríl næstkomandi. Þá verður slökkt á vefþjóni hans. „Ég er svo þakklát þeim sem spiluðu og elskuðu Kim Kardashian: Hollywood síðustu tíu ár. Þessi vegferð hefur þýtt svo mikið fyrir mig en ég hef áttað mig á því að ég þurfi að eyða orku minni í önnur áhugamál,“ segir Kardashian í samtali við TMZ.
Hollywood Leikjavísir Mest lesið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira