Talinn vera sá fyrsti til þess að „vinna“ Tetris Bjarki Sigurðsson skrifar 3. janúar 2024 20:44 Skjáskot af Gibson að spila Tetris. Þrettán ára Bandaríkjamaðurinn Willis Gibson er sagður vera fyrsta manneskjan í heiminum til að sigra einn klassískasta tölvuleik sögunnar, Tetris. Leikurinn hrundi þegar Gibson var kominn í 157. borð leiksins. Tetris var gefinn út árið 1984 en náði hápunkti sínum árið 1989 þegar leikurinn var gefinn út á Nintendo-tölvunum. Leikurinn gengur út á það að raða kubbum sem eru mismunandi í laginu á sem bestan máta. Fyrst um sinn var talið að leikurinn væri einungis með 29 borð, þar til árið 2010 þegar spilarinn Thor Aackerlund afsannaði það með því að komast í borð 30. Seinna kom í ljós að borðin væru 157 talsins áður en leikurinn gæfi sig, en ekkert „endaborð“ hafði verið forritað inn í leikinn. Þar til í síðasta mánuði hafði einungis gervigreind komist svo langt í leiknum. Þá birti Gibson myndband af sér þar sem hann sést komast í borð 157 áður en leikurinn gefur sig. BBC greinir frá. Það tók Gibson 38 mínútur að komast í borðið en með árangri sínum sló hann fleiri heimsmet, til að mynda fyrir flest stig í Tetris-leik. Leikjavísir Bandaríkin Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Tetris var gefinn út árið 1984 en náði hápunkti sínum árið 1989 þegar leikurinn var gefinn út á Nintendo-tölvunum. Leikurinn gengur út á það að raða kubbum sem eru mismunandi í laginu á sem bestan máta. Fyrst um sinn var talið að leikurinn væri einungis með 29 borð, þar til árið 2010 þegar spilarinn Thor Aackerlund afsannaði það með því að komast í borð 30. Seinna kom í ljós að borðin væru 157 talsins áður en leikurinn gæfi sig, en ekkert „endaborð“ hafði verið forritað inn í leikinn. Þar til í síðasta mánuði hafði einungis gervigreind komist svo langt í leiknum. Þá birti Gibson myndband af sér þar sem hann sést komast í borð 157 áður en leikurinn gefur sig. BBC greinir frá. Það tók Gibson 38 mínútur að komast í borðið en með árangri sínum sló hann fleiri heimsmet, til að mynda fyrir flest stig í Tetris-leik.
Leikjavísir Bandaríkin Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira