Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf. Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum verður fjallað um ástandið á Landspítalanum en yfirlæknir segist vart muna annað eins, slíkt sé álagið.

Hátt í níutíu sjúklingar liggja nú á göngum spítalans og hefur grímuskylda verið tekinn upp að nýju og heimsóknartími takmarkaður.

Einnig heyrum við í Víði Reynissyni og spyrjum hann út í ummæli Ármanns Höskuldssonar frá því í gær en hann vill að hugað verði að byggingu varnargarða fyrir Hafnarfjörð líkt og verið er að reisa við Grindavík. 

Þá fjöllum við um komandi forsetakosningar og fyrirkomulag þeirra og segjum frá nýrri aðgerðaráætlun varðandi táknmál hér á landi.

Í íþróttapakkanum verður fjallað um vistaskipti knattspyrnuþjálfarans Freys Alexanderssonar sem er á leið frá Lyngby í Danmörku til Belgíu og þá verður íslenska landsliðið í handbolta heimsótt á æfingu en strákarnir halda af landi brott á morgun fyrir evrópumótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×