Fór straumur um líkamann eftir að sortuæxlið var fjarlægt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2024 12:39 Katrín sagði upp störfum sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja í ágúst síðastliðnum. Vísir/Baldur hrafnkell Katrín Júlíusdóttir rithöfundur og fyrrverandi ráðherra, Alþingismaður og framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja greindist með sortuæxli á eyra síðastliðið haust. Hún gekkst undir aðgerð sem heppnaðist vel en verður í stífu eftirliti næstu mánuði. Katrín greinir frá þessu í áramótauppgjöri sínu á Facebook. Þar segir hún lamandi ótta hafa einkennt árið í bland við gleði, ferðalög, djúpt þakklæti og vináttu. Katrín upplýsir að hún hafi gengist undir aðgerð á hné á árinu og geti loks gengið verkjalaus eftir áratuga bras. Haustið 2023 hafi hún fengið greiningu þess efnis að hún væri með sortuæxli á eyra. Það hafi verið fjölskyldunni mikið áfall og „óttinn á köflum lamandi“. Átti erfitt með að ræða málin „Missti ég nánast málið um tíma, átti svo erfitt með að tala um þetta, því hef ég litlu deilt utan nánasta hrings fyrr en núna. Fór í tvær aðgerðir þar sem eyrað var skorið og byggt upp auk þess sem eitill var fjarlægður í þeirri seinni,“ segir Katrín. Bjarni M. Bjarnason eiginmaður hennar og rithöfundur hafi staðið við hlið hennar eins og klettur og synirnir sömuleiðis. Bjarni hafi farið í viðtal í Kiljunni daginn fyrir síðari aðgerðina með þrumuský óvisunnar yfir sér. Þar var Dúnstúlkan í þokunni, bók Bjarna, til umfjöllunar. „Ég fékk því að dást að mínum heittelskaða í sjúkrarúmi á LSH.“ Þremur dögum síðar var Bjarni tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Öll fjölskyldan var viðstödd. Stíft eftirlit næstu misseri „Þar brostum við í einlægri gleði - enn með þrumuský óvissunnar yfir okkur. Svona er lífið marglaga og myndirnar sem við birtum segja ekki alla söguna,“ segir Katrín og vísar til glansmyndarinnar sem fylgi birtingum á samfélagsmyndum. Fjölskyldan hafi svo fengið bestu fréttirnar í desember. Allt meinið hafi náðst úr eyra Katrínar. „Nú er að hlúa að líkama og sál auk þess sem ég verð í stífu eftirliti næstu misseri. Er svo þakklát fyrir heilbrigðisstarfsfólkið okkar. Á ekki orð yfir þakklætið. Er líka svo þakklát fyrir lífið sjálft og líf okkar fjölskyldunnar nákvæmlega eins og það er núna,“ segir Katrín. „Daginn eftir að ég fékk bestu fréttirnar slaknaði um stund á öllum líkamanum og um mig fór straumur þakklætis af slíkri dýpt að erfitt er að lýsa - líkist því helst að fá nýfætt barn í fangið.“ Heilbrigðismál Garðabær Ástin og lífið Tengdar fréttir Katrín segir upp störfum hjá SFF Katrín Júlíusdóttir hefur sagt starfi sínu, sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, lausu eftir tæplega sex ára starf fyrir samtökin. Þetta kemur fram á vef SFF þar sem segir að hún hafi upplýst stjórn samtakanna um þetta fyrr í mánuðinum. 29. ágúst 2022 16:38 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Katrín greinir frá þessu í áramótauppgjöri sínu á Facebook. Þar segir hún lamandi ótta hafa einkennt árið í bland við gleði, ferðalög, djúpt þakklæti og vináttu. Katrín upplýsir að hún hafi gengist undir aðgerð á hné á árinu og geti loks gengið verkjalaus eftir áratuga bras. Haustið 2023 hafi hún fengið greiningu þess efnis að hún væri með sortuæxli á eyra. Það hafi verið fjölskyldunni mikið áfall og „óttinn á köflum lamandi“. Átti erfitt með að ræða málin „Missti ég nánast málið um tíma, átti svo erfitt með að tala um þetta, því hef ég litlu deilt utan nánasta hrings fyrr en núna. Fór í tvær aðgerðir þar sem eyrað var skorið og byggt upp auk þess sem eitill var fjarlægður í þeirri seinni,“ segir Katrín. Bjarni M. Bjarnason eiginmaður hennar og rithöfundur hafi staðið við hlið hennar eins og klettur og synirnir sömuleiðis. Bjarni hafi farið í viðtal í Kiljunni daginn fyrir síðari aðgerðina með þrumuský óvisunnar yfir sér. Þar var Dúnstúlkan í þokunni, bók Bjarna, til umfjöllunar. „Ég fékk því að dást að mínum heittelskaða í sjúkrarúmi á LSH.“ Þremur dögum síðar var Bjarni tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Öll fjölskyldan var viðstödd. Stíft eftirlit næstu misseri „Þar brostum við í einlægri gleði - enn með þrumuský óvissunnar yfir okkur. Svona er lífið marglaga og myndirnar sem við birtum segja ekki alla söguna,“ segir Katrín og vísar til glansmyndarinnar sem fylgi birtingum á samfélagsmyndum. Fjölskyldan hafi svo fengið bestu fréttirnar í desember. Allt meinið hafi náðst úr eyra Katrínar. „Nú er að hlúa að líkama og sál auk þess sem ég verð í stífu eftirliti næstu misseri. Er svo þakklát fyrir heilbrigðisstarfsfólkið okkar. Á ekki orð yfir þakklætið. Er líka svo þakklát fyrir lífið sjálft og líf okkar fjölskyldunnar nákvæmlega eins og það er núna,“ segir Katrín. „Daginn eftir að ég fékk bestu fréttirnar slaknaði um stund á öllum líkamanum og um mig fór straumur þakklætis af slíkri dýpt að erfitt er að lýsa - líkist því helst að fá nýfætt barn í fangið.“
Heilbrigðismál Garðabær Ástin og lífið Tengdar fréttir Katrín segir upp störfum hjá SFF Katrín Júlíusdóttir hefur sagt starfi sínu, sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, lausu eftir tæplega sex ára starf fyrir samtökin. Þetta kemur fram á vef SFF þar sem segir að hún hafi upplýst stjórn samtakanna um þetta fyrr í mánuðinum. 29. ágúst 2022 16:38 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Katrín segir upp störfum hjá SFF Katrín Júlíusdóttir hefur sagt starfi sínu, sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, lausu eftir tæplega sex ára starf fyrir samtökin. Þetta kemur fram á vef SFF þar sem segir að hún hafi upplýst stjórn samtakanna um þetta fyrr í mánuðinum. 29. ágúst 2022 16:38