Óboðinn í jarðarför fjölskyldumeðlims og var tilkynntur til lögreglu Jón Þór Stefánsson skrifar 4. janúar 2024 13:28 Atvik málsins hverfast um jarðarför konu, en maðurinn sem kærði málið var bundinn henni fjölskylduböndum. Getty Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur úrskurðað að embætti ríkislögreglustjóra beri að veita manni aðgang að afriti símtals til neyðarlínunnar. Fyrir liggur að maðurinn er viðfang símtalsins, en í úrskurðinum kemur fram að hann hafi mætt óboðinn í jarðarför og dóttir hinnar látnu hafi tilkynnt hann til lögreglu vegna þess. Ekki kemur fram í úrskurðinum hvar eða hvenær atvikið átti sér stað, nema að konan hafi hringt í neyðarlínuna klukkan 16:36. Konan óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna kveðjuathafnar móður sinnar. Svo virðist sem hún hafi óskað eftir íhlutun lögreglunnar vegna mannsins, sem tengdist hinni látnu fjölskylduböndum. Lögregluna bar að garði og ræddi við manninn, og svo virðist vera sem hann hafi samþykkt að vera ekki viðstaddur athöfnina. Maðurinn óskaði síðan eftir því að fá upptöku eða nákvæmt afrit af símtalinu. Hann sagði mikilvægt fyrir sig að fá gögnin, og taldi sig eiga skilyrðislausan rétt á því, enda hefðu afskipti lögreglu falið í sér inngrip í líf hans með afgerandi hætti. Þá vildi hann geta lagt mat á það hvers vegna lögreglan hafi orðið við erindi konunnar og komið eins og skot eftir til að koma í veg fyrir þátttöku kæranda í athöfninni. Fram kemur að fyrir liggi að dóttir hinnar látnu hafi hringt símtalið og að málið varði því ekki uppljóstrun á því hver hringdi. Ríkislögreglustjóri sagði í umsögn sinni um málið að þó að maðurinn hefði hagsmuni umfram aðra um aðgang að gögnunum, þá vægju hagsmunir dótturinnar og hinnar látnu meira. Úrskurðarnefnd upplýsingamála komst þó að gagnstæðri niðurstöðu, að hagsmunir mannsins vægju meira. Hann ætti rétt á því að fá heildstæða mynd af tildrögum og ástæðum þess að lögreglan var kölluð til. Dómsmál Trúmál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Ekki kemur fram í úrskurðinum hvar eða hvenær atvikið átti sér stað, nema að konan hafi hringt í neyðarlínuna klukkan 16:36. Konan óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna kveðjuathafnar móður sinnar. Svo virðist sem hún hafi óskað eftir íhlutun lögreglunnar vegna mannsins, sem tengdist hinni látnu fjölskylduböndum. Lögregluna bar að garði og ræddi við manninn, og svo virðist vera sem hann hafi samþykkt að vera ekki viðstaddur athöfnina. Maðurinn óskaði síðan eftir því að fá upptöku eða nákvæmt afrit af símtalinu. Hann sagði mikilvægt fyrir sig að fá gögnin, og taldi sig eiga skilyrðislausan rétt á því, enda hefðu afskipti lögreglu falið í sér inngrip í líf hans með afgerandi hætti. Þá vildi hann geta lagt mat á það hvers vegna lögreglan hafi orðið við erindi konunnar og komið eins og skot eftir til að koma í veg fyrir þátttöku kæranda í athöfninni. Fram kemur að fyrir liggi að dóttir hinnar látnu hafi hringt símtalið og að málið varði því ekki uppljóstrun á því hver hringdi. Ríkislögreglustjóri sagði í umsögn sinni um málið að þó að maðurinn hefði hagsmuni umfram aðra um aðgang að gögnunum, þá vægju hagsmunir dótturinnar og hinnar látnu meira. Úrskurðarnefnd upplýsingamála komst þó að gagnstæðri niðurstöðu, að hagsmunir mannsins vægju meira. Hann ætti rétt á því að fá heildstæða mynd af tildrögum og ástæðum þess að lögreglan var kölluð til.
Dómsmál Trúmál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira