Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að opnað hafi verið fyrir skráningu 18. desember og í dag, 4. janúar, hafi ellefu þúsund eigendur bíla af þessu tagi skráð kílómetrastöðu ökutækja sinna. Endurgjöf notenda á skráningarferlinu, sem fer fram í gegn um Ísland.is, hafi verið jákvæð og uppbyggilega og þegar skilað endurbótum á kerfinu.
„Fyrsta skráning á kílómetrastöðu eftir upphaf gjaldtöku skal eiga sér stað fyrir 20. janúra 2024. Fyrsti gjalddagi greiðslna vegna gjaldtímabilsins janúar 2024 verður 1. febrúar 2024 og eindagi 14 dögum síðar,“ segir í tilkynningunni.
Gjaldið verður 6 kr/km fyrir rafmagns- og vetnisbíla en 2 kr/km fyrir tengiltvinnbíla.