Ráðamenn í Ísrael hafa afar ólíka sýn á framtíð Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2024 07:03 Ljóst er að innan ríkisstjórnar Netanyahu eru afar ólíkar skoðanir á því hvað á að verða um Gasa eftir að átökum lýkur. Gallant er fyrir miðju á myndinni. AP/Abir Sultan Varnarmálaráðherra Ísrael, Yoav Gallant, hefur greint frá því hvernig stjórnvöld sjá framtíð Gasa fyrir sér að loknum átökum á svæðinu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Ísrael. Samkvæmt tillögum varnarmálaráðuneytisins, sem Gallant hefur nú lagt fyrir forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu og stríðsráðuneyti stjórnar og stjórnarandstöðu, munu aðgerðir Ísraelsmanna standa yfir þar til þeim markmiðum hefur verið náð að frelsa alla gísla og tortíma Hamas, þannig að tryggt sé að samtökin hafi hvorki getu til að stjórna á svæðinu né stunda hernað gegn Ísraelsmönnum. Að því loknu tæki við tímabil þar sem „Hamas stjórnaði ekki Gasa og ógnaði ekki öryggi ríkisborgara Ísrael“. Gert er ráð fyrir að ótilgreind palestínsk yfirvöld myndu taka yfir stjórn á svæðinu. Ísrael myndi áskilja sér rétt til að grípa til aðgerða á Gasa en Ísraelsmenn myndu ekki hafa fasta viðveru þar eftir að hernaðarmarkmiðum væri náð. Á skjölunum sem Gallant lagði fram kemur fram að hann sé hugmyndasmiður þessar „framtíðarsýnar fyrir fasa 3“. Þetta er mögulega vegna þess að sumir samstarfsmanna Netanyahu á hægri vængnum eru sagðir ósammála tillögunum. Fyrirætlanir Gallant fyrir næstu skref í átökunum virðast benda til þess að draga eigi úr aðgerðum í norðurhluta Gasa en hann segir herinn munu berjast áfram við Hamas í suðurhlutanum, svo lengi sem þess reynist þörf. Ljóst þykir að skoðanamunur er innan ríkisstjórnar Ísrael hvað varðar framtíð Gasa en Itamar Ben-Gvir, ráðherra þjóðaröryggismála, kallaði eftir því á mánudag að Ísraelar stofnuðu byggðir á svæðinu og að lausn yrði fundin til að greiða fyrir brottflutningi Palestínumanna. Fjármálaráðherrann Bezalel Smotrich hefur sömuleiðis kallað eftir því að Palestínumenn hverfi á brott, þannig að Ísraelsmenn geti tekið svæðið yfir og „látið eyðimörkina blómstra“. Ummæli beggja hafa verið fordæmd af Arabaríkjunum og Bandaríkjunum. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Samkvæmt tillögum varnarmálaráðuneytisins, sem Gallant hefur nú lagt fyrir forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu og stríðsráðuneyti stjórnar og stjórnarandstöðu, munu aðgerðir Ísraelsmanna standa yfir þar til þeim markmiðum hefur verið náð að frelsa alla gísla og tortíma Hamas, þannig að tryggt sé að samtökin hafi hvorki getu til að stjórna á svæðinu né stunda hernað gegn Ísraelsmönnum. Að því loknu tæki við tímabil þar sem „Hamas stjórnaði ekki Gasa og ógnaði ekki öryggi ríkisborgara Ísrael“. Gert er ráð fyrir að ótilgreind palestínsk yfirvöld myndu taka yfir stjórn á svæðinu. Ísrael myndi áskilja sér rétt til að grípa til aðgerða á Gasa en Ísraelsmenn myndu ekki hafa fasta viðveru þar eftir að hernaðarmarkmiðum væri náð. Á skjölunum sem Gallant lagði fram kemur fram að hann sé hugmyndasmiður þessar „framtíðarsýnar fyrir fasa 3“. Þetta er mögulega vegna þess að sumir samstarfsmanna Netanyahu á hægri vængnum eru sagðir ósammála tillögunum. Fyrirætlanir Gallant fyrir næstu skref í átökunum virðast benda til þess að draga eigi úr aðgerðum í norðurhluta Gasa en hann segir herinn munu berjast áfram við Hamas í suðurhlutanum, svo lengi sem þess reynist þörf. Ljóst þykir að skoðanamunur er innan ríkisstjórnar Ísrael hvað varðar framtíð Gasa en Itamar Ben-Gvir, ráðherra þjóðaröryggismála, kallaði eftir því á mánudag að Ísraelar stofnuðu byggðir á svæðinu og að lausn yrði fundin til að greiða fyrir brottflutningi Palestínumanna. Fjármálaráðherrann Bezalel Smotrich hefur sömuleiðis kallað eftir því að Palestínumenn hverfi á brott, þannig að Ísraelsmenn geti tekið svæðið yfir og „látið eyðimörkina blómstra“. Ummæli beggja hafa verið fordæmd af Arabaríkjunum og Bandaríkjunum. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira