„Gleymi aldrei því sem við upplifðum saman“ Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2024 13:01 Freyr Alexandersson var og verður í miklum metum í Lyngby. Getty/Jan Christensen Fótboltaþjálfarinn Freyr Alexandersson kveður sína gömlu vinnuveitendur hjá Lyngby, stuðningsmenn og alla sem að félaginu koma, í hjartnæmu myndbandi í dag. Greinilegt er af myndbandinu hve þakklátur Freyr er fyrir þau tvö og hálft ár sem hann hefur búið í Danmörku og þjálfað Lyngby. Hann stýrði liðinu í fyrstu tilraun upp í dönsku úrvalsdeildina, hélt því þar með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð, og skilur nú við það um miðja deild til að taka við Kortrijk í Belgíu. „Ég hef átt fjölda stórkostlegra stunda í Lyngby Boldklub og finnst ég óhemju heppinn að hafa verið hluti af þessu félagi, sem hefur svo mikla þýðingu fyrir mig og mína fjölskyldu. Nú er því miður kominn tími til að kveðja – því miður, vegna þess að það er svo erfitt að kveðja félagið og allt það sem við höfum átt hér saman,“ segir Freyr í myndbandinu. View this post on Instagram A post shared by Lyngby Boldklub (@lyngbyboldklub) „Ég vil nýta tækifærið til að segja takk við alla í kringum félagið – stuðningsmenn, styrktaraðila og samverkamenn mína. Mér er svo annt um alla í Lyngby-fjölskyldunni og ég gleymi aldrei því sem við upplifðum saman,“ segir Freyr og kveðst ekki í vafa um að Lyngby verði áfram stýrt í rétta átt með samtakamætti allra þeirra sem að félaginu koma. Í frétt á vef Lyngby þakkar félagið Frey sömuleiðis „fyrir stórkostlegan tíma sem mun aldrei gleymast“, og á samfélagsmiðlum birtist þetta myndband honum til heiðurs: TAK FOR ALT, FREYR #SammenForLyngby pic.twitter.com/oyuvfBAals— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) January 5, 2024 Belgíski boltinn Danski boltinn Tengdar fréttir Freyr á leið í kirkjugarð þjálfara Óhætt er að segja að Freyr Alexandersson takist á við afar krefjandi verkefni sem nýr þjálfari belgíska liðsins Kortrijk. Malasískur auðjöfur með tengsl við Ísland er eigandi félagsins sem hefur ört skipt um þjálfara síðustu ár. 4. janúar 2024 13:30 Freyr gerði fimm missera samning Belgíska knattspyrnufélagið Kortrijk hefur nú staðfest kaup sín á þjálfaranum Frey Alexanderssyni. Hann skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2026. 5. janúar 2024 09:49 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Greinilegt er af myndbandinu hve þakklátur Freyr er fyrir þau tvö og hálft ár sem hann hefur búið í Danmörku og þjálfað Lyngby. Hann stýrði liðinu í fyrstu tilraun upp í dönsku úrvalsdeildina, hélt því þar með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð, og skilur nú við það um miðja deild til að taka við Kortrijk í Belgíu. „Ég hef átt fjölda stórkostlegra stunda í Lyngby Boldklub og finnst ég óhemju heppinn að hafa verið hluti af þessu félagi, sem hefur svo mikla þýðingu fyrir mig og mína fjölskyldu. Nú er því miður kominn tími til að kveðja – því miður, vegna þess að það er svo erfitt að kveðja félagið og allt það sem við höfum átt hér saman,“ segir Freyr í myndbandinu. View this post on Instagram A post shared by Lyngby Boldklub (@lyngbyboldklub) „Ég vil nýta tækifærið til að segja takk við alla í kringum félagið – stuðningsmenn, styrktaraðila og samverkamenn mína. Mér er svo annt um alla í Lyngby-fjölskyldunni og ég gleymi aldrei því sem við upplifðum saman,“ segir Freyr og kveðst ekki í vafa um að Lyngby verði áfram stýrt í rétta átt með samtakamætti allra þeirra sem að félaginu koma. Í frétt á vef Lyngby þakkar félagið Frey sömuleiðis „fyrir stórkostlegan tíma sem mun aldrei gleymast“, og á samfélagsmiðlum birtist þetta myndband honum til heiðurs: TAK FOR ALT, FREYR #SammenForLyngby pic.twitter.com/oyuvfBAals— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) January 5, 2024
Belgíski boltinn Danski boltinn Tengdar fréttir Freyr á leið í kirkjugarð þjálfara Óhætt er að segja að Freyr Alexandersson takist á við afar krefjandi verkefni sem nýr þjálfari belgíska liðsins Kortrijk. Malasískur auðjöfur með tengsl við Ísland er eigandi félagsins sem hefur ört skipt um þjálfara síðustu ár. 4. janúar 2024 13:30 Freyr gerði fimm missera samning Belgíska knattspyrnufélagið Kortrijk hefur nú staðfest kaup sín á þjálfaranum Frey Alexanderssyni. Hann skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2026. 5. janúar 2024 09:49 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Freyr á leið í kirkjugarð þjálfara Óhætt er að segja að Freyr Alexandersson takist á við afar krefjandi verkefni sem nýr þjálfari belgíska liðsins Kortrijk. Malasískur auðjöfur með tengsl við Ísland er eigandi félagsins sem hefur ört skipt um þjálfara síðustu ár. 4. janúar 2024 13:30
Freyr gerði fimm missera samning Belgíska knattspyrnufélagið Kortrijk hefur nú staðfest kaup sín á þjálfaranum Frey Alexanderssyni. Hann skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2026. 5. janúar 2024 09:49