Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2024 07:02 Harðir bardagar geisa enn í Úkraínu, tæpum tveimur árum eftir að innrás Rússa hófst. Getty/Ozge Elif Úkraínskir erindrekar höfðu ekki samþykkt skilmála Rússa áður en viðræðum var hætt nokkrum mánuðum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Þeir segja viðræðurnar ekki hafa snúist um frið, heldur uppgjöf. Þetta kemur fram í grein Wall Street Journal (áskriftarvefur) sem byggir á kafla úr nýrri bók Yaroslav Trofimov, stjóra erlendra frétta hjá miðlinum, sem hann hefur skrifað um stríðið í Úkraínu. Það hefur nú staðið yfir í tæp tvö ár en kaflinn varpar nýju ljósi á það hvernig slitnaði upp úr viðræðunum. Pútín, ráðamenn hans og málpípur hafa haldið því fram að Vesturlönd hafi þvingað Úkraínumenn til að gera ekki friðarsamkomulag við Rússa. Úkraínumenn segja ódæði Rússa í Bucha og víðar á hernumdum svæðum í Úkraínu hafa spilað stóra rullu í því að viðræðurnar hættu. Þeir segja einnig að Rússar hafi ekkert viljað ræða nema uppgjöf Úkraínumanna. Með umfangsmiklar kröfur Fyrst þegar sendinefndir frá Rússlandi og Úkraínu hittust í Belarús, hafði innrás Rússa í Úkraínu staðið yfir í einungis fjóra daga. Vladimír Medinskí, ráðgjafi Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, fór yfir kröfur Rússa á þessum fyrsta fundi. Þær fólu meðal annars í sér að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, færi frá völdum og að ríkisstjórn vinveitt Rússlandi tæki við. Sjá einnig: Heimsótti bæ sem Rússar reyna að umkringja Úkraínskir hermenn áttu einnig að leggja niður vopn og afhenda þau rússneskum hermönnum. Þá átti að handtaka og rétta yfir úkraínskum nasistum, en þannig tala Rússar í raun um alla Úkraínumenn sem eru mótfallnir yfirráðum Rússa yfir ríkinu, og rússneska átti að verða opinbert tungumál Úkraínu. Sjá einnig: Enginn friður fyrr en markmiðum Pútíns er náð Medinskí krafðist þess einnig að nöfnum gatna í Úkraínu yrði breytt aftur í þau nöfn sem göturnar höfðu á tímum Sovétríkjanna. „Við hlustuðum á þá og áttuðum okkur á því að þeir voru ekki sendir til viðræðna heldur til að taka við uppgjöf okkar,“ segir Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Selenskís sem tók þátt í viðræðunum. Hann segir að þeim hafi þó verið haldið áfram, því Úkraínumenn vildu vinna sér inn tíma. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, fór þann 10. mars 2022 til Antalya í Tyrklandi og hitti þar Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Kulbea segist hafa spurt Lavrov einfaldrar spurningar: „Hvað viljið þið?“ Lavrov svaraði ekki spurningunni, samkvæmt Kuleba, en þess í stað endurtók hann ásakanir Rússa um að Úkraína væri orðið ný-nasistabæli og að Úkraínumenn ætluðu sér að grafa undan Rússlandi. Sagði markmiðum náð Seinna í mars hófust formlegar viðræður sendinefnda Rússlands og Úkraínu í Istanbúl í Tyrklandi. Það var þann 29. mars en frá fundi Kuleba og Lavrovs nítján dögum áður, hafði staðan í Úkraínu breyst töluvert. Úkraínskir hermenn höfðu valdið verulegum skaða á hersveitum Rússa norður af Kænugarði. Meðlimir úkraínsku sendinefndarinnar segja að markmið þeirra hafi verið að fá Rússa til að hörfa aftur fyrir víglínurnar eins og þær voru fyrir innrásina í febrúar 2022 og að vera opnir fyrir lykilkröfum Rússa. Engar ákvarðanir átti þá að taka fyrr en á væntanlegum fundi Selenskís og Pútíns. Úkraínskir hermenn flytja lík rússnesks hermanns um borð í lest.EPA/SERGEY KOZLOV Sama dag og viðræðurnar í Istanbúl hófust, steig Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, í pontu í Moskvu og lýsti því yfir að helstu markmiðum hinnar sértæku hernaðaraðgerðar í Úkraínu, eins og Rússar kölluðu innrásina lengi, hefði verið náð. Búið væri að brjóta úkraínska herinn á bak aftur og tryggja yfirráð í háloftunum yfir Úkraínu. Nú yrði áherslan lögð á að „frelsa“ Donbass svæðið svokallaða, Dónetsk- og Lúhanskhéruð. Sjá einnig: Rússar segjast hafa náð markmiðum sínum og einbeita sér að Donbas Aðrir embættismenn höfðu slegið á svipaða strengi nokkrum dögum áður. Lýsti óvænt yfir vel heppnuðum fundi Eftir fyrsta fundinn í Istanbúl kom Medinskí svo öllum á óvart þegar hann lýsti því yfir á blaðamannafundi að fundurinn hefði skilað miklum árangri. Með tilliti til þess ætluðu Rússar að hörfa frá norðanverðri Úkraínu. Á þessum tíma áttu hersveitir Rússa við Kænugarð í miklum vandræðum með birgðir og voru undir miklum þrýstingi frá úkraínskum hermönnum. Pútín lýsti því seinna yfir að sendinefnd Úkraínumanna hefði svo gott sem samþykkt kröfur hans og sagði að hermennirnir hefðu höfðað til að skapa aðstæður fyrir frekari viðræður. Frá jarðarfjör úkraínsks hermanns í Kænugarði.Getty/Dmytro Larin Kuleba segir það þvælu. Ekkert samkomulag hafi náðst, heldur hafi viðræður einfaldlega staðið yfir. „Að tala við einhvern og að binda þig til einhvers eru tveir mismunandi hlutir,“ sagði Kuleba. Á sama tíma og Medinskí lýsti yfir árangri í viðræðunum voru úkraínskir hermenn að sækja fram norður af Kænugarði og komast í fyrsta sinn í bæi sem rússneskir hermenn höfðu hörfað frá í skyndi. Meðal þeirra bæja var Bucha. Þar komu hermennirnir að rotnum líkum óbreyttra borgara á götum bæjarins. Þeir fundu einnig lík fólks sem hafði verið pyntað og tekið af lífi. Mörg líkanna voru með bundnar hendur. Rúmlega 450 óbreyttir borgarar voru drepnir í Bucha á þeim mánuði sem bærinn var í höndum Rússa. Selenskí brást reiður við, eins og flestir Úkraínumenn. Bucha varð fyrsti bærinn í Úkraínu sem hann heimsótti eftir að innrás Rússa hófst og þar fordæmdi hann ódæði rússneskra hermanna og sagði erfitt að halda viðræðunum áfram eftir að hafa séð hvernig bærinn liti út. Rússar sýndu enga iðrun og viðurkenndu ekki að ódæðin hefðu átt sér stað. Lavrov sagði Úkraínumenn reyna að ögra Rússum og embættismenn í varnarmálaráðuneyti Rússlands staðhæfðu að enginn óbreyttur borgari hefði látið lífið. Medinskí hélt því fram að Úkraínumenn hefðu sviðsett ódæðin í Bucha því nafn bæjarins rímaði við enska orðið „Butcher“ eða slátrari. Eftir að ódæðin í Bucha urðu ljós hafa Úkraínumenn krafist þess að rússneskir hermenn yfirgefi alfarið Úkraínu og þar á meðal Krímskaga, sem Rússar hernámu og innlimuðu ólöglega árið 2014. Þá krefjast Úkraínumenn þess að þeim verði gert kleift að rétta yfir rússneskum embættismönnum sem grunaðir eru um stríðsglæpi. Johnson fyrstur til að heimsækja Úkraínu Boris Johnson, sem var þá forsætisráðherra Bretlands, varð fyrstur vestrænna leiðtoga til að sækja Selenskí heim þann 9. apríl. Í samtali við bókarhöfundinn sagðist hann hafa verið með áhyggjur á þessum tíma og sagðist ekki geta ímyndað sér hvernig samkomulag við Pútín myndi líta út. Hann sagði Selenskí að hann vildi ekki segja neinum til en í hans augum þyrfti Pútín að tapa og tryggja þyrfti sjálfstæði og fullveldi Úkraínumanna. „Við erum ekki að berjast. Það eru þið. Úkraínumenn eru að berjast og deyja,“ sagði Johnson og hét hann Úkraínumönnum stuðningi. Því hefur lengi verið haldið fram að Johnson hafi þvingað Selenskí til að hætta viðræðum við Rússa. Í bókinni og grein WSJ segi að óþarfi hafi verið að sannfæra Selenskí, sem sneri sér fljótt að því hvernig Bretar gætu aðstoðar úkraínska herinn. Viðræður milli Úkraínumanna og Rússa fjöruðu svo hægt og rólega út. Pútín var sannfærður um að Bandaríkjamenn hefðu þvingað Úkraínumenn til að hætta viðræðunum og rússneskir erindrekar báru þau skilaboð til erindreka Bandaríkjanna og sökuðu þá um að vilja veikja Rússland með langvarandi stríði. „Helbert kjaftæði,“ sagði einn meðlimur ríkisstjórnar Joes Biden. Hann sagðist vita fyrir víst að Bandaríkjamenn hefðu ekki beitt Úkraínumenn neinum þrýstingi um að hætta viðræðum. Podolyak, áðurnefndur ráðgjafi Selenskís, sagði í samtali við Trofimov að meðlimir sendinefndarinnar hefðu ekki áttað sig á því hvurslags stríð um væri að ræða. Það hafi ekki verið fyrr en eftir að þeir sneru aftur frá Istanbúl og ódæðin norður af Kænugarði urðu ljós sem þeir hafi gert það. „Við áttuðum okkur á því að Rússar muni reyna að útrýma Úkraínu sama hvað.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Þetta kemur fram í grein Wall Street Journal (áskriftarvefur) sem byggir á kafla úr nýrri bók Yaroslav Trofimov, stjóra erlendra frétta hjá miðlinum, sem hann hefur skrifað um stríðið í Úkraínu. Það hefur nú staðið yfir í tæp tvö ár en kaflinn varpar nýju ljósi á það hvernig slitnaði upp úr viðræðunum. Pútín, ráðamenn hans og málpípur hafa haldið því fram að Vesturlönd hafi þvingað Úkraínumenn til að gera ekki friðarsamkomulag við Rússa. Úkraínumenn segja ódæði Rússa í Bucha og víðar á hernumdum svæðum í Úkraínu hafa spilað stóra rullu í því að viðræðurnar hættu. Þeir segja einnig að Rússar hafi ekkert viljað ræða nema uppgjöf Úkraínumanna. Með umfangsmiklar kröfur Fyrst þegar sendinefndir frá Rússlandi og Úkraínu hittust í Belarús, hafði innrás Rússa í Úkraínu staðið yfir í einungis fjóra daga. Vladimír Medinskí, ráðgjafi Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, fór yfir kröfur Rússa á þessum fyrsta fundi. Þær fólu meðal annars í sér að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, færi frá völdum og að ríkisstjórn vinveitt Rússlandi tæki við. Sjá einnig: Heimsótti bæ sem Rússar reyna að umkringja Úkraínskir hermenn áttu einnig að leggja niður vopn og afhenda þau rússneskum hermönnum. Þá átti að handtaka og rétta yfir úkraínskum nasistum, en þannig tala Rússar í raun um alla Úkraínumenn sem eru mótfallnir yfirráðum Rússa yfir ríkinu, og rússneska átti að verða opinbert tungumál Úkraínu. Sjá einnig: Enginn friður fyrr en markmiðum Pútíns er náð Medinskí krafðist þess einnig að nöfnum gatna í Úkraínu yrði breytt aftur í þau nöfn sem göturnar höfðu á tímum Sovétríkjanna. „Við hlustuðum á þá og áttuðum okkur á því að þeir voru ekki sendir til viðræðna heldur til að taka við uppgjöf okkar,“ segir Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Selenskís sem tók þátt í viðræðunum. Hann segir að þeim hafi þó verið haldið áfram, því Úkraínumenn vildu vinna sér inn tíma. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, fór þann 10. mars 2022 til Antalya í Tyrklandi og hitti þar Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Kulbea segist hafa spurt Lavrov einfaldrar spurningar: „Hvað viljið þið?“ Lavrov svaraði ekki spurningunni, samkvæmt Kuleba, en þess í stað endurtók hann ásakanir Rússa um að Úkraína væri orðið ný-nasistabæli og að Úkraínumenn ætluðu sér að grafa undan Rússlandi. Sagði markmiðum náð Seinna í mars hófust formlegar viðræður sendinefnda Rússlands og Úkraínu í Istanbúl í Tyrklandi. Það var þann 29. mars en frá fundi Kuleba og Lavrovs nítján dögum áður, hafði staðan í Úkraínu breyst töluvert. Úkraínskir hermenn höfðu valdið verulegum skaða á hersveitum Rússa norður af Kænugarði. Meðlimir úkraínsku sendinefndarinnar segja að markmið þeirra hafi verið að fá Rússa til að hörfa aftur fyrir víglínurnar eins og þær voru fyrir innrásina í febrúar 2022 og að vera opnir fyrir lykilkröfum Rússa. Engar ákvarðanir átti þá að taka fyrr en á væntanlegum fundi Selenskís og Pútíns. Úkraínskir hermenn flytja lík rússnesks hermanns um borð í lest.EPA/SERGEY KOZLOV Sama dag og viðræðurnar í Istanbúl hófust, steig Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, í pontu í Moskvu og lýsti því yfir að helstu markmiðum hinnar sértæku hernaðaraðgerðar í Úkraínu, eins og Rússar kölluðu innrásina lengi, hefði verið náð. Búið væri að brjóta úkraínska herinn á bak aftur og tryggja yfirráð í háloftunum yfir Úkraínu. Nú yrði áherslan lögð á að „frelsa“ Donbass svæðið svokallaða, Dónetsk- og Lúhanskhéruð. Sjá einnig: Rússar segjast hafa náð markmiðum sínum og einbeita sér að Donbas Aðrir embættismenn höfðu slegið á svipaða strengi nokkrum dögum áður. Lýsti óvænt yfir vel heppnuðum fundi Eftir fyrsta fundinn í Istanbúl kom Medinskí svo öllum á óvart þegar hann lýsti því yfir á blaðamannafundi að fundurinn hefði skilað miklum árangri. Með tilliti til þess ætluðu Rússar að hörfa frá norðanverðri Úkraínu. Á þessum tíma áttu hersveitir Rússa við Kænugarð í miklum vandræðum með birgðir og voru undir miklum þrýstingi frá úkraínskum hermönnum. Pútín lýsti því seinna yfir að sendinefnd Úkraínumanna hefði svo gott sem samþykkt kröfur hans og sagði að hermennirnir hefðu höfðað til að skapa aðstæður fyrir frekari viðræður. Frá jarðarfjör úkraínsks hermanns í Kænugarði.Getty/Dmytro Larin Kuleba segir það þvælu. Ekkert samkomulag hafi náðst, heldur hafi viðræður einfaldlega staðið yfir. „Að tala við einhvern og að binda þig til einhvers eru tveir mismunandi hlutir,“ sagði Kuleba. Á sama tíma og Medinskí lýsti yfir árangri í viðræðunum voru úkraínskir hermenn að sækja fram norður af Kænugarði og komast í fyrsta sinn í bæi sem rússneskir hermenn höfðu hörfað frá í skyndi. Meðal þeirra bæja var Bucha. Þar komu hermennirnir að rotnum líkum óbreyttra borgara á götum bæjarins. Þeir fundu einnig lík fólks sem hafði verið pyntað og tekið af lífi. Mörg líkanna voru með bundnar hendur. Rúmlega 450 óbreyttir borgarar voru drepnir í Bucha á þeim mánuði sem bærinn var í höndum Rússa. Selenskí brást reiður við, eins og flestir Úkraínumenn. Bucha varð fyrsti bærinn í Úkraínu sem hann heimsótti eftir að innrás Rússa hófst og þar fordæmdi hann ódæði rússneskra hermanna og sagði erfitt að halda viðræðunum áfram eftir að hafa séð hvernig bærinn liti út. Rússar sýndu enga iðrun og viðurkenndu ekki að ódæðin hefðu átt sér stað. Lavrov sagði Úkraínumenn reyna að ögra Rússum og embættismenn í varnarmálaráðuneyti Rússlands staðhæfðu að enginn óbreyttur borgari hefði látið lífið. Medinskí hélt því fram að Úkraínumenn hefðu sviðsett ódæðin í Bucha því nafn bæjarins rímaði við enska orðið „Butcher“ eða slátrari. Eftir að ódæðin í Bucha urðu ljós hafa Úkraínumenn krafist þess að rússneskir hermenn yfirgefi alfarið Úkraínu og þar á meðal Krímskaga, sem Rússar hernámu og innlimuðu ólöglega árið 2014. Þá krefjast Úkraínumenn þess að þeim verði gert kleift að rétta yfir rússneskum embættismönnum sem grunaðir eru um stríðsglæpi. Johnson fyrstur til að heimsækja Úkraínu Boris Johnson, sem var þá forsætisráðherra Bretlands, varð fyrstur vestrænna leiðtoga til að sækja Selenskí heim þann 9. apríl. Í samtali við bókarhöfundinn sagðist hann hafa verið með áhyggjur á þessum tíma og sagðist ekki geta ímyndað sér hvernig samkomulag við Pútín myndi líta út. Hann sagði Selenskí að hann vildi ekki segja neinum til en í hans augum þyrfti Pútín að tapa og tryggja þyrfti sjálfstæði og fullveldi Úkraínumanna. „Við erum ekki að berjast. Það eru þið. Úkraínumenn eru að berjast og deyja,“ sagði Johnson og hét hann Úkraínumönnum stuðningi. Því hefur lengi verið haldið fram að Johnson hafi þvingað Selenskí til að hætta viðræðum við Rússa. Í bókinni og grein WSJ segi að óþarfi hafi verið að sannfæra Selenskí, sem sneri sér fljótt að því hvernig Bretar gætu aðstoðar úkraínska herinn. Viðræður milli Úkraínumanna og Rússa fjöruðu svo hægt og rólega út. Pútín var sannfærður um að Bandaríkjamenn hefðu þvingað Úkraínumenn til að hætta viðræðunum og rússneskir erindrekar báru þau skilaboð til erindreka Bandaríkjanna og sökuðu þá um að vilja veikja Rússland með langvarandi stríði. „Helbert kjaftæði,“ sagði einn meðlimur ríkisstjórnar Joes Biden. Hann sagðist vita fyrir víst að Bandaríkjamenn hefðu ekki beitt Úkraínumenn neinum þrýstingi um að hætta viðræðum. Podolyak, áðurnefndur ráðgjafi Selenskís, sagði í samtali við Trofimov að meðlimir sendinefndarinnar hefðu ekki áttað sig á því hvurslags stríð um væri að ræða. Það hafi ekki verið fyrr en eftir að þeir sneru aftur frá Istanbúl og ódæðin norður af Kænugarði urðu ljós sem þeir hafi gert það. „Við áttuðum okkur á því að Rússar muni reyna að útrýma Úkraínu sama hvað.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent