Þetta segir í tilkynningu Marel til Kauphallar. Þar segir að með hliðsjón af framlengdum fresti skuli JBT birta lokaákvörðun um hvort það hyggist gera yfirtökutilboð í Marel eigi síðar en 19. janúar 2024.
Á grundvelli langtímahagsmuna Marel og allra hluthafa félagsins, sé enn unnið að því að meta framangreinda óskuldbindandi viljayfirlýsingu af kostgæfni, meðal annars með öflun ítarlegri upplýsinga sem varða efnisatriði yfirlýsingarinnar og, í samstarfi við ráðgjafa félagsins, með takmörkuðum og óformlegum samskiptum við JBT.
Sem fyrr liggi ekki fyrir nein vissa um hvort umrædd yfirlýsing muni leiða til formlegs skuldbindandi yfirtökutilboðs, eða hverjir skilmálar þess kunni að verða.
Marel muni halda markaðsaðilum tímanlega upplýstum um gang mála í samræmi við upplýsingaskyldu félagsins.