Sorphirðufólk mætir til vinnu á laugardaginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2024 17:37 Myndin er sú safni. Vísir/EinarÁrna Reykjavíkurborg hefur boðað sorphirðufólk til vinnu á laugardaginn auk þess að lengja vinnudaginn í næstu viku til að vinna upp tafir sem orðið hafa eftir hátíðarnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að Sorphirða Reykjavíkur hafi ekki getað annað hirðu á pappír og plasti nægjanlega hratt í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum og Breiðholti. Úrgangur hafi verið mikill eftir hátíðirnar og færð verið erfið undanfarna daga. Losun á tunnum við heimili fari nú fram í Hlíðum og Holtum og er farið austur eftir. „Sorphirðufólk verður að störfum á laugardag 6. janúar og mun lengja vinnudaginn við hirðu í næstu viku, en það tekur tíma að vinna upp tafirnar orðið hafa, en þær stafa meðal annars af bilun á sorphirðubílum. Vegna tafa hefur úrgangur víða safnast upp sem gerir hirðuna þyngri og tefur enn frekar. Því má búast við að nokkurn tíma taki að vinna upp tafirnar þrátt fyrir aukna vinnu hirðufólks,“ segir í tilkynningunni. Hirða á gráum/brúnum tunnum, fyrir blandaðan úrgang og lífrænan úrgang, sé aftur á móti á áætlun í öllum hverfum. Hvattir til að sanda og salta Áhersla verði lögð á að losa grenndargáma í áðurnefndum hverfum vegna tafanna og íbúar hvattir til að nýta þá. „Íbúar eru jafnframt hvattir til að brjóta umbúðir vel saman svo sorptunnur nýtist sem best en ganga vel frá umframsorpi sem ekki rúmast í tunnunum þannig að auðvelt verði að hirða það, helst í stóra sorppoka.“ Hálka tefur líka fyrir sorphirðu og biðlar Reykjavíkurborg til íbúa að moka, sanda og salta gönguleiðir, passa lýsingu og að fara með umfram sorp á endurvinnslustöðvar SORPU. Komist íbúar ekki með umfram sorp á endurvinnslustöðvar sé hægt að skilja umfram sorp vel samanbrotið í pokum við sorptunnur. Góður frágangur létti hirðuna. „Þar sem að ekki er búið að salta og sanda gönguleiðir að sorptunnum getur þurft að sleppa því að tæma þær.“ Tafir á losun grenndargáma Þá kemur fram að tveir bílar séu að jafnaði á vegum verktakans sem losi grenndargáma höfuðborgarsvæðisins. Um áramótin hafi báðir bílarnir bilað. Því hafi verið tafir á losun grenndargáma en áhersla sé lögð á losun gáma í hverfum þar sem tafir eru á hirðu við heimili. „Til þess að draga úr áhrifunum hefur Sorphirða Reykjavíkur lánað einn af sínum sorphirðubílum til að losa grenndargáma á kvöldin.“ Sorpa Reykjavík Sorphirða Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Þar segir að Sorphirða Reykjavíkur hafi ekki getað annað hirðu á pappír og plasti nægjanlega hratt í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum og Breiðholti. Úrgangur hafi verið mikill eftir hátíðirnar og færð verið erfið undanfarna daga. Losun á tunnum við heimili fari nú fram í Hlíðum og Holtum og er farið austur eftir. „Sorphirðufólk verður að störfum á laugardag 6. janúar og mun lengja vinnudaginn við hirðu í næstu viku, en það tekur tíma að vinna upp tafirnar orðið hafa, en þær stafa meðal annars af bilun á sorphirðubílum. Vegna tafa hefur úrgangur víða safnast upp sem gerir hirðuna þyngri og tefur enn frekar. Því má búast við að nokkurn tíma taki að vinna upp tafirnar þrátt fyrir aukna vinnu hirðufólks,“ segir í tilkynningunni. Hirða á gráum/brúnum tunnum, fyrir blandaðan úrgang og lífrænan úrgang, sé aftur á móti á áætlun í öllum hverfum. Hvattir til að sanda og salta Áhersla verði lögð á að losa grenndargáma í áðurnefndum hverfum vegna tafanna og íbúar hvattir til að nýta þá. „Íbúar eru jafnframt hvattir til að brjóta umbúðir vel saman svo sorptunnur nýtist sem best en ganga vel frá umframsorpi sem ekki rúmast í tunnunum þannig að auðvelt verði að hirða það, helst í stóra sorppoka.“ Hálka tefur líka fyrir sorphirðu og biðlar Reykjavíkurborg til íbúa að moka, sanda og salta gönguleiðir, passa lýsingu og að fara með umfram sorp á endurvinnslustöðvar SORPU. Komist íbúar ekki með umfram sorp á endurvinnslustöðvar sé hægt að skilja umfram sorp vel samanbrotið í pokum við sorptunnur. Góður frágangur létti hirðuna. „Þar sem að ekki er búið að salta og sanda gönguleiðir að sorptunnum getur þurft að sleppa því að tæma þær.“ Tafir á losun grenndargáma Þá kemur fram að tveir bílar séu að jafnaði á vegum verktakans sem losi grenndargáma höfuðborgarsvæðisins. Um áramótin hafi báðir bílarnir bilað. Því hafi verið tafir á losun grenndargáma en áhersla sé lögð á losun gáma í hverfum þar sem tafir eru á hirðu við heimili. „Til þess að draga úr áhrifunum hefur Sorphirða Reykjavíkur lánað einn af sínum sorphirðubílum til að losa grenndargáma á kvöldin.“
Sorpa Reykjavík Sorphirða Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira