„Síðustu vikur hafa verið mikil rússíbanareið“ Aron Guðmundsson skrifar 6. janúar 2024 15:39 Freyr Alexandersson er orðinn þjálfari Kortrijk í Belgíu. Kortrijk Í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld verður rætt við Frey Alexandersson, nýráðinn þjálfara belgíska úrvalsdeildarfélagsins KV Kortrijk. Þar fer Freyr yfir rússíbanareið undanfarinna vikna, ákvörðunin að halda til Kortrijk sem er í miklu basli heima fyrir þessa dagana og hefur upplifað mikinn óstöðugleika undanfarin ár. Freyr skrifaði í gær undir samning til sumarsins 2026 við KV Kortrijk og er hann keyptur til félagsins frá danska liðinu Lyngby. Kaupverðið talið nema um 40 milljónum íslenskra króna en hjá Lyngby hafði Freyr gert frábæra hluti og fest liðið í sessi í dönsku úrvalsdeildinni. „Síðustu vikur hafa verið mikil rússíbanareið og þá kannski sérstaklega síðustu fjórir til fimm dagar. Tilfinningin með þessi skipti er hins vegar góð. Ég er kominn til Spánar núna í æfingaferð með liðinu eftir að hafa varið fyrsta vinnudegi mínum hjá félaginu í Kortrijk í gær. Það var góður dagur þar sem að við náðum að áorka miklu. Ég er kominn yfir þess helstu tilfinningar í tengslum við þá tilfinningaflækju sem maður upplifir við þessi skipti frá Lyngby yfir til Kortrijk. Nú hlakka ég bara til að takast á við þetta krefjandi verkefni.“ Klippa: Freyr: Skammtímaverkefnið er gríðarlega spennandi Var búinn að ákveða að framlengja ekki við Lyngby Þú nefnir þarna tilfinningarnar. Hverjar hafa þær akkúrat verið núna undanfarið? Því maður myndi ætla að þær væru margskonar. „Já. Það var erfitt að fara frá Lyngby. Í fótboltanum er maður alltaf að reyna finna réttu tímasetninguna. Ég er búinn að eiga góða fundi með forráðamönnum Lyngby núna yfir lengri tíma varðandi það hvernig við getum tekið félagið á næsta stig. Staðan hjá Lyngby lítur vel út, við höfum náð þeim markmiðum sem við settum okkur, en svo vildi ég fara að taka næsta skref með félagið. Við fundum ekki flöt á því hvernig við myndum ná því. Þá vorum við farnir að leiða hugann að því hvort ég myndi hætta sem þjálfari liðsins næsta sumar eða hvort við myndum framlengja samninginn okkar á milli. Ég var kominn á það að ég myndi ekki framlengja samning minn. Þeir möguleikar sem hafa komið upp á borðið upp á síðkastið, ég hef þurft að skoða þá alvarlega. En með þessum skiptum núna gefst einnig meiri tími fyrir nýjan þjálfara Lyngby að setja sitt fingrafar á félagið heldur en ef þessi atburðarás hefði átt sér stað í sumar. Vetrarglugginn í Danmörku er lengri heldur en sumarglugginn.“ Freyr er gríðarlega þakklátur öllum hjá Lyngby fyrir það hvernig hann fékk að enda tíma sinn sem þjálfari félagsins. „Þetta gerist á mjög fallegan hátt og samstarfið tekur enda í góðri sátt hjá öllum sem koma að þessu. Það eru forréttindi. Það gerist ekki oft í fótboltanum. Þetta voru því falleg og góð endalok á okkar samstarfi.“ Viðtalið við Frey í lengri útgáfu, þar sem að hann ræðir meðal annars stóra verkefnið framundan, má sjá í Sportpakka kvöldsins að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. Belgíski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Sjá meira
Freyr skrifaði í gær undir samning til sumarsins 2026 við KV Kortrijk og er hann keyptur til félagsins frá danska liðinu Lyngby. Kaupverðið talið nema um 40 milljónum íslenskra króna en hjá Lyngby hafði Freyr gert frábæra hluti og fest liðið í sessi í dönsku úrvalsdeildinni. „Síðustu vikur hafa verið mikil rússíbanareið og þá kannski sérstaklega síðustu fjórir til fimm dagar. Tilfinningin með þessi skipti er hins vegar góð. Ég er kominn til Spánar núna í æfingaferð með liðinu eftir að hafa varið fyrsta vinnudegi mínum hjá félaginu í Kortrijk í gær. Það var góður dagur þar sem að við náðum að áorka miklu. Ég er kominn yfir þess helstu tilfinningar í tengslum við þá tilfinningaflækju sem maður upplifir við þessi skipti frá Lyngby yfir til Kortrijk. Nú hlakka ég bara til að takast á við þetta krefjandi verkefni.“ Klippa: Freyr: Skammtímaverkefnið er gríðarlega spennandi Var búinn að ákveða að framlengja ekki við Lyngby Þú nefnir þarna tilfinningarnar. Hverjar hafa þær akkúrat verið núna undanfarið? Því maður myndi ætla að þær væru margskonar. „Já. Það var erfitt að fara frá Lyngby. Í fótboltanum er maður alltaf að reyna finna réttu tímasetninguna. Ég er búinn að eiga góða fundi með forráðamönnum Lyngby núna yfir lengri tíma varðandi það hvernig við getum tekið félagið á næsta stig. Staðan hjá Lyngby lítur vel út, við höfum náð þeim markmiðum sem við settum okkur, en svo vildi ég fara að taka næsta skref með félagið. Við fundum ekki flöt á því hvernig við myndum ná því. Þá vorum við farnir að leiða hugann að því hvort ég myndi hætta sem þjálfari liðsins næsta sumar eða hvort við myndum framlengja samninginn okkar á milli. Ég var kominn á það að ég myndi ekki framlengja samning minn. Þeir möguleikar sem hafa komið upp á borðið upp á síðkastið, ég hef þurft að skoða þá alvarlega. En með þessum skiptum núna gefst einnig meiri tími fyrir nýjan þjálfara Lyngby að setja sitt fingrafar á félagið heldur en ef þessi atburðarás hefði átt sér stað í sumar. Vetrarglugginn í Danmörku er lengri heldur en sumarglugginn.“ Freyr er gríðarlega þakklátur öllum hjá Lyngby fyrir það hvernig hann fékk að enda tíma sinn sem þjálfari félagsins. „Þetta gerist á mjög fallegan hátt og samstarfið tekur enda í góðri sátt hjá öllum sem koma að þessu. Það eru forréttindi. Það gerist ekki oft í fótboltanum. Þetta voru því falleg og góð endalok á okkar samstarfi.“ Viðtalið við Frey í lengri útgáfu, þar sem að hann ræðir meðal annars stóra verkefnið framundan, má sjá í Sportpakka kvöldsins að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2.
Belgíski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Sjá meira