Enski boltinn

Arnór skoraði og lagði upp í bikarnum

Dagur Lárusson skrifar
Arnór Sigurðsson hefur skrifað undir varanlegan samning við enska Championship liðið Blackburn Rovers til júní 2025.
Arnór Sigurðsson hefur skrifað undir varanlegan samning við enska Championship liðið Blackburn Rovers til júní 2025. Nick Potts/PA Images via Getty Images

Tíu leikjum var að ljúka í FA-bikarnum á Englandi en þar ber helst að nefna viðureign Blackburn og Cambridge þar sem Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði Blackburn og kom heldur betur við sögu.

Arnór hefur verið að spila virkilega vel fyrir Blackburn upp á síðkastið og leikurinn í dag var engin undantekning.

Það voru þó gestirnir frá Cambridge sem náðu óvænt forystunni á 6. mínútu. Leikmenn Blackburn voru þó ekki lengi að taka við sér og jafna en það gerðist á 23. mínútu með marki frá Sammie Szmodics. Staðan orðin 1-1.

Cambridge náðu aftur forystunni en þó aðeins í nokkrar mínútur. Arnór kom við sögu á 37. mínútu þegar hann lagði upp annað mark Szmodics en hann náði síðan að fullkomna þrennu sína í uppbótartíma fyrri hálfleiks og var staðan því 3-2 í hálfleik.

Það var síðan á 66. mínútu þar sem Arnór Sigurðsson skoraði eftir undirbúning frá Jake Garret. Staðan orðin 4-2 en það var síðan Harry Leonard sem skoraði síðasta markið og vann Blackburn því 5-2 og er komið áfram í næstu umferð.

Hvað önnur úrslit varðar má helst nefna það að úrvalsdeildarfélögin Brighton, Sheffield United og Bournemouth unnu öll sína leiki en öll úrslitin má sjá hér fyrir neðan.

Úrslitin:

Blackburn 5-2 Cambridge

Gillingham 0-4 Sheffield United

Hull City 1-1 Birmingham

Newport County 1-1 Eastleigh

Norwich City 1-1 Bristol Rovers

Plymouth 3-1 Sutton United

QPR 2-3 Bournemouth

Southampton 4-0 Walsall

Stoke 2-4 Brighton

Watford 2-1 Chesterfield




Fleiri fréttir

Sjá meira


×