Ungur leikmaður Blackburn látinn spila í öðruvísi treyju Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. janúar 2024 09:30 Rory Finneran er rétt tæplega 16 ára gamall og má samkvæmt lögum ekki reykja rafsígarettur, eða auglýsa þær. Gary Oakley/Getty Images Rory Finneran skráði sig í sögubækurnar í gær sem næst yngsti leikmaður til þess að spila keppnisleik fyrir Blackburn Rovers í 5-2 sigri gegn Cambridge United í FA bikarnum. Aðdáendur furðuðu sig á því þegar hinn 15 ára gamli Íri kom inn á völlinn, hvers vegna hann bæri enga auglýsingu á treyjunni. Ástæðan er einföld, helsti styrktaraðili félagsins er rafsígarettufyrirtækið Totally Wicked, og sökum aldurs mátti Finneran ekki bera auglýsingu þess. 15-year-old Rory Finneran couldn’t wear a sponsored shirt for Blackburn on his debut today as he's too young to vape 👀 pic.twitter.com/KhifuXorCV— Football on TNT Sports (@footballontnt) January 6, 2024 Rory Finneran kom inn fyrir manninn sem skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik leiksins, Sam Szmodics, á 91. mínútu þegar sigurinn var löngu tryggður. Leikmaðurinn ungi þykir mikið efni, fæddur þann 29. febrúar 2008 og var því aðeins 15 ára, 10 mánaða og 8 daga gamall þegar hann þreytti frumraun sína í gær. Hann er sá næst yngsti til að spila fyrir Blackburn. James Thomas var sá yngsti þegar hann kom inn á í 1-0 sigri gegn Wolves árið 2000, þá 15 ára, 2 mánaða og 26 daga gamall. Eins og áður segir vann Blackburn leikinn 5-2 og er því komið áfram í 32-liða úrslit FA bikarsins. Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði Blackburn, lagði upp og skoraði mark. Enski boltinn Tengdar fréttir Arnór skoraði og lagði upp í bikarnum Tíu leikjum var að ljúka í FA-bikarnum á Englandi en þar ber helst að nefna viðureign Blackburn og Cambridge þar sem Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði Blackburn og kom heldur betur við sögu. 6. janúar 2024 17:13 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Aðdáendur furðuðu sig á því þegar hinn 15 ára gamli Íri kom inn á völlinn, hvers vegna hann bæri enga auglýsingu á treyjunni. Ástæðan er einföld, helsti styrktaraðili félagsins er rafsígarettufyrirtækið Totally Wicked, og sökum aldurs mátti Finneran ekki bera auglýsingu þess. 15-year-old Rory Finneran couldn’t wear a sponsored shirt for Blackburn on his debut today as he's too young to vape 👀 pic.twitter.com/KhifuXorCV— Football on TNT Sports (@footballontnt) January 6, 2024 Rory Finneran kom inn fyrir manninn sem skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik leiksins, Sam Szmodics, á 91. mínútu þegar sigurinn var löngu tryggður. Leikmaðurinn ungi þykir mikið efni, fæddur þann 29. febrúar 2008 og var því aðeins 15 ára, 10 mánaða og 8 daga gamall þegar hann þreytti frumraun sína í gær. Hann er sá næst yngsti til að spila fyrir Blackburn. James Thomas var sá yngsti þegar hann kom inn á í 1-0 sigri gegn Wolves árið 2000, þá 15 ára, 2 mánaða og 26 daga gamall. Eins og áður segir vann Blackburn leikinn 5-2 og er því komið áfram í 32-liða úrslit FA bikarsins. Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði Blackburn, lagði upp og skoraði mark.
Enski boltinn Tengdar fréttir Arnór skoraði og lagði upp í bikarnum Tíu leikjum var að ljúka í FA-bikarnum á Englandi en þar ber helst að nefna viðureign Blackburn og Cambridge þar sem Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði Blackburn og kom heldur betur við sögu. 6. janúar 2024 17:13 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Arnór skoraði og lagði upp í bikarnum Tíu leikjum var að ljúka í FA-bikarnum á Englandi en þar ber helst að nefna viðureign Blackburn og Cambridge þar sem Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði Blackburn og kom heldur betur við sögu. 6. janúar 2024 17:13