Biðlar til stjórnvalda að setja sig í spor Palestínumanna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. janúar 2024 09:59 Hin 17 ára Asil al-Masri ávarpaði mótmælendur á Austurvelli í gær. Skjáskot Hin sautján ára Asil al-Masri sem kom til landsins frá Palestínu fyrr í vikunni biður Alþingismenn um að setja sig í spor Palestínumanna. Hún biður þá um að finna það í hjarta sér að koma fjölskyldum Palestínumanna búsettra á Íslandi í öruggt skjól hér á landi á meðan árásir Ísraela ógna lífi þeirra. Asil hlaut íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári til að sameinast bróður sínum á ný eftir að loftárás drap stóran hluta fjölskyldu hennar og tók frá henni annan fótinn. Margir standi enn frammi fyrir glötun Í ræðu sem hún flutti á Austurvelli í gær þar sem komið hefur verið upp tjaldbúðum til að þrýsta á yfirvöld að sameina palestínskar fjölskyldur. Þar segir hún sig og bróður sinn Suleiman sem hefur verið búsettur á Íslandi um nokkurt skeið vera þakklát íslensku þjóðinni en að margir Palestínumenn séu ekki í hennar stöðu. „Jafnvel þó að mér hafi tekist að flýja dauðann, stríðið og eyðilegginguna í Gasa og sameinast bróður mínum hér á Íslandi, veit ég að fjölskyldur margra Palestínumanna sem standa hér á meðal okkar standa enn frammi fyrir dauða, hungri og glötun á hverjum degi í Gasa,“ segir Asil. Hún segir það að fá að vera með fjölskyldu sinni í öryggi séu grundvallarmannréttindi óháð upprunalandi, kynþætti, trú eða kyni. Asil biðlar til íslenskra stjórnvalda í ræðu sinni að finna það í sér að sameina aðrar fjölskyldur frá Gasasvæðinu. „Gerið það að setja ykkur í þeirra spor og ímyndið ykkur að vakna á hverjum degi og vita ekki hvort þau tali við fjölskyldu sína í síðasta skiptið,“ segir hún. Íslendingar geti lært ýmislegt af þeim Hún biður stjórnvöld um að synja ekki Palestínumönnum sem leita skjóls á Íslandi og að vísa þeim þegar komnu ekki úr landi þar sem þau hafa hvorki tíma né styrk til þess að hafa áhyggjur af því að þeim verði brottvísað. Að lokum hvetur hún íslensku þjóðina til að hafa ekki áhyggjur. Palestínumenn séu menntað, duglegt og góðhjartað fólk sem vill aðeins fá að búa við öryggi og vera hluti af samfélagi. „Við getum lært ýmislegt af ykkur og þið getið lært ýmislegt af okkur. Við verðum ekki byrði á herðum neins,“ segir Asil að lokum og viðstaddir kyrjuðu áköll um frjálsa Palestínu. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Hún biður þá um að finna það í hjarta sér að koma fjölskyldum Palestínumanna búsettra á Íslandi í öruggt skjól hér á landi á meðan árásir Ísraela ógna lífi þeirra. Asil hlaut íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári til að sameinast bróður sínum á ný eftir að loftárás drap stóran hluta fjölskyldu hennar og tók frá henni annan fótinn. Margir standi enn frammi fyrir glötun Í ræðu sem hún flutti á Austurvelli í gær þar sem komið hefur verið upp tjaldbúðum til að þrýsta á yfirvöld að sameina palestínskar fjölskyldur. Þar segir hún sig og bróður sinn Suleiman sem hefur verið búsettur á Íslandi um nokkurt skeið vera þakklát íslensku þjóðinni en að margir Palestínumenn séu ekki í hennar stöðu. „Jafnvel þó að mér hafi tekist að flýja dauðann, stríðið og eyðilegginguna í Gasa og sameinast bróður mínum hér á Íslandi, veit ég að fjölskyldur margra Palestínumanna sem standa hér á meðal okkar standa enn frammi fyrir dauða, hungri og glötun á hverjum degi í Gasa,“ segir Asil. Hún segir það að fá að vera með fjölskyldu sinni í öryggi séu grundvallarmannréttindi óháð upprunalandi, kynþætti, trú eða kyni. Asil biðlar til íslenskra stjórnvalda í ræðu sinni að finna það í sér að sameina aðrar fjölskyldur frá Gasasvæðinu. „Gerið það að setja ykkur í þeirra spor og ímyndið ykkur að vakna á hverjum degi og vita ekki hvort þau tali við fjölskyldu sína í síðasta skiptið,“ segir hún. Íslendingar geti lært ýmislegt af þeim Hún biður stjórnvöld um að synja ekki Palestínumönnum sem leita skjóls á Íslandi og að vísa þeim þegar komnu ekki úr landi þar sem þau hafa hvorki tíma né styrk til þess að hafa áhyggjur af því að þeim verði brottvísað. Að lokum hvetur hún íslensku þjóðina til að hafa ekki áhyggjur. Palestínumenn séu menntað, duglegt og góðhjartað fólk sem vill aðeins fá að búa við öryggi og vera hluti af samfélagi. „Við getum lært ýmislegt af ykkur og þið getið lært ýmislegt af okkur. Við verðum ekki byrði á herðum neins,“ segir Asil að lokum og viðstaddir kyrjuðu áköll um frjálsa Palestínu.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira