Enski boltinn

Ivan Toney undir­býr endur­komu: Skoraði þrennu í æfinga­leik með B-liðinu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ivan Toney mun brátt snúa aftur í lið Brentford. Átta mánaða bann hans tekur enda þann 17. janúar.
Ivan Toney mun brátt snúa aftur í lið Brentford. Átta mánaða bann hans tekur enda þann 17. janúar. EPA-EFE/Tim Keeton

Ivan Toney nálgast endurkomu í ensku úrvalsdeildina eftir átta mánaða langt bann. Hann undirbýr sig þessa dagana með B-liði Brentford og skoraði þrennu í gær. 

Ivan Toney var dæmdur í átta mánaða bann þegar hann fannst sekur um 232 brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins. Hann var algjör lykilmaður í liði Brentford á síðasta tímabil og skoraði 21 mark í 35 leikjum.

Samkvæmt skilmálum leikbannsins er Toney heimilt að spila í æfingaleikjum fyrir lokuðum dyrum. Hann lék einn leik gegn Como í október og aftur í gær gegn u23 ára liði Southampton, þar sem hann setti tvö í fyrri hálfleik og fullkomnaði þrennuna í þeim seinni. 

Bannið tekur bráðlega enda og reikna má með því að Toney verði kominn með leikheimild þegar Brentford tekur á móti Nottingham Forest þann 20. janúar. Mörg stórlið hafa sýnt honum áhuga, þeirra á meðal Arsenal og Chelsea, en þjálfari liðsins sagði stjarnfræðilega hátt tilboð þurfa að berast í framherjann til að hann fái að yfirgefa félagið í janúar. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×