Svona er skiptingin samkvæmt nýrri könnun Maskínu.vísir/sara
Meirihluti þjóðarinnar er ósáttur við opinbera afstöðu Íslands almennt varðandi Gasa samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem gerð var rétt fyrir áramót eða 50,5 prósent.
Tuttugu og þrjú prósent segjast sátt og tuttugu og sex prósent eru í meðallagi sátt eða ósátt.
Tæp 58 prósent kvenna eru ósátt og rúmlega 43 prósent karla.vísir/sara
Konur eru heldur óánægðari en karlar en fólk á aldrinum 30 til 39 ára er ósáttast.
Dreifingin eftir aldri í hópi þeirra sem eru ósáttir.vísir/sara
Þeir sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn eru helst sáttir með afstöðu Íslands en þeir sem kjósa Sósíalistaflokkinn, Pírata og Flokk fólksins minnst sáttir.
Þeir sem kjósa Sósíalistaflokkinn eru óánægðastir.vísir/sara