Sara eyðir klukkutíma á dag í súrefnisklefa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2024 09:01 Sara Sigmundsdóttir leitar allra ráða til að ná sér af meiðslunum. Skjámynd/Youtube/3407 Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir leitar þessa dagana allra ráða og allra leiða til að ná sér góðri af meiðslum sínum áður en nýtt tímabil hefst með CrossFit Open í næsta mánuði. Sara opinberaði það í gær hvað hún gerir núna fimm sinnum í viku til viðbótar því að mæta á venjulega æfingar. Hún meiddist í undirbúningi sínum fyrir Down Under Championship í lok síðasta árs og gat ekki keppt í Ástralíu. Nú er hún komin aftur heim til Íslands. Sara ákvað að leita sér frekar aðstoðar til að ná sér góðri af meiðslunum fyrir tímabilið. Það kom Söru á óvart að geta fundið meðferðastöð á Íslandi til að hjálpa sér en hún fann slíka stöð hjá Greenfit á Dalvegi í Kópavogi. Háð niðurstöðunum „Þú þarf ekki að elska vinnuna en þú gerir þetta samt sem áður af því að þú ert háð niðurstöðunum,“ skrifar Sara í færslu á samfélagsmiðlum. Hún segir þar frá þremur meðferðum sem hafa verið í forgangi hjá henni síðan hún kom til Íslands. „Ég er að vinna að því að ná mér góðri svo ég get farið að æfa af fullum krafti á nýjan leik. Það styttist í nýtt tímabil og ég geri allt sem ég get til að sjá til þess að ég verði klár í slaginn,“ skrifar Sara. Fimm sinnum í viku Hún segir frá því að fimm sinnum í viku fer hún í tuttugu mínútna rauðljósameðferð, eyðir klukkutíma í súrefnisklefa og er að lokum í þrjár til fjórar mínútur í kuldameðferð á fullum styrk. „Ég vissi ekki að það væri svona meðferðastöð á Íslandi en ég get þakkað henni Eik Gylfadóttur minni fyrir að kynna mig fyrir Greenfit. Þau tóku vel á móti mér með opnum örmum og eru að hjálpa mér í endurhæfingunni. Ég verð þeim ávallt þakklát og þau losna kannski aldrei við mig,“ skrifar Sara. Sara sýndi líka myndband af sér fara í þessar meðferðir og þar má sjá hana vinna í tölvunni sinni á meðan hún eyðir klukkutíma í súrefnisklefanum. Meðferðirnar þrjár Fyrirtækið kynnir meðferðir sínar á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að meðferð í rauðum ljósum getur flýtt fyrir gróanda í vefjum líkamans ásamt því að geta dregið úr hrukkumyndun og öldrun húðarinnar. Sýnt hefur verið fram á ýmis önnur jákvæð áhrif rauðljósameðferðar svo sem aukið blóðflæði í vefjum. Súrefnismeðferð í súrefnisklefa er þar sögð verða heildræn meðferð sem bætir súrefnisflutning til frumna og þar með forsendur til heilbrigðra efnaskipta og heilsu. Meðferðin getur bætt getu frumanna til að hreinsa og endurnýja sig. Markmiðið er að auka súrefnisinnihald í blóði til að gera við vefi og endurheimta eðlilega starfsemi líkamans. Súrefnismeðferð er notuð til að auka súrefnismettun, efla blóðrás, draga úr öldrun og auka heilbrigði fruma. Kuldameðferð (cryotherapy á ensku) getur haft margvísleg góð áhrif á heilsu og líðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Sjá meira
Sara opinberaði það í gær hvað hún gerir núna fimm sinnum í viku til viðbótar því að mæta á venjulega æfingar. Hún meiddist í undirbúningi sínum fyrir Down Under Championship í lok síðasta árs og gat ekki keppt í Ástralíu. Nú er hún komin aftur heim til Íslands. Sara ákvað að leita sér frekar aðstoðar til að ná sér góðri af meiðslunum fyrir tímabilið. Það kom Söru á óvart að geta fundið meðferðastöð á Íslandi til að hjálpa sér en hún fann slíka stöð hjá Greenfit á Dalvegi í Kópavogi. Háð niðurstöðunum „Þú þarf ekki að elska vinnuna en þú gerir þetta samt sem áður af því að þú ert háð niðurstöðunum,“ skrifar Sara í færslu á samfélagsmiðlum. Hún segir þar frá þremur meðferðum sem hafa verið í forgangi hjá henni síðan hún kom til Íslands. „Ég er að vinna að því að ná mér góðri svo ég get farið að æfa af fullum krafti á nýjan leik. Það styttist í nýtt tímabil og ég geri allt sem ég get til að sjá til þess að ég verði klár í slaginn,“ skrifar Sara. Fimm sinnum í viku Hún segir frá því að fimm sinnum í viku fer hún í tuttugu mínútna rauðljósameðferð, eyðir klukkutíma í súrefnisklefa og er að lokum í þrjár til fjórar mínútur í kuldameðferð á fullum styrk. „Ég vissi ekki að það væri svona meðferðastöð á Íslandi en ég get þakkað henni Eik Gylfadóttur minni fyrir að kynna mig fyrir Greenfit. Þau tóku vel á móti mér með opnum örmum og eru að hjálpa mér í endurhæfingunni. Ég verð þeim ávallt þakklát og þau losna kannski aldrei við mig,“ skrifar Sara. Sara sýndi líka myndband af sér fara í þessar meðferðir og þar má sjá hana vinna í tölvunni sinni á meðan hún eyðir klukkutíma í súrefnisklefanum. Meðferðirnar þrjár Fyrirtækið kynnir meðferðir sínar á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að meðferð í rauðum ljósum getur flýtt fyrir gróanda í vefjum líkamans ásamt því að geta dregið úr hrukkumyndun og öldrun húðarinnar. Sýnt hefur verið fram á ýmis önnur jákvæð áhrif rauðljósameðferðar svo sem aukið blóðflæði í vefjum. Súrefnismeðferð í súrefnisklefa er þar sögð verða heildræn meðferð sem bætir súrefnisflutning til frumna og þar með forsendur til heilbrigðra efnaskipta og heilsu. Meðferðin getur bætt getu frumanna til að hreinsa og endurnýja sig. Markmiðið er að auka súrefnisinnihald í blóði til að gera við vefi og endurheimta eðlilega starfsemi líkamans. Súrefnismeðferð er notuð til að auka súrefnismettun, efla blóðrás, draga úr öldrun og auka heilbrigði fruma. Kuldameðferð (cryotherapy á ensku) getur haft margvísleg góð áhrif á heilsu og líðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Sjá meira