Bikarmeistararnir unnu þá 8-1 sigur á ÍR í Egilshöllinni. Allir átján leikmenn á skýrslu hjá Víkingi komu við sögu í leiknum. Tvenn systrapör komu við sögu í leiknum.
Þetta voru þær Sigurborg Katla og Þórdís Embla Sveinbjörnsdætur og Elíza Gígja og Inga Lilja Ómarsdóttir. Ólöf Hildur Tómasdóttir kom inn á sem varamaður í leiknum og systir hennar, Eva María, var á meðal starfsmanna Víkings.
Vakin var athygli á þessari merkilegu systrastaðreynd á Twitter-síðu Víkings og sagði að þetta væri til marks um hversu mikið fjölskyldufélag Víkingur væri.
Víkingur er mikill fjölskylduklúbbur en þetta gerist ekki oft. Skemmtilegt að segja frá því að í dag voru samtals 6 systur á leikskýrslu!
— Víkingur (@vikingurfc) January 7, 2024
Eva María og Ólöf, Inga Lilja og Elíza, Þórdís og Katla pic.twitter.com/V9X1VCQRnm
Hafdís Bára Höskuldsdóttir skoraði þrennu fyrir Víking, Sigdís Eva Bárðardóttir og Bergdís Sveinsdóttir sitt hvor tvö mörkin og Selma Dögg Björgvinsdóttir eitt.
Víkingur leikur í Bestu deildinni í sumar en liðið freistar þess þá að fylgja eftir frábæru tímabili 2023. Víkingar unnu þá Lengjudeildina og gerðu sér lítið fyrir og urðu bikarmeistarar, fyrst B-deildarliða.