Við ræðum við Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóra á Suðurnesjum um atburðarás dagsins í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Kurr er í þingmönnum eftir að umboðsmaður Alþingis birti álit sitt um að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafi ekki farið að lögum þegar hún stöðvaði hvalveiðar í sumar. Við fáum Vilhjálm Árnason varaformann þingflokks Sjálfstæðisflokksins í myndver og ræðum andrúmsloftið í þingflokknum.
Við sýnum einnig sláandi myndir frá óöld í Ekvador. Stjórnvöld lýsa yfir stríði á hendur glæpagengjum, sem staðið hafa fyrir miklum óeirðum síðustu daga. Þær náðu svo hámarki í gær með gíslatöku í beinni útsendingu.