Haukar segja sína hlið á laugardagsfundinum með Everage Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2024 11:01 Everage Lee Richardson talaði við Hauka en hélt því fram að hann væri með lausan samning sem var ekki. Vísir/Diego Everage Lee Richardson er og verður áfram leikmaður Breiðabliks. Haukar hafa lokað málinu enda leikmaðurinn á samningi hjá Breiðabliki. Haukar sýndu honum áhuga og ræddu við hann en segjast þá hafa fengið þær upplýsingar að hann væri að laus hjá Breiðabliki. Svo var hins vegar ekki. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur við fréttaflutning um það að Everage vildi komast til Hauka og sagði leikmanninn vera sáttan hjá Blikum auk þess að vera á samning sem Blikar væru að standa við. Ívar var líka ósáttur við það að Haukar væru að tala við samningsbundinn leikmann. Nú hafa Haukarnir komið fram með sína hlið á þessu máli. Þeir segja aðra sögu. „Við skulum hafa eitt alfarið á hreinu að Ívar er að kasta risastórum hnullungi úr glerhúsi. Hann sótti Breka (Gylfason) sjálfur úr Breiðabliki svona eins og hann er að væna okkur um sem er kolrangt,“ sagði Kristinn Jónasson, stjórnarmaður hjá Haukum og fyrrum leikmaður liðsins, í samtali við Vísi. Everage Richardsson.Vísir/Bára Er vinur þjálfara Hauka „Staðan er einfaldlega sú að Maté (Dalmay, þjálfari Hauka) og Everage eru vinir frá því að Maté samdi við Everage á sínum tíma. Everage er búinn að vera ósáttur hjá Breiðabliki út af fjárhagsstöðunni. Hann er að fá seint borgað. Hann hefur fengið borgað en var ekki búinn að fá borgað fyrir desember á föstudaginn var,“ sagði Kristinn. „Hann lætur Maté vita að hann vilji koma í Hauka, þrátt fyrir að hafa unnið okkur og pakkað okkur saman. Hann lætur Maté vita af því að hann sé búinn að koma sér undan samningi. Ég sagði við Maté: Ekki eyða tímanum mínum í að fara að setjast niður með honum fyrir hönd félagsins ef hann er ekki búinn að fá sig lausan,“ sagði Kristinn. Hélt því fram að hann væri með lausan samning „Hann heldur því fram stanslaust að hann hafi rætt við Ívar (Ásgrímsson, þjálfara Breiðabliks) og Heimi (Snæ Jónsson, formaður KKd. Breiðalbiks) og að hann sé með lausan samning. Ég segi við Maté á laugardagsmorguninn: Segðu Everage að hitta okkur. Við gerum tekið spjallið ef hann vill hitta okkur fyrst hann sé með lausan samning. Þá er ekkert mál að setjast niður og sjá hvað hann er að pæla,“ sagði Kristinn. „Rétt áður við spjöllum við hann þá hringir Bragi (Magnússon, formaður KKd.Hauka) í Ívar. Ívar segir honum að hann sé ekki formlega búinn að leysa sig undan samning og þá förum við inn á fundinn á allt öðrum forsendum. Við segjum Everage hvað Ívar sagði og þá fer Everage eitthvað að malda í móinn og segir að það sé einhver misskilningur. Hann ætlar þá að tala við þá. Þeir tala saman. Everage hættir við og málið er leyst,“ sagði Kristinn. „Málið er búið eftir það. Ég hringi í Heimi og læt hann vita að við höfum hitt Everage og það hafi komið fram fyrir fundinn að hann væri ekki búinn að leysa sig undan samning. Heimir segist ekki ætla að skrifa undir nein félagaskipti og alls ekki til okkar út af samkeppninni,“ sagði Kristinn. Haukar og Breiðablik eru í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Kristinn er ekki sáttur við það sem Ívar sagði í viðtali við Vísi og segir þjálfara Breiðabliks fara þar með rangt mál. Buðu honum aldrei hærri laun „Við erum ekki að bjóða Everage hærri laun. Það er þá eitthvað sem Everage hefur kannski sagt við hann. Ég veit það ekki. Við buðum honum aldrei hærri laun. Það var laus þjálfarastaða í minnibolta átta og níu ára. Við ætluðum að leyfa honum að koma og þjálfa. Svo myndum við semja við hann eftir tímabilið ef það myndi ganga vel. Það komum við með inn í samningaviðræðurnar,“ sagði Kristinn. „Stjórn Hauka finnst Ívar vera hagræða sannleikanum heldur betur í sinn hag þarna. Leikmaðurinn nálgaðist okkur haldandi því fram að hann væri búinn að leysa sig undan samningi,“ sagði Kristinn. Næstu leikir liðanna eru í kvöld. Haukar heimsækja Njarðvík en Blikar taka á móti Hetti í Smáranum. Leikur Breiðabliks og Hattar hefst klukkan 17.45 en leikur Hauka og Njarðvíkur klukkan 19.15. Subway-deild karla Haukar Breiðablik Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Sjá meira
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur við fréttaflutning um það að Everage vildi komast til Hauka og sagði leikmanninn vera sáttan hjá Blikum auk þess að vera á samning sem Blikar væru að standa við. Ívar var líka ósáttur við það að Haukar væru að tala við samningsbundinn leikmann. Nú hafa Haukarnir komið fram með sína hlið á þessu máli. Þeir segja aðra sögu. „Við skulum hafa eitt alfarið á hreinu að Ívar er að kasta risastórum hnullungi úr glerhúsi. Hann sótti Breka (Gylfason) sjálfur úr Breiðabliki svona eins og hann er að væna okkur um sem er kolrangt,“ sagði Kristinn Jónasson, stjórnarmaður hjá Haukum og fyrrum leikmaður liðsins, í samtali við Vísi. Everage Richardsson.Vísir/Bára Er vinur þjálfara Hauka „Staðan er einfaldlega sú að Maté (Dalmay, þjálfari Hauka) og Everage eru vinir frá því að Maté samdi við Everage á sínum tíma. Everage er búinn að vera ósáttur hjá Breiðabliki út af fjárhagsstöðunni. Hann er að fá seint borgað. Hann hefur fengið borgað en var ekki búinn að fá borgað fyrir desember á föstudaginn var,“ sagði Kristinn. „Hann lætur Maté vita að hann vilji koma í Hauka, þrátt fyrir að hafa unnið okkur og pakkað okkur saman. Hann lætur Maté vita af því að hann sé búinn að koma sér undan samningi. Ég sagði við Maté: Ekki eyða tímanum mínum í að fara að setjast niður með honum fyrir hönd félagsins ef hann er ekki búinn að fá sig lausan,“ sagði Kristinn. Hélt því fram að hann væri með lausan samning „Hann heldur því fram stanslaust að hann hafi rætt við Ívar (Ásgrímsson, þjálfara Breiðabliks) og Heimi (Snæ Jónsson, formaður KKd. Breiðalbiks) og að hann sé með lausan samning. Ég segi við Maté á laugardagsmorguninn: Segðu Everage að hitta okkur. Við gerum tekið spjallið ef hann vill hitta okkur fyrst hann sé með lausan samning. Þá er ekkert mál að setjast niður og sjá hvað hann er að pæla,“ sagði Kristinn. „Rétt áður við spjöllum við hann þá hringir Bragi (Magnússon, formaður KKd.Hauka) í Ívar. Ívar segir honum að hann sé ekki formlega búinn að leysa sig undan samning og þá förum við inn á fundinn á allt öðrum forsendum. Við segjum Everage hvað Ívar sagði og þá fer Everage eitthvað að malda í móinn og segir að það sé einhver misskilningur. Hann ætlar þá að tala við þá. Þeir tala saman. Everage hættir við og málið er leyst,“ sagði Kristinn. „Málið er búið eftir það. Ég hringi í Heimi og læt hann vita að við höfum hitt Everage og það hafi komið fram fyrir fundinn að hann væri ekki búinn að leysa sig undan samning. Heimir segist ekki ætla að skrifa undir nein félagaskipti og alls ekki til okkar út af samkeppninni,“ sagði Kristinn. Haukar og Breiðablik eru í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Kristinn er ekki sáttur við það sem Ívar sagði í viðtali við Vísi og segir þjálfara Breiðabliks fara þar með rangt mál. Buðu honum aldrei hærri laun „Við erum ekki að bjóða Everage hærri laun. Það er þá eitthvað sem Everage hefur kannski sagt við hann. Ég veit það ekki. Við buðum honum aldrei hærri laun. Það var laus þjálfarastaða í minnibolta átta og níu ára. Við ætluðum að leyfa honum að koma og þjálfa. Svo myndum við semja við hann eftir tímabilið ef það myndi ganga vel. Það komum við með inn í samningaviðræðurnar,“ sagði Kristinn. „Stjórn Hauka finnst Ívar vera hagræða sannleikanum heldur betur í sinn hag þarna. Leikmaðurinn nálgaðist okkur haldandi því fram að hann væri búinn að leysa sig undan samningi,“ sagði Kristinn. Næstu leikir liðanna eru í kvöld. Haukar heimsækja Njarðvík en Blikar taka á móti Hetti í Smáranum. Leikur Breiðabliks og Hattar hefst klukkan 17.45 en leikur Hauka og Njarðvíkur klukkan 19.15.
Subway-deild karla Haukar Breiðablik Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Sjá meira