Suðurlandið heldur uppi merki Íslands á Wodapalooza mótinu í Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2024 14:01 Íslenski hópurinn á Wodapalooza. Talið frá vinstri: Breki Þórðarson, Tindur Eliasen, Guðbjörg Valdimarsdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson. Bergrós Björnsdóttir og Eggert Ólafsson þjálfari. @brekibjola Ísland á þrjá flotta keppendur í meistaraflokki á Wodapalooza CrossFit stórmótinu í ár, einn í einstaklingskeppninni og tvo í liðakeppni og þeir eiga eitt sameiginlegt. Að auki keppa síðan tveir aðrir Íslendingar á mótinu. Wodapalooza mótið hefst í Miami á Flórída í dag og stendur yfir til sunnudags. Þetta er eitt stærsta CrossFit mót ársins. Hin unga Bergrós Björnsdóttir er sú eina sem keppnir í einstaklingskeppni mótsins en hún fékk boð um að færa sig úr unglingaflokki yfir í meistaraflokk kvenna. Bergrós vann brons í unglingaflokki á síðustu heimsleikum og er ríkjandi Íslandsmeistari kvenna í CrossFit. Hún var aðeins sextán ára þegar hún varð Íslandsmeistari og setti með því met. Hvergerðingarnir Björgvin Karl Guðmundsson og Guðbjörg Valdimarsdóttir keppa bæði í liðakeppninni en eru þó ekki í sama liðinu. Björgvin Karl, okkar öflugasti CrossFit maður í meira en áratug, er í liði með Patrick Vellner frá Kanada og Travis Mayer frá Bandaríkjunum. Liðið ber nafnið Tres Leches. Guðbjörg, sem varð Íslandsmeistari kvenna í CrossFit árið 2022 og öðru sæti á síðasta Íslandsmeistaramóti, er í liði með Nicole Crouch frá Bretlandi og Katie Brock frá Nýja-Sjálandi. Liðið ber nafnið NGH. Fyrir utan keppni í meistaraflokkunum þá eiga Íslendingar einnig tvo aðra keppendur á mótinu. Breki Þórðarson keppir í flokki fatlaðra en hann var með á heimsleikunum í fyrra. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig. Tindur Eliasen keppir síðan í unglingaflokknum en hann komst í gegnum undankeppnina eins og Bergrós. Tindur hefur oftar en einu sinni orðið Íslandsmeisari í CrossFit í sínum aldursflokki. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) CrossFit Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
Wodapalooza mótið hefst í Miami á Flórída í dag og stendur yfir til sunnudags. Þetta er eitt stærsta CrossFit mót ársins. Hin unga Bergrós Björnsdóttir er sú eina sem keppnir í einstaklingskeppni mótsins en hún fékk boð um að færa sig úr unglingaflokki yfir í meistaraflokk kvenna. Bergrós vann brons í unglingaflokki á síðustu heimsleikum og er ríkjandi Íslandsmeistari kvenna í CrossFit. Hún var aðeins sextán ára þegar hún varð Íslandsmeistari og setti með því met. Hvergerðingarnir Björgvin Karl Guðmundsson og Guðbjörg Valdimarsdóttir keppa bæði í liðakeppninni en eru þó ekki í sama liðinu. Björgvin Karl, okkar öflugasti CrossFit maður í meira en áratug, er í liði með Patrick Vellner frá Kanada og Travis Mayer frá Bandaríkjunum. Liðið ber nafnið Tres Leches. Guðbjörg, sem varð Íslandsmeistari kvenna í CrossFit árið 2022 og öðru sæti á síðasta Íslandsmeistaramóti, er í liði með Nicole Crouch frá Bretlandi og Katie Brock frá Nýja-Sjálandi. Liðið ber nafnið NGH. Fyrir utan keppni í meistaraflokkunum þá eiga Íslendingar einnig tvo aðra keppendur á mótinu. Breki Þórðarson keppir í flokki fatlaðra en hann var með á heimsleikunum í fyrra. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig. Tindur Eliasen keppir síðan í unglingaflokknum en hann komst í gegnum undankeppnina eins og Bergrós. Tindur hefur oftar en einu sinni orðið Íslandsmeisari í CrossFit í sínum aldursflokki. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza)
CrossFit Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum