Íslenska veikin! Hjálmar Jónsson skrifar 11. janúar 2024 15:24 Númer eitt. Ég skrifa þessa grein vegna þess að trúverðugleiki blaðamanna og Blaðamannafélags Íslands skiptir höfuðmáli fyrir lýðræðislega umræðu og það aðhald sem hún veitir. Númer tvö. Ágreiningur minn við núverandi formann Blaðamannafélags Íslands (BÍ) snýst einungis um meint brot hennar á skattalögum og skort á því að gera hreint fyrir sínum dyrum þegar fjölmiðlar hafa gengið eftir skýringum. Það er enginn trúnaðarbrestur okkar í milli heldur er þaðskylda mín sem framkvæmdastjóra Blaðamannafélags Íslands að standa vörð um orðstýr félagsins. Því miður hef ég verið dálítið einmanna í því hlutverki undanfarið, en ítrekað sagt það við núverandi formann. Einnig lét ég þá skoðun í ljósi á stjórnarfundum félagsins meðan ég fékk að sækja þá. Skoðun mín hefur legið fyrir frá upphafi, ég hef ekki komið aftan að neinum í þessu máli. Númer þrjú. Núverandi formaður BÍ er illa haldin af „íslensku veikinni“, sem ég kýs að kalla svo, og felst í því að setja sjálfum sér sérreglur og öllum öðrum aðrar reglur. Það er þjóðarósiður. Ég veit ekki hversu oft ég hef upplifað það á fjörutíu ára ferli sem blaðamaður, að brotamenn setji í herðarnar og segi manni að éta það sem úti frýs, reglurnar gildi um alla aðra en þá. Númer fjögur. Það liggur fyrir í samtölum mínum við núverandi formann að hann er sekur um að skjóta tekjum undan skatti í þrjú ár. Það hefði ekki komist upp nema vegna þess að skattyfirvöld kölluðu eftir upplýsingum frá Airbnb og fengu um síðir. Að telja ekki fram tekjur til skatts í eitt ár getur verið mistök, í tvö ár kanski heimska, en í þrjú ár samfleytt hlýtur að teljast einbeittur brotavilji. Í mínu ungdæmi hétu þetta skattsvik en á nýíslensku núverandi formanns heitir þetta endurálagning! Númer fimm. Þetta er ekki mitt mál og ömurlegt að þurfa að koma að svona lágkúru. Orðstýr Blaðamananfélagsins er hins vegar mitt mál og þau gildi sem Blaðamannafélagið stendur fyrir. Ég hef notið trúnaðar blaðamanna og félagsmanna í BÍ til að starfa fyrir þá í tæpa fjóra áratugi og það er ekki í myndinni að bregðast þeim trúnaði. Formaður Blaðamannafélags Íslands þarf að hafa hreinan skjöld; svo einfalt er það. Það sorglega er að núverandi formaður hefur tekið eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni félagsins. Það er til skammar fyrir núverandi formann og þá sem hafa lagt hönd á plóg. Númer sex. Þetta er ekki „frekjukallasyndróm“ eins og einhver gæti haldið. Því til sönnunar var ég búinn að starfa vandræðalaust með núverandi formann í rúm tvö ár áður,en upplýsingar um skattaundaskot hennar komu fram. Númer sjö. Það sauð upp úr milli mín og formannsins endanlega í síðustu viku þegar hún vildi fá skoðunaraðgang að reikningum félagsins. Ég hafnaði því alfarið, enda fullkomlega óeðlilegt að mínu mati. Stjórn og formaður geta kallað eftir öllum upplýsingum úr bókhaldi félagsins, en viðkvæmar persónuupplýsingar um hverjir fá endurgreiddan sálfræðikostnað eða eru að glíma við krabbamein, svo dæmi séu tekin, koma þeim að sjálfsögðu ekki við. Stjórn styrktarsjóðs BÍ kjörin á aðalfundi afgreiðir þau mál og er bundin ströngum trúnaði. Að veita öðrum aðild að slíkum persónugreinanlegum upplýsingum væri lögbrot og trúnaður um þessar upplýsingar þarf að vera hafinn yfir allan vafa. Númer átta. Það hafa verið forréttindi að fá að vinna fyrir blaðamenn undanfarna fjóra áratugi og hafa traust þeirra til þess. Það hefur verið ótrúleg farsæld yfir þessu starfi alla tíð, sem ég þakka forsjóninni fyrir. Ég tók við góðu búi frá fyrirrennurum mínum. Svo dæmi sé tekið tapaði Blaðamannafélagið engum fjármunum í hruninu og eigið fé þess hefur meira tífaldast að raungildi á síðustu 20 árum. Þetta hefur tekist þrátt fyrir að ekkert íslenskt stéttarfélag standi jafnvel með félagsmönnum sínum og BÍ gerir að mínu mati. Númer níu. Ég hef fundið ótrúlega mikinn stuðning undanfarinn sólarhring frá félögum í BÍ og fyrir það er ég hrærður og þakklátur. Ég trúi því að stjórn félagsins standi til þess að gera ein í þessari ákvörðun sinni. Mér var boðinn starfslokasamningur sem ég að sjálfsögðu hafnaði. Maður samþykkir ekki svona vinnubrögð þó allur gjaldeyrisforði Seðlabankans sé í boði. Eða eins og vinur minn og blaðamaður til meira en 50 ára sagði við mig í gærkvöldi: „Þetta er ekki einhver klúbbur, með fullri virðingu fyrir þeim, þetta er Blaðamannafélag Íslands!“ Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Númer eitt. Ég skrifa þessa grein vegna þess að trúverðugleiki blaðamanna og Blaðamannafélags Íslands skiptir höfuðmáli fyrir lýðræðislega umræðu og það aðhald sem hún veitir. Númer tvö. Ágreiningur minn við núverandi formann Blaðamannafélags Íslands (BÍ) snýst einungis um meint brot hennar á skattalögum og skort á því að gera hreint fyrir sínum dyrum þegar fjölmiðlar hafa gengið eftir skýringum. Það er enginn trúnaðarbrestur okkar í milli heldur er þaðskylda mín sem framkvæmdastjóra Blaðamannafélags Íslands að standa vörð um orðstýr félagsins. Því miður hef ég verið dálítið einmanna í því hlutverki undanfarið, en ítrekað sagt það við núverandi formann. Einnig lét ég þá skoðun í ljósi á stjórnarfundum félagsins meðan ég fékk að sækja þá. Skoðun mín hefur legið fyrir frá upphafi, ég hef ekki komið aftan að neinum í þessu máli. Númer þrjú. Núverandi formaður BÍ er illa haldin af „íslensku veikinni“, sem ég kýs að kalla svo, og felst í því að setja sjálfum sér sérreglur og öllum öðrum aðrar reglur. Það er þjóðarósiður. Ég veit ekki hversu oft ég hef upplifað það á fjörutíu ára ferli sem blaðamaður, að brotamenn setji í herðarnar og segi manni að éta það sem úti frýs, reglurnar gildi um alla aðra en þá. Númer fjögur. Það liggur fyrir í samtölum mínum við núverandi formann að hann er sekur um að skjóta tekjum undan skatti í þrjú ár. Það hefði ekki komist upp nema vegna þess að skattyfirvöld kölluðu eftir upplýsingum frá Airbnb og fengu um síðir. Að telja ekki fram tekjur til skatts í eitt ár getur verið mistök, í tvö ár kanski heimska, en í þrjú ár samfleytt hlýtur að teljast einbeittur brotavilji. Í mínu ungdæmi hétu þetta skattsvik en á nýíslensku núverandi formanns heitir þetta endurálagning! Númer fimm. Þetta er ekki mitt mál og ömurlegt að þurfa að koma að svona lágkúru. Orðstýr Blaðamananfélagsins er hins vegar mitt mál og þau gildi sem Blaðamannafélagið stendur fyrir. Ég hef notið trúnaðar blaðamanna og félagsmanna í BÍ til að starfa fyrir þá í tæpa fjóra áratugi og það er ekki í myndinni að bregðast þeim trúnaði. Formaður Blaðamannafélags Íslands þarf að hafa hreinan skjöld; svo einfalt er það. Það sorglega er að núverandi formaður hefur tekið eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni félagsins. Það er til skammar fyrir núverandi formann og þá sem hafa lagt hönd á plóg. Númer sex. Þetta er ekki „frekjukallasyndróm“ eins og einhver gæti haldið. Því til sönnunar var ég búinn að starfa vandræðalaust með núverandi formann í rúm tvö ár áður,en upplýsingar um skattaundaskot hennar komu fram. Númer sjö. Það sauð upp úr milli mín og formannsins endanlega í síðustu viku þegar hún vildi fá skoðunaraðgang að reikningum félagsins. Ég hafnaði því alfarið, enda fullkomlega óeðlilegt að mínu mati. Stjórn og formaður geta kallað eftir öllum upplýsingum úr bókhaldi félagsins, en viðkvæmar persónuupplýsingar um hverjir fá endurgreiddan sálfræðikostnað eða eru að glíma við krabbamein, svo dæmi séu tekin, koma þeim að sjálfsögðu ekki við. Stjórn styrktarsjóðs BÍ kjörin á aðalfundi afgreiðir þau mál og er bundin ströngum trúnaði. Að veita öðrum aðild að slíkum persónugreinanlegum upplýsingum væri lögbrot og trúnaður um þessar upplýsingar þarf að vera hafinn yfir allan vafa. Númer átta. Það hafa verið forréttindi að fá að vinna fyrir blaðamenn undanfarna fjóra áratugi og hafa traust þeirra til þess. Það hefur verið ótrúleg farsæld yfir þessu starfi alla tíð, sem ég þakka forsjóninni fyrir. Ég tók við góðu búi frá fyrirrennurum mínum. Svo dæmi sé tekið tapaði Blaðamannafélagið engum fjármunum í hruninu og eigið fé þess hefur meira tífaldast að raungildi á síðustu 20 árum. Þetta hefur tekist þrátt fyrir að ekkert íslenskt stéttarfélag standi jafnvel með félagsmönnum sínum og BÍ gerir að mínu mati. Númer níu. Ég hef fundið ótrúlega mikinn stuðning undanfarinn sólarhring frá félögum í BÍ og fyrir það er ég hrærður og þakklátur. Ég trúi því að stjórn félagsins standi til þess að gera ein í þessari ákvörðun sinni. Mér var boðinn starfslokasamningur sem ég að sjálfsögðu hafnaði. Maður samþykkir ekki svona vinnubrögð þó allur gjaldeyrisforði Seðlabankans sé í boði. Eða eins og vinur minn og blaðamaður til meira en 50 ára sagði við mig í gærkvöldi: „Þetta er ekki einhver klúbbur, með fullri virðingu fyrir þeim, þetta er Blaðamannafélag Íslands!“ Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar