Íslenska veikin! Hjálmar Jónsson skrifar 11. janúar 2024 15:24 Númer eitt. Ég skrifa þessa grein vegna þess að trúverðugleiki blaðamanna og Blaðamannafélags Íslands skiptir höfuðmáli fyrir lýðræðislega umræðu og það aðhald sem hún veitir. Númer tvö. Ágreiningur minn við núverandi formann Blaðamannafélags Íslands (BÍ) snýst einungis um meint brot hennar á skattalögum og skort á því að gera hreint fyrir sínum dyrum þegar fjölmiðlar hafa gengið eftir skýringum. Það er enginn trúnaðarbrestur okkar í milli heldur er þaðskylda mín sem framkvæmdastjóra Blaðamannafélags Íslands að standa vörð um orðstýr félagsins. Því miður hef ég verið dálítið einmanna í því hlutverki undanfarið, en ítrekað sagt það við núverandi formann. Einnig lét ég þá skoðun í ljósi á stjórnarfundum félagsins meðan ég fékk að sækja þá. Skoðun mín hefur legið fyrir frá upphafi, ég hef ekki komið aftan að neinum í þessu máli. Númer þrjú. Núverandi formaður BÍ er illa haldin af „íslensku veikinni“, sem ég kýs að kalla svo, og felst í því að setja sjálfum sér sérreglur og öllum öðrum aðrar reglur. Það er þjóðarósiður. Ég veit ekki hversu oft ég hef upplifað það á fjörutíu ára ferli sem blaðamaður, að brotamenn setji í herðarnar og segi manni að éta það sem úti frýs, reglurnar gildi um alla aðra en þá. Númer fjögur. Það liggur fyrir í samtölum mínum við núverandi formann að hann er sekur um að skjóta tekjum undan skatti í þrjú ár. Það hefði ekki komist upp nema vegna þess að skattyfirvöld kölluðu eftir upplýsingum frá Airbnb og fengu um síðir. Að telja ekki fram tekjur til skatts í eitt ár getur verið mistök, í tvö ár kanski heimska, en í þrjú ár samfleytt hlýtur að teljast einbeittur brotavilji. Í mínu ungdæmi hétu þetta skattsvik en á nýíslensku núverandi formanns heitir þetta endurálagning! Númer fimm. Þetta er ekki mitt mál og ömurlegt að þurfa að koma að svona lágkúru. Orðstýr Blaðamananfélagsins er hins vegar mitt mál og þau gildi sem Blaðamannafélagið stendur fyrir. Ég hef notið trúnaðar blaðamanna og félagsmanna í BÍ til að starfa fyrir þá í tæpa fjóra áratugi og það er ekki í myndinni að bregðast þeim trúnaði. Formaður Blaðamannafélags Íslands þarf að hafa hreinan skjöld; svo einfalt er það. Það sorglega er að núverandi formaður hefur tekið eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni félagsins. Það er til skammar fyrir núverandi formann og þá sem hafa lagt hönd á plóg. Númer sex. Þetta er ekki „frekjukallasyndróm“ eins og einhver gæti haldið. Því til sönnunar var ég búinn að starfa vandræðalaust með núverandi formann í rúm tvö ár áður,en upplýsingar um skattaundaskot hennar komu fram. Númer sjö. Það sauð upp úr milli mín og formannsins endanlega í síðustu viku þegar hún vildi fá skoðunaraðgang að reikningum félagsins. Ég hafnaði því alfarið, enda fullkomlega óeðlilegt að mínu mati. Stjórn og formaður geta kallað eftir öllum upplýsingum úr bókhaldi félagsins, en viðkvæmar persónuupplýsingar um hverjir fá endurgreiddan sálfræðikostnað eða eru að glíma við krabbamein, svo dæmi séu tekin, koma þeim að sjálfsögðu ekki við. Stjórn styrktarsjóðs BÍ kjörin á aðalfundi afgreiðir þau mál og er bundin ströngum trúnaði. Að veita öðrum aðild að slíkum persónugreinanlegum upplýsingum væri lögbrot og trúnaður um þessar upplýsingar þarf að vera hafinn yfir allan vafa. Númer átta. Það hafa verið forréttindi að fá að vinna fyrir blaðamenn undanfarna fjóra áratugi og hafa traust þeirra til þess. Það hefur verið ótrúleg farsæld yfir þessu starfi alla tíð, sem ég þakka forsjóninni fyrir. Ég tók við góðu búi frá fyrirrennurum mínum. Svo dæmi sé tekið tapaði Blaðamannafélagið engum fjármunum í hruninu og eigið fé þess hefur meira tífaldast að raungildi á síðustu 20 árum. Þetta hefur tekist þrátt fyrir að ekkert íslenskt stéttarfélag standi jafnvel með félagsmönnum sínum og BÍ gerir að mínu mati. Númer níu. Ég hef fundið ótrúlega mikinn stuðning undanfarinn sólarhring frá félögum í BÍ og fyrir það er ég hrærður og þakklátur. Ég trúi því að stjórn félagsins standi til þess að gera ein í þessari ákvörðun sinni. Mér var boðinn starfslokasamningur sem ég að sjálfsögðu hafnaði. Maður samþykkir ekki svona vinnubrögð þó allur gjaldeyrisforði Seðlabankans sé í boði. Eða eins og vinur minn og blaðamaður til meira en 50 ára sagði við mig í gærkvöldi: „Þetta er ekki einhver klúbbur, með fullri virðingu fyrir þeim, þetta er Blaðamannafélag Íslands!“ Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Númer eitt. Ég skrifa þessa grein vegna þess að trúverðugleiki blaðamanna og Blaðamannafélags Íslands skiptir höfuðmáli fyrir lýðræðislega umræðu og það aðhald sem hún veitir. Númer tvö. Ágreiningur minn við núverandi formann Blaðamannafélags Íslands (BÍ) snýst einungis um meint brot hennar á skattalögum og skort á því að gera hreint fyrir sínum dyrum þegar fjölmiðlar hafa gengið eftir skýringum. Það er enginn trúnaðarbrestur okkar í milli heldur er þaðskylda mín sem framkvæmdastjóra Blaðamannafélags Íslands að standa vörð um orðstýr félagsins. Því miður hef ég verið dálítið einmanna í því hlutverki undanfarið, en ítrekað sagt það við núverandi formann. Einnig lét ég þá skoðun í ljósi á stjórnarfundum félagsins meðan ég fékk að sækja þá. Skoðun mín hefur legið fyrir frá upphafi, ég hef ekki komið aftan að neinum í þessu máli. Númer þrjú. Núverandi formaður BÍ er illa haldin af „íslensku veikinni“, sem ég kýs að kalla svo, og felst í því að setja sjálfum sér sérreglur og öllum öðrum aðrar reglur. Það er þjóðarósiður. Ég veit ekki hversu oft ég hef upplifað það á fjörutíu ára ferli sem blaðamaður, að brotamenn setji í herðarnar og segi manni að éta það sem úti frýs, reglurnar gildi um alla aðra en þá. Númer fjögur. Það liggur fyrir í samtölum mínum við núverandi formann að hann er sekur um að skjóta tekjum undan skatti í þrjú ár. Það hefði ekki komist upp nema vegna þess að skattyfirvöld kölluðu eftir upplýsingum frá Airbnb og fengu um síðir. Að telja ekki fram tekjur til skatts í eitt ár getur verið mistök, í tvö ár kanski heimska, en í þrjú ár samfleytt hlýtur að teljast einbeittur brotavilji. Í mínu ungdæmi hétu þetta skattsvik en á nýíslensku núverandi formanns heitir þetta endurálagning! Númer fimm. Þetta er ekki mitt mál og ömurlegt að þurfa að koma að svona lágkúru. Orðstýr Blaðamananfélagsins er hins vegar mitt mál og þau gildi sem Blaðamannafélagið stendur fyrir. Ég hef notið trúnaðar blaðamanna og félagsmanna í BÍ til að starfa fyrir þá í tæpa fjóra áratugi og það er ekki í myndinni að bregðast þeim trúnaði. Formaður Blaðamannafélags Íslands þarf að hafa hreinan skjöld; svo einfalt er það. Það sorglega er að núverandi formaður hefur tekið eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni félagsins. Það er til skammar fyrir núverandi formann og þá sem hafa lagt hönd á plóg. Númer sex. Þetta er ekki „frekjukallasyndróm“ eins og einhver gæti haldið. Því til sönnunar var ég búinn að starfa vandræðalaust með núverandi formann í rúm tvö ár áður,en upplýsingar um skattaundaskot hennar komu fram. Númer sjö. Það sauð upp úr milli mín og formannsins endanlega í síðustu viku þegar hún vildi fá skoðunaraðgang að reikningum félagsins. Ég hafnaði því alfarið, enda fullkomlega óeðlilegt að mínu mati. Stjórn og formaður geta kallað eftir öllum upplýsingum úr bókhaldi félagsins, en viðkvæmar persónuupplýsingar um hverjir fá endurgreiddan sálfræðikostnað eða eru að glíma við krabbamein, svo dæmi séu tekin, koma þeim að sjálfsögðu ekki við. Stjórn styrktarsjóðs BÍ kjörin á aðalfundi afgreiðir þau mál og er bundin ströngum trúnaði. Að veita öðrum aðild að slíkum persónugreinanlegum upplýsingum væri lögbrot og trúnaður um þessar upplýsingar þarf að vera hafinn yfir allan vafa. Númer átta. Það hafa verið forréttindi að fá að vinna fyrir blaðamenn undanfarna fjóra áratugi og hafa traust þeirra til þess. Það hefur verið ótrúleg farsæld yfir þessu starfi alla tíð, sem ég þakka forsjóninni fyrir. Ég tók við góðu búi frá fyrirrennurum mínum. Svo dæmi sé tekið tapaði Blaðamannafélagið engum fjármunum í hruninu og eigið fé þess hefur meira tífaldast að raungildi á síðustu 20 árum. Þetta hefur tekist þrátt fyrir að ekkert íslenskt stéttarfélag standi jafnvel með félagsmönnum sínum og BÍ gerir að mínu mati. Númer níu. Ég hef fundið ótrúlega mikinn stuðning undanfarinn sólarhring frá félögum í BÍ og fyrir það er ég hrærður og þakklátur. Ég trúi því að stjórn félagsins standi til þess að gera ein í þessari ákvörðun sinni. Mér var boðinn starfslokasamningur sem ég að sjálfsögðu hafnaði. Maður samþykkir ekki svona vinnubrögð þó allur gjaldeyrisforði Seðlabankans sé í boði. Eða eins og vinur minn og blaðamaður til meira en 50 ára sagði við mig í gærkvöldi: „Þetta er ekki einhver klúbbur, með fullri virðingu fyrir þeim, þetta er Blaðamannafélag Íslands!“ Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun